— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/12/07
Atlas Shrugged

Atlas Shrugged

Þegar Ayn Rand var beðinn um að skrifa fræðirit um heimspekikerfi sitt þá svaraði hún: Afhverju ætti ég að gera það? Hvað ef ég færi í verkfall? Hvað ef allir skapandi hugsuðir í heiminum færu í verkfall? Þannig fæddist hugmyndin að sögunni um hvað myndi gerast ef allir sjálfstæðir skapandi hugsuðir færu í verkfall. Hún fjallar um kopar risann sem gerist glaumgosi, stáliðnaðarmanninn sem veit ekki að hann vinnur að eigin glötun, heimspekinginn sem gerist sjóræningi, tónskáldið sem hverfur þegar það öðlast frægð, konuna sem rekur lestarfyrirtæki niður að lægsta verkamanni þess og John Galt sem sagðist ætla að stoppa drifkraft heimsins og gerði það. Þetta er spennusaga en ekki um morð á manni heldur um dauða og endurfæðingu mannsandans.

Bókin

Nafn bókarinnar er dregið af risanum sem heldur uppi heiminum samkvæmt grískri goðafræði og meginpersónunum líkt við þær. Á eftir biflíunni er Atlas Shrugged talin áhrifamesta bókin í bandarríkjunum, bókin um frumspeki, siðfræði, stjórnmál, hagfræði og kynlíf sem breytti heiminum. Hún var gefin út árið 1957 og rannsakaði þema sem átti síðar eftir að þróast í grein heimspeki sem nefnist Hluthyggjustefna. Hún er um 645.000 orð sem gerir hana að einni lengstu skáldsögu sem hefur verið skrifuð á Evrópsku tungumáli. Í henni setur Ayn Rand fram röksemdafærslu fyrir kapítalisma. Með siðfræðilegri vörn fyrir því að lifa fyrir sjálfan sig, að velja vinnu af eigin ákvörðun og halda ávöxtum vinnu sinnar. Hún hélt því fram að kapítalismi krefðist þess besta af hverjum manni; rökvísi hans og verðlauni hann samkvæmt því.

Plottið

Fyrri hluti bókarinnar fjallar að mestu um Dagny Taggart, konu sem rekur lestarfyrirtæki þrátt fyrir að heimurinn hafi snúið baki sínu að henni. Hún berst við að halda því gangandi í samfélagi sem fer hnignandi og hóphyggja, altrúismi og ríkishald fara sí vaxandi. Viðskiptajöfrar hverfa og engin veit hver stendur á bakvið það. Þegar þjóðnýta á ýmis fyrirtæki þá eru þá eru allar eignir þeirra sprengdar og í tilfelli mikilvægs olíufyrirtækis er kveikt í lindum þess og forstjóri þess finnst hvergi. Þegar líður á söguna kemst hún að samsæri til þess að láta heiminn falla um sjálfan sig. Maðurinn á bakvið það er John Galt sem hefur stofnað lítið samfélag í afskekktum dal þar sem hann hefur fengið vísindamenn, uppfinningamenn, viðskiptajöfra og sjálfstæða hugsuði til liðs við sig. Að endingu brýst út borgarastyrijöld í miðríkjunum, Kalifornía segir sig úr bandalaginu og verður að grænmetisætu lýðveldi, efnahagurinn hrynur og það er gert ráð fyrir hungursneið. Það leiðir af sér að ríkisstjórninn fellur. Bókin endar svo á því að stjórnarskránni er breytt til að festa frjálshyggju í sessi.

Stefna konunnar á bakvið bókina

Ayn Rand rithöfundur og heimspekingur fæddist árið 1905 í Rússlandi. Hún fluttist til Bandarríkjanna og giftist leikara þar. Með verkum sínum vildi hún sýna hinn fullkomna mann. Hetjudýrkun og einstaklingshyggja er meginþema í öllum skáldverkum hennar. Hún gaf út ,,The Romantic Manifesto” þar sem hún útlistar fagurfræðina á bakvið bókina. Hún setti fram kenninguna að list væri valræn endursköpun á raunveruleikanum samkvæmt frumspekilegu gildismati listamanns. Kenningin felur í sér að lífsviðhorf listamannsins sjáist á verkunum og þeim atburðum sem hann kýs að fjalla um. Þar sem heimspeki hennar byggist á tilvist hlutlægs veruleika og rökvísi er fagurfræðilegt afsprengi hennar rómantískur-realismi stefna sem leitast við nákvæmni í framkvæmd og boðskap. Stíllinn er hlutlægur; tilfinningum er ekki lýst heldur eru hugsannir gefnar í skyn með atferli persónanna. Stefnan leitast ekki við að gefa raunverulega mynd af aðstæðum heldur að birta hluti eins og þeir gætu eða ættu að vera. Ýkta mynd af raunveruleikanum þar sem mikilvægustu hlutir heildarinnar eru dregnir fram. Ekkert má vera handahófskennt, allt verður að vera skýrt og ekkert á að gerast af slysni.

Atlas Shrugged á líðandi stund

Það á að gera mynd byggða á Atlas Shrugged. Í hlutverki Dagny Taggart verður Angelina Jolie. Það er líklegt að Brad Pitt leiki í henni líka. Þau eru bæði aðdáendur bókarinnar. Vadim Perelman (House of Sand and Fog) mun leikstýra henni og hún á að koma út seint á þessu ári. Clarence Thomas eini svarti hæstaréttardómarinn í bandarríkjunum segir að hún sé ein af uppáhalds bókunum sínum. Bókin er mjög umdeild og margar stofnannir hafa fjallað um hana og sætir of gagnrýni vegna kynlífssenanna í henni. Þá einkum frá feministum sem telja þær séu vanvirðing við kvenfólk og frægur bandarískur feminstafrömuður kallaði Ayn Rand svikara við kyn sitt. Umræddar senur eru ekki gróteskar og hefjast á ofbeldisfullan hátt og eru til marks um hugmyndir Ayn Rand um undirgefni kvenfólks í kynlífi sem ídaeliserun.

   (11 af 29)  
2/12/07 19:01

Glúmur

Ídaeliserun?

2/12/07 19:01

Þarfagreinir

Mér finnst Telemachus Sneezed nú betri.

2/12/07 19:01

Billi bilaði

Las bókina og nennti því ekki að lesa þetta. Bókin er afskaplega löng og allt að því leiðigjörn á köflum, en a.m.k. nógu skemmtileg til að ég kláraði hana.

2/12/07 19:01

Tina St.Sebastian

Ég hef ekki enn komið mér í að lesa AS, en ég er mjög hrifin af The Fountainhead.

2/12/07 19:01

Ziyi Zhang

Fountainhead er góð en AS er skýrari og stærri í sniðum. Mér líkar betur við AS.

2/12/07 19:02

Óvinur ríkisins

Þetta er nú meira ruglið [fer að horfa á ensku deildina]

2/12/07 19:02

Huxi

Já já, allt í lagi. [Kinkar kolli og fikrar sig í átt að dyrunum með frosið bros á vörum]

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.