— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Þjóðólfur
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 1/11/05
Steik

Á ungdómsárum mínum gat ég verið viss um að þegar á vaknaði á sunnudagsmorgnum, yrði angandi steikarlykt það fyrsta sem skynfæri mín greindu því móðir mín blessuð vaknaði fyrir allar aldir til að koma steik í ofninn.

Þess sakna ég. Nú bý ég ekki lengur heima hjá móður minni því ég hef fest ráð mitt og bý í notalegri íbúð í höfuðstaðnum með þokkalegri konu og fjórum sonum okkar. Ég vil að synir mínir upplifi þessa dásemd sem ég naut í æsku; að finna lyktina af hryggnum eða lærinu í ofninum og heyra potta eða diskaglamrið úr eldhúsinu þar sem húsmóðirin stendur sína pligt með sóma.

En það er sama hvað ég bið, gildir engu hvað ég tuða – húsmóðirin á heimilinu vill ekki vakna á undan okkur feðgum til að fjölskyldan fái notið sunnudagshádegisverðar eins og þeir eiga að vera. Fremur vill hún sofa frameftir og í þau skipti sem ég hef vaknað snemma og ýtt við henni, hefur hún brugðist hin versta við. Hún vill ekki skilja hversu nauðsynlegur hluti uppeldis drengjanna það er að sjá móður sína sinna skyldustörfum húsmóðurinnar. Svona til að þeir viti hvernig lífið og tilveran eiga að vera.

Húsmæðrum hefur farið aftur og nú er svo komið að þær standa ekki undir nafni lengur. Við þessu þarf að bregðast og þigg ég öll góð ráð þar að lútandi með þökkum.

Lifið heil.

   (1 af 1)  
1/11/05 05:01

Don De Vito

Þú verður bara að ráða þér eina pólska.

1/11/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Þetta kannast ég við. Steikarlyktin er ómótstæðileg.

1/11/05 05:01

Nornin

Skiptu um konu. Ég held að það sé eina ráðið í stöðunni, eigi synir þínir að alast upp við þau mannréttindi að fá heita steik í sunnudagsmatinn.

1/11/05 05:01

Tina St.Sebastian

Þér dettur ekki í hug að gera þetta sjálfur? Eða smíða róbóta? Helvítis leti er þetta!

1/11/05 05:01

krumpa

Ósammála Norn. Finnst að konan hans eigi að skipta um kall og finna sér einn sem er æstur í að taka að sér það vanþakkláta hlutverk að elda ofan í fjóra stráka. Þá getur hanns jálfur bara flutt aftur heim til mömmu. Hann fær sunnudagssteikina, konan og krakkarnir fá líka steik og allir eru ánægðir!

1/11/05 05:01

Þarfagreinir

Ég get ímyndað mér að órjúfanlegur hluti af þessari sunnudagsstemningu sem Þjóðólfur saknar sé að láta frúna á heimilinu sjá um matseldina. Því kemur víst fátt annað til greina. Ég styð því tillögu Nornarinnar. Það er annað hvort það, eða þá að skvetta fötu yfir konuna til að vekja hana.

1/11/05 05:01

Tina St.Sebastian

Hvurslags andskotans...það er nú ekki mikið mál að elda steikina, hendir henni í ofninn og bíður. Kannske ausa yfir hana nokkrum sinnum. Meðlætið er ekki heldur vandi, sýður kartöflurnar bara kvöldið áður, brúnar þær svo þegar á að fara að éta, opnar um leið baunadós og skellir í skál við hliðina á opinni rauðkálskrukku. Sósuna mallarðu í rólegheitum, passar bara að hafa nægan rjóma í henni. Ef þú hendir steikinni í ofninn getur konan sofið áfram þangað til tími er kominn á meðlætið.
Láttu svo krakkagerpin alls ekki hjálpa til, það fyllir kvikindin bara sjálfstrausti.

1/11/05 05:02

Rattati

Einfalt, færðu bara rúmið hennar inn í eldhús.

1/11/05 05:02

Gillaume Bastart

Stórgott ráð Rattati, rúmið í eldhúsið ef konan er eitthvað treg að elda!

1/11/05 05:02

Þjóðólfur

Rattata ráð er best en þó varla framvæmanlegt vegna smæðar eldhússins. Ég gæti hugsanlega gefið henni annan ofn og haft í hjónaherberginu, hennar megin.

Það er ekki í verkahring karlmanns að elda mat.

1/11/05 05:02

Haraldur Austmann

Pantaðu pítsu.

1/11/05 05:02

Galdrameistarinn

Ég vaknaði við ilm af sunnudagssteik í morgunn.

1/11/05 06:00

Gaz

Ef þig langar í steik verðuru bara að malla hana sjálfur.
Skil kerlinguna þína. Það er ekki til nokkur skapaður hlutur í heiminum sem mundi gera það að verkum að ég vil rífa upp mig úr rúminu, eldsnemma á sunnudagsmorgni, til þess að laga mat ofaní karlfjanda sem liggur bara og sofir og lætur sér ekki einusinni detta það í hug að hjálpa til. Hvað þá þegar ástæðan er að hann vilji sjá mig líkjast mömmu hanns meira.
Ödipusar komplex eða hvað?

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Málið er bara að ef ég færi að elda sunnudaxsteikina, myndi það verða misteik.

1/11/05 06:01

Þarfagreinir

Ahahaha!

Á 'cheesesteak' staðnum Pat's King of Steaks í Fíladelfíu (sem sést meðal annars í einni senu í klassíkinni Rocky) stendur á veggnum: Don't eat a missteak. Þannig að fleiri hafa uppgötvað þetta spaug en þú, herra Aðalönd.

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

[Slær á puttana á Þarfa]

That's a bad needs analyst.

1/11/05 06:01

Þarfagreinir

Sowwy ...

Ég sagði samt ekki að þetta væri ekki fyndið.

1/11/05 06:01

Rattati

Ég er ágætur í að grilla, en öll önnur eldamennska flokkast eiginlega undir tilraunastarfsemi. Í stuttu máli næ ég ekki að sjóða vatn án þess að brenna það við. Síðast þegar ég steikti kjöt þá flokkaðist það nú frekar undir steinaríkið þegar ég var búinn að ljúka mér af....

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég var líka að fíflast Þarfi minn. Þú ert svoddan öðlingur.

1/11/05 06:01

Skabbi skrumari

Djöfull eruð þið steikt...

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég myndi frekar segja að ég sé grillaður, fremur en steiktur...

1/11/05 06:01

Skabbi skrumari

Varstu nú að fljúga yfir Miklubrautina, enn og einu sinni Kimmi minn...

1/11/05 06:01

feministi

Mín lausn á þessu máli er að þú flytir í íbúð staðsetta fyrir ofan veitingahúsið Sunnudagssteikin, þá munt þú vakna við þennan ágæta ilm sem þú saknar svo mjög. Að öðru leyti finnst mér að þú ættir að skammast þín.

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég flaug yfir Kringlumýrarbrautina í þetta skipti.

Ég er sammála feminista að þú eigir að skammast þín Þjóðólfur. Skammast þín fyrir að ná þér í svona lata konu og vera ekki búinn að hirta hana til hlýðni.

1/11/05 06:02

Hvæsi

(Heldur Þjóðólfi upp við vegg og hárbeitt hnífsblaðið þrengir að hálsinum)

Ekki í verkahring hvers að elda mat ?

Eldaðu sjálfur dauðyflið þitt og dekraðu við konuna þína!

Þjóðólfur:
  • Fæðing hér: 23/10/06 10:53
  • Síðast á ferli: 2/11/06 11:52
  • Innlegg: 25