— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Saga - 9/12/06
Rottukóngurinn

Páll pálson var alinn og fædur í rjóma samfélaginu. Það trjónaði á toppi veraldar kökunnar. Sem var lagskipt eftir virðuleika samfélaganna. Rjóma samfélagið, samfélag rökvísi, hetjuskapar og dugnaðar var efst. En undir því lágu óæðri samfélög villimanna, lénsherra, íhaldsmanna og kristilegra anarkista. En lög rjóma samfélagins voru ströng. Og Páll Pálson braut gegn þeim.

Eftir að hjarta hans hafði verið kramið af þriðja elskhuganum í röð sem reyndist vera forlát lesbía - Sagði hann að heimurinn væri ekki til. Að allt væri ekkert en ekki að allt væri eitthvað – eins og rjóma samfélagið kenndi. Hann þver neitaði að draga orð sín til baka. Jafnvel þó að virtustu fræðimenn rjómans bentu honum á að tilvist heimsins sannaðist með meðvitundinni sjálfri. Því til að að hafa meðvitund yrði maður að vera meðvitaður um eitthvað. Heltekinn af hjartveiki krafðist hann þess að taka út refsinguna. Sem var að vera hent í “hrærivélina”.

“Púðursykur og marengsfrauð! Páll, gerðu það játaðu villu þína og þá sleppir við að ganga plankan og ofan í hrærivélina.” Grátbað saksóknarinn, eins og skúffukaka. “Aldrei! Þessar sanköku lesbíur hafa gert út á við mig.” Sagði Páll heltekin af hjartveiki eins og bleikt krem. “Það er aldrei að vita hvar þú endar! Þú gætir þeyst lengst á eitthvað viðbrennt pláss og aldrei komist til baka!” Grátbað saksóknarinn eins og sleikja. “Farvel, grimma veröld, ef þetta er það besta sem þú hefur þá hefur guð lélegar uppskriftir!” Hrópaði Páll, þver eins og kökukefli. Síðan steypti hann sér út í eldhúshjálpina!

Múgurinn tók andköf yfir þessu hættulega bakaradrengs uppátæki. Pall féll niður og hrærivélin sáldraði honum eins og hveiti í rör sem minnti einna helst á stíflaðan eldhúsvask. Hann hafnaði á landi sem líktist viðbrenndum döðlutertuborni. Hrjúft landslagið ólíkt svampbotnunum sem hann var vanur. Ekki arða af sætum múskat sykri eða sætum ávöxtum svo langt sem augað eygði. Hann kleyf fjall og leit yfir þokufylltan dal. Í dfalnum voru glitrandi hóll. Hann hélt þangað og fussaði yfir ruslalyktinni.

Þegar hann kom niður í dalinn sá hann að rottumenn nokkrir týndu rusl úr skólprörurm sem lágu í hann. Þeir báru gömul eldhús áhöld sem glitruðu í hauginn er gerðu sér mat úr óbökuðu deigi sem var ýmist greinilega ofhrært eða misfarið á annan hátt. Hann fylgdist með þeim. Honum var komið á óvart. Fyrir aftan hann. Stóð einn rottumaður. Rottumaðurinn mundaði spjót. Sem var ekki nema prik með flugbeittum gafli. Rottumaðurinn leit ekki út eins og rotta sem breyst hafði í mann, heldur fremur sem maður sem breyst hafði í rottu. Í tötrum og frumstætt vopn, leiddi hann Pál á undan sér eins og innkaupakerru í súpermarkaði. Að hólnum glitrandi.

Gamlar eldhúshjálpir, mót og kökuspaðar blöstu við. Ásamt rauðum illgjörnum augum rottumannanna. Á toppi hólsins var hásæti rottukóngsins – risastór Amerískur ískápur! Rottukóngurinn bar kórónu úr kökuskrauti og skyggju ofna úr bananahýðum. Hann leit á Pál sem hann væri nakið brómber. “Rottufólkið hefur þurft í aldanna rás að éta rusl rjóma elítunnar! Rjóma elítan með sína borgarastéttar fordóma, hámar á sig gat og étur frá okkur allt korn og einokar alla köku ofna. Við munum steypa þeim af stóli. Ég hef safnað gífurlegum her útbúnum hinum glæstasta borðbúnaði og álpappírs brynjum. Við munum þurka menningu ykkar út og koma á alþýðumenningu, alþýðuveldi, alþýðukökugerðarlist og alþýðuaftökusveitum. Því við virum að sagan fer sinn gang okkur í vil. Því við vitum að allt er ekkert. Því við vitum að vísindi og listir eru vopn okkar í stéttarbaráttu. Því við vitum betur. Við eyðum ekki tíma okkar í gagnslausar tómstundir hugans, heldur metum við einungis vinnuafl. Allt sameinar allar kökur að þær eru bakaðar. Að búa til uppskriftir er vinna eins og hver önnur og við munum ekki láta það líðast að borgarastéttin einoki bestu uppskriftirnar sem þau hafa fengið í erfðir og haldi þeim nýju leyndum.” Þrumaði Rottu kóngurinn

Páll steig fram, og svaraði rottu kónginum fullum rómi. “Fyrir þúsundum ára uppgvötvaði fyrsti bakarinn hvernig kveikja ætti eld. Honum var hafnað sem illum galdramanni. En gjöf hans lyfti myrkri af kökunni miklu. Sköpunnarverk hans lifir á meðal okkar. Öldum síðar uppgvötvaði annar bakari gerið. Hann var kallaður hættulega trúaður bakari sem hélt inn á forboðinn lönd. Síðar þegar gjöf hans sannaði notagildi sitt. Kakan mikla reis og blés út.”

Páll hélt áfram: “Engin framúrstefnu bakari var knúin áfram í fjötrum. Hann leitaðist ekki við að þóknast bræðrum sínum, því bræður hans höfnuðu gjöf hans sem braut í mél úrelta rútínu lífs þeirra. Sannleikurinn var hans eina markmið. Ekki hvaða not aðrir hefðu fyrir uppskriftirnar hans. Hann bakaði fyrir sjálfan sig. Stækkaði kökuna, og allir fengu stærri sneið.“

Rottukóngurinn gnísti sínum gulu tönnum og frussaði yfir Pál: “Kakan verður ekkert stækkuð, það er verður bara að skera han upp á nýtt! Brennið þennan andbyltingarsinna! Hann er ógn við hagsmuni heildarinnar. Svo kveikir eldur líka soldið í mér...”

Páll sleit sig úr fjötrunum og hljóp á brott. Hann var eltur um holt of hæðar af rottumönnunum en sá við þeim. Hann tók verkfæri sér í hönd og gróf sér leið í næst lag. Til þess að vara Rjómann við komandi innrás rottumannana. Hann var neðst í kökunni. Hann gróf og gróf. Flutti til heilu tonninn af viðbrenndri köku með glæsilegu og útsjónarsömu brautarkerfi og bjó meira segja til loftræstingu fyrir göng sín.

Eftir þrjú ár neðan jarðar braust hann loks í gegnum fargið. Sól skein í heiði og hrásykur og spelt voru á víð og dreyf eins og í þjóðgörðum Rjómans. Hann hljóp upp á hæð og kom auga á þorp. Það var heilt en hann hljóp til að vara það við yfirvofandi komu rottumannana. Þegar hann kom að ökrunum í kringum þorpið, kom hann auga a nokkuð einkennilegt. Nakin maður við störf að plægja hveiti akur með uxa í stað nýtísku olíu traktors. Kviknakinn. Páll spurði hann hvernig stæði á þessu. “Frá hvaða lagi ert þú eiginlega! Það er augljóst að akurinn þeim mun frjórri því meira sæði er borið í hann!” Hrópaði nakti bóndinn. Páll átti langt í land.

   (23 af 29)  
9/12/06 10:00

Grýta

Hápólitísk saga og ég hlakka til að fylgjast með framhaldinu.
Skemmtileg að nota kökuna frægu sem skipta ætti jafnt milli allra þegna þjóðfélagsins. Sérstaklega góð samlíking að hafa kökuna lagskipta og upphaflega sem deig.

9/12/06 10:00

Limbri

Já, ég er bara hálf hissa hvað þetta er vel gert hjá þér. Viðunnandi vel skrifað. Hápólitískt (eins og Grýta vinkona mín bendir á). Vel valin myndlíking á öllum vígstöðvum og síðast en ekki síst, einfalt.

Gef þér 8 af 10 og hlakka til að lesa meira eftir þig.

-

9/12/06 11:00

Ziyi Zhang

Haha, ég hafði ekki hugsað mér þetta sem framhaldssögu.

Ég held að ég láti þar við sitja.

9/12/06 12:01

Nornin

Jæja Zhang.
Ég tek undir með þeim að ofan. Þetta er mjög pólitískt og gaman að lesa þetta.

Vissi alltaf að þú værir vinstrimaður, en þessi sýn á misskiptingu auðmagnsins er nýstárleg... og fersk myndi ég segja.
Gott hjá þér.

9/12/06 12:01

Ziyi Zhang

Ég vil taka það fram að ég er kapitalískur hetjudýrkandi!

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.