— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/06
Philly Cheung VII

Philly gekk eftir ganginum. Á veggjunum voru heimatilbúnar auglýsingar nemendaráðsins. Hún hafði föndrað helminginn af þeim. Leið hennar lá á fund hjá nemdaráðinu. Hún hafði misst af seinasta fundi. Þrátt fyrir það mætti hún best á fundina. Fundurinn var haldin í gamalli stofu. Stólarnir voru nýjir en borðinn sundurskorinn og vitaskuld fáni í horni stofunnar. Philly leit yfir fundarmennina.

Fundurinn var settur. Philly stóð upp og snéri sér að fánanum til að flytja hollustu eiðinn. Henni var brugðið yfir því að enginn annar stóð upp. Síðhærður strákur með þunnt skegg og klæddur grænum hermannajakka, sagði við hana:

,,Philly við höfum ákveðið að skuli ekki vera farið með hollustueiðinn við setningu funda nemendaráðsins.”

,,Var þetta ákveðið á seinasta fundi og hvernig dettur einhverjum slíkt í hug?” Spurði hún.

,,Það var naumlega samþykkt á seinasta fundi að það væri bannað að fara með hollustueiðinn. Til að mynda afþví ég er sósíalisti og trúlaus. Þess vegna vil ég ekki sverja fánanum hollustu og hvað þá í nafni guðs. Það er fordæmi fyrir þessu í skólum í Kaliforníu.” Svaraði hann.

,,Það er enn ein ástæðan fyrir því að það ætti að reka Kaliforníu úr bandalaginu!” Sagði hún.

Strákurinn lagði hendur á borð og gjóaði augunum til hennar.

,,Það verður ekki farið með hollustueiðinn á fundum nemdaráðsins.” Sagði hann.

Philly hallaði sér fram á borðið bar hönd við enni sér og andvarpaði.

,,Stöðvaðu mig þá! Það ætti að kjöldraga fólk eins og þig, hundheiðna úrkynjaða kommúnista rottan þin!” Hrópaði hún.

Fólk leit við og hló. Mörgum var burgðið að heyra fúkyrði frá asískri stelpu. Að því búnu reisti Philly hönd sína og hyllti fánann.

,,Ég sver hollustu við fána Bandaríkjanna og til lýðveldisins sem hann stendur fyrir. Eitt ríki undir guði með frelsi og réttlæti fyrir alla!” Hrópaði hún.

Að því búnu gekk Philly af fundi. Við dyragættina stóð frændi hennar Fielding. Hann hrósaði henni. Philly hallaði sér upp að veggnum fyrir utan stofunna.

Hún hélt á skólabókunum í fanginu og hallaði höfðinu til hans.
,,Finnst þér aldrei allir vera asnar?” Spurði hún.
Fiedling glotti.
,,Finnst þér þú aldrei vera of hreinskilin?” Spurði hann.

   (18 af 29)  
1/11/06 07:02

Ziyi Zhang

Ps. Þetta verður að duga, ég var búin að skrifa 5000 orð í viðbót en það varð bara svo misheppnað - Að þið fáið aldrei að sjá þau.

2/11/06 05:01

Texi Everto

[Grætur eins og krókúdíll]

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.