— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 4/12/07
Losti / Varúð

Spennandi, skemmtileg og erótísk mynd.

Myndin fjallar um konu (Wei) sem vinnur fyrir anspyrnuna í Shanghai við að táldraga mann sem vinnur fyrir leppstjórn Japana. Hún gerist ástkona hans og bíður færis þess að koma honum í stöðu þannig hinir anspyrnumennirnir geti komið honum fyrir kattarnef.

Myndin er byggð á samnefndri smásögu Eileen Chang. Hún er þó rík af atburðum þó og flækjum. Sagan er sögð frá sjónarhorni Wei sem fer frá grasrótarstarfsemi, til skæruhernaðar og síðan í njósnir. Glatandi saklaysi sínu hægt og hægt.

Myndin er rosalega fallega tekin og áráttulega holl tímabilinu. og er leikstýrt af Ang lee sem leikstýrð þar á meðal Crouching Tiger Hidden Dragon og Brokeback Mountain. Honum tekst vel upp í leikstjórn og sagan er spennandi og full af skemmtilegum smáatriðum.

I byrjun tekur maður eftir að hersveitir þjálfaðar af þjóðverjum eru á leiðinni til Shanghai til að verja borgina fara fram hjá borgurum sem flýgja hana. Það er ekki nefnt í myndinni en það sést á þýsku hjálmunum sem hermennirnir bera. Hún fer því frá Shanghai til Hong Kong.

Því næst tekur hún að sér að leika í leikriti sem hún hefur ekki gert áður. Og þetta er einnig frumraun leikkonunar sem fer með hlutverk Wei. Eftir að hafa sett á fót áróðurleikrit fyrir andspyrnu gegn Japönum ákveða leikararnir að drepa mann sem vinnur fyrir leppstjórn Japana.

Sem iðjulaus kona viðskiptamanns nær hún að vingast við konu fórnarlambsins og spilar Mahjong með henni. Eftir að þau ná að hindra að komist upp um þau, flytur fórnarlambið sig um set aftur til Shanghai.

Nokkrum árum seinna er hún komin aftur til fjölskyldu sinnar í SJanghai og stundar nám. Hún safnar fyrir pening til að komast til föður síns í útlöndum. Þá kemst andspyrnuhreyfingin í samband við hana og biður hana um að táldraga manninn. Sem hún var nærri því að takast áður. Hún fellst á það, síðan vindur það upp á sig.

Þrátt fyrir það hvað myndin er falleg, spennandi og skemmtilega erótísk er hún full löng. Hún mætti vera styttri þar sem söguþráðurinn er frekar einfaldur. Ég hafði samt sem áður mjög gaman af henni og mæli hiklaust með henni.

   (4 af 29)  
4/12/07 19:02

Álfelgur

Já, kannski maður kíki...

4/12/07 20:00

Jóakim Aðalönd

Athyglisverð gagnrýni og þar sem ég hef áhuga á kvikmyndum (sérstaklega þeim sem eru ekki framleiddar í Hollywood), ætla ég að reyna að nálgazt þessa. Takk fyrir!

4/12/07 20:00

Jóakim Aðalönd

Sígópása:

Hver er titillinn á engilsaxnesku og frummálinu (kínversku væntanlega...)?

4/12/07 20:01

Ziyi Zhang

Lust Caution eða se Jie

4/12/07 20:01

hvurslags

dian ying fei chang hao.

4/12/07 20:01

hvurslags

*jian held ég að það sé...orðinn ryðgaður í pinyininu

4/12/07 22:02

Skreppur seiðkarl

Afhverju eyddirðu smásögunni? Hún var geggjuð!

4/12/07 23:00

Bölverkur

Ég held með Wei!

5/12/07 13:01

Álfelgur

Til hammó með rammó!!!!!

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.