— GESTAPÓ —
voff
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/05
Það er bara enginn Guð

Í tilefni af félagsriti Haraldar um einn Guð verð ég að gera leiðréttingu, það er bara enginn Guð. Guð er hreinlega ekki til.

Í fyrsta lagi þá er trú okkar Guð sá sem við trúum á með Jesú og öllu því kjaftæði bara ein af ótalmörgum trúarbrögðum heimsins. Múslimar hafa Allah, Hindúar hafa Vishnu og hvað það allt heitir, Sioux-indjánar trúðu á sólina og það gerðu inkarnir líka. Rómverjar höfðu fjölda guða, svo og Grikkir hinir fornu, Egyptar og Gotar. Hvaða tal er þetta um einn Guð, hver getur sannað að þessi Gyðingaguð, Jaahve, sé sá eini rétti. Aðeins tilviljun ein réð því að við trúum á hann, hefði kristnin verið barin niður með meiri krafti í Rómverska heimsveldinu þá er allt eins líklegt að Jesú væri bara fótnóta í sögunni, jafnvel alveg gleymdur.

Í öðru lagi þá skortir allar sannir fyrir meintrar tilvist Guðs. Biblían er ekki sönnunargagn, enda er þar mikið ósamræmi og allt með ólíkindablæ skáldsögunnar. Þegar skorað er á trúaða að sanna tilvist Guðs þá segja þeir bara að "vegir Guðs séu órannsakanlegir". Og þeir vilja bara kannast við tiltekna hluti úr sköpuninni, blómin og fegurðin á að vera sönnun þess að Guð sé til og hann sé góður því þetta séu svo fögur sköpunarverk. En það talar enginn trúaður um að kjarnorkusprengjan sé komin frá Guði eða sýklavopnin.

Í þriðja lagi þá er skorturinn á að Guð beiti tyftunarvaldi sínu sem sagt er frá í Biblíunni sönnun þess að hann sé ekki til. "Hann" tekur fram í Gamla-testamentinu að hann banni hitt og þetta og hótar hörðum refsingum ef út af er brugðið. Það að fólk kemst upp með að brjóta þessi bönn dag hvern; borða svínaket, blóta foreldrum sínum, vera í klæðum úr meira en tveimur efnum, sannar það að hann er ekki til.

Í fjórða lagi þá er skýrt tekið fram í Biblíunni að Guð sé bara Guð Ísraels, Guð gyðingja. "Hann" margtekur það fram að hann hafi gert þetta og hioitt fyrir þjjóð Ísraels og því eigi hún að launa honum með trú sinni. Við erum ekki gyðingjar (flest) heldur af allt öðrum kynstofni. Keltneskum og norrænum. Við erum því að eltast við Guð sem vill ekkert með okkur hafa og er ekkert okkar Guð.

Í fimmta lagi þá er hegðun hinna trúuðu merki um að Guð sé ekki til. Halda menn að kirkjan myndi sanka að sér auð eins og hún gerir, bæði sú kaþólska sem og Íslenska Þjófkirkjan®, ef menn þar á bæ tækju mark á guðsspjöllunum. Hvað sagði Jesú? Erfiðara er fyrir ríkan mann að komast í himnaríki en úlfalda í gegnum skráargat! Þetta veit Benni 16.di. Þetta veit séra Karl Sigurbjörnsson. Samt halda þeir fjársvikunum áfram, þessari pottþéttu svikamyllustarfsemi. Og fordæma alla þá sem setja fram gagnrýni. Það er spilað á ótta fólks við hvað gerist þegar það deyr. Það er spilað á þann veikleika fólks að það vill reyna að borga sig út úr "vandræðunum", reyna aðmúta Guði. Og fulltrúar kirkjunnar vilja að Guði sé mútað, vilja fá peninga fólks. Og það er aldrei nóg, meira, meira, meira og meira. Helst hirða aleiguna af fólki og meira til. Að vísu er einstaka menn sem fatta ekki að þetta sé fjársvikastarfsemi, eins og Marteinn vesalingurinn Lúter sem mótmælti aflátssölunni. Og hvernig fór fyrir honum? Lúterska kirkjan nú á dögum er alveg jafn mikið á kafi i fjársvikastarfsemi og sú kaþólska. Ekki afþakkar Íslenska Þjófkirkjan® peninga. Og ég vil benda á að hún reynir allt hvað hún getur að koma í veg fyrir aðskilnað ríkis og kirkju á grundvelli þess að það sé hluti af einhverju hundrað ára gömlu samkomulagi um kirkjujarðir. Jarðir sem kirkjan komst á sínum tíma yfir með svikastarfsemi. Og hvarvetna er fólk er látið borga til kirkjunnar, ef ekki af eigin frumkvæði þá með lögum og skattlagningu. Og til hvers? Jú til að hægt sé að halda svikamyllustarfseminni áfram. Halda áfram að hafa kirkjur og presta til að predika yfir liðinu, fá fleiri til að trúa, fá fleiri til að gleypa við agninu, til að skrá síg í kirkjuna, trúa á Guð og borga. Borga, borga, borga. Og þótt maður trúi ekki þá þarf maður samt að borga til kirkjunnar, löggjafinn sér til þess. Nígeríu-svindl bréfin sem maður sér stundum eru bara barnaleikur miðað við þessa vel smurðu svindlvél, þessi tvöþúsund ára samfelldu fjársvikastarfsemi.

Í sjötta lagi þá afsannar stærðfræðin tilvist Guðs. Guð er sagður þríeinn, faðir, sonur og heilagur andi. Faðirinn er á himnum uppi og heilagur andi hlýtur líka að vera á himnum uppi. Því ekki er hann hér á jörðinni. Og ef sonurinn, Jesú var líka Guð, þá eru þeir báðir Guð. Nú eru báðir sagðir vera á himnum uppi og ekki geta báðir verið hinn eini Guð. Þá er réttast að álykta að hvorgur sé Guð => 1-1 = 0. Guð er ekki til.

   (2 af 7)  
5/12/05 06:01

Furðuvera

Jess! Jesssss! Glæsilegt rit.

5/12/05 06:01

Gaz

Jesús hatar fíkjur!

Skál!

5/12/05 06:01

Offari


Guð getur verið til þó hann sé ekki vinstrisinnaður.

5/12/05 06:02

Ugla

1.Múslimar eiga sama Guð og kristnir menn og í þeirra augum er Allah spámaður hans. Þeir viðurkenna Jesú sem spámann Guðs en ekki sem son hans.
2. Auðvitað er Biblían ekki sönnunargagn. Hún er skrifuð af mönnum. Hefur einhver haldið öðru fram?
3. Guð gaf manninum frjálsan vilja. Þann sama og kemur honum endalaust í vandræði.
4. Guð skapaði manninn í sinni mynd.
"Manninn" ekki "Ísraelsmanninn."
5. Hegðun mannfólksins og kirkjunnar hvorki sannar né afsannar neitt. Manninum var gefinn frjáls vilji sem hann hefur notað til góðra og slæmra verka frá upphafi sköpunarinnar.
Hef nú ekki trú á því að Karl Sigurbjörnsson sé neinn meiriháttar krimmi!
6. Jesú var ekki Guð. Hann var sonur guðs. Mannssonurinn.

Bottom lænið er bara það að þú hefur þína trú og ég mína, er það ekki bara ágætt þannig?

5/12/05 06:02

albin

Ég telst varla trúaður nema á pappírum. Og veit lítið um trúmál.
En kirkja er ekki bygging, þó svo að í daglegu tali séu ákveðnar byggingar kallaðar slíku nafni.

5/12/05 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég held að ég sé handviss að Guð sé ekkii til. Ef hún er til þá er henni sjálfsagt sama. Mikilvægast hlítur að vera að við öll hjálpumst að og gerum líf okkra allra , frá hinum minsta maur til hins stærsta hvals svo sársaukalaust sem við getum. Gerum við það þó trúlausir séum, þá getum við sofið gott hinn hinsta dag.

5/12/05 06:02

voff

Nei, það er vont þannig. Mörg helstu illvirki sögunnar hafa verið gerð með trúarbrögð sem "röksemd", allt frá krossferðunum yfir í átök kaþólskra og mótmælenda á N-Írlandi. Ég þarf vart að minna á meðferðina á gyðingum á 20. öld. Hvað var þar á ferðinni? Sú hugmynd trúaðra vesturlandabúa að gyðingar hafi tekið Jesú af lífi. Það er rót gyðingahaturs á vesturlöndum. Trúboðar hafa lagt í eyði marga framandi menningu til að neyða trúna á hvíta krist upp á fólk. Þar hafa mörg listaverkin farið á bálið, Guði til dýrðar. Bókabrennur eru nefnilega ekkert nýtt fyrirbæri, það hefur verið notað lengi í trúarbragðadeilum. Líka hér á Íslandi í kjölfar siðaskiptanna. Enginn veit t.d. hvaða dýrgripum við Íslendingar glötuðum í þeim bókabrennum. Kannski fór frumhandrit Njálu á bálið í Skálholti þegar þar voru brennd handrit "úr pápísku"? Og það mátti ekki gefa neitt út á prenti nema guðsorð, sálmþvarg og bænarugl. Engar fornsögur, engan veraldarskáldskap. Vafalasut hefur það líka orðið til þess að eitthvað af íslenskum menningararfi hefur glatast, glatast svo hann truflaði ekki fólk frá trúnni á Hvíta-Krist. Og hvað með nornabrennurnar? Þær eru tilkomnar vegna trúar á yfirnáttúrulegar vættir sem sagt er frá í Biblíunni. Og klerkar stunduðu nornaveiðar til að réttlæta kennivald kirkjunnar. Um þetta voru t.d. þættir um daginn á RÚV, nornabrennurnar og þá geðveiki alla saman. Skynsemin segir okkur að nornir séu ekki til. en hvað má skynsemin sín gagnvart trúnni á Guð, þennan algóða og almáttuga, sem lét brenna saklaust fólk fyrir meinta galdra, sjálfum sér til dýrðar þó svo að nú allir viðurkenni að galdrar séu ekki til, séu bara fáfræði, hindurvitni og heimska. En svona er nú hann Guðsi ykkar, hann hlær bara og klórar sér í hvítu skegginu þegar fólki er hent í vatn og látið drukkna til sanninda um að það sé ekki norn. En ef fólkið flýtur þá er það norn og þá á að brenna viðkomandi. Og guðsi bara hlær og gerir ekkert til að stoppa þetta, þrátt fyrir að vera "algóður og almáttugur".

Nei, trúarbrögð eru af hinu illa. Þau hamla því að fólk skoði heiminn og tilveruna í ljósi skynskeminnar. Og trúaðir eru alltaf að reyna að fá aðra til að trúa með því að reyna að fá fólk til að kasta burt skynseminni. Í stað þess að skoða heiminn út frá röksemdum á fólk að halda að til sé einhver Guð sem gerir hitt og annað. Í stað eðlisfræðilegra lögmála er kominn síðskeggjaður öldungar sem á að stjórna ööllu saman. Og sjá í Bandaríkjunum er farið að kenna þetta sem "náttúrufræði" til jafns við viðurkenndar kenningar um þróun lífsins. Og afleiðingarnar? Vísindasamfélagið þar er ekki lengur frjálst. Skoðanafrelsið er ekki lengur til staðar. Og til langs frama mun þetta hamla framgangi vísindanna. Allt vegna þess að fólk kokgleypir þessa lygaþælu um þennan meinta Guð.

Nei, höfnum Guði. "Hann" er ekki til.

5/12/05 06:02

Lopi

Er ekkert gott sem trúarbrögðin hafa gert. Er ekkert gott sem þjóðkirkjan gerir í dag?

5/12/05 06:02

hunandar

ég veit hver þessi gaur er sem þið kallið Guð!
hann var lítill drengur sem hoppaði milli pláhnetta
og var í snjókasti við erkióvin sinn haklembabb sem er einnig forrfaðir Aladýns hann Guð ykkar tók geimgrjót og var að hnoða hann saman með skvettu af DNA sem átti einnig að hafa ertandi áhrif á augun en honum skeikaði bogalistinn og geimsnjóboltinn endaði í sjónum á pláhnetunni "Jörð" svo að með týmanum þróuðust einfrumungar sem eru forfeður ykkar, þetta varð bara fyrir slysni skal ég segja ykkur börnin góð og hann Guð lagði á flótta sprangaði geggnum sólkerfið frá mars til Júpíter frá júpíter til Satúnus og hoppaði og hoppaði allveg stjarnanna á milli einnig stjarna sem heitta ekki neitt vita ekki nei og við blessunarlega sjáum ekki sem betur fer því Guð er ljóturog hann er bara krakki ég er búin að heyra í mömmu hans að skamman fyrir að koma of seint í mat það er bara verið að hafa ykkur að fíffffflum börnin góð og so elskið friðin og...

5/12/05 06:02

hunandar

Samt samála voff þarna uppi með krossferðir og svoleiðis trúaruppspuna sem sé trúin er bara uppspuni

5/12/05 06:02

Tigra

Voðalega finnst mér þú ákveðinn í því að eini guðinn sem gæti mögulega verið til sé kristinn.

5/12/05 06:02

Haraldur Austmann

Þeir sem trúa eru ekki ofstækisfólk. Þeir sem trúa ekki og geta ekki hamið sig í látunum að segja þeim trúuðu hvað þeir séu vitlausir að trúa, eru ofstækisfólk.

5/12/05 06:02

Haraldur Austmann

Þar að auki gef ég ekkert fyrir rökvísi þess sem kýs Framsóknarflokkinn því allir vita að hann er ekki til.

5/12/05 06:02

Kondensatorinn

Merkur pistill um þetta málefni. Trúarbrögð snúast auðvitað um að trúa einhverju.

5/12/05 01:00

feministi

Sjaldan hef ég séð jafn langt rit um eitthvað sem ku ekki vera til samkvæmt ritaranum sjálfum. Flokkast svona skrif undir að segja mikið um lítið eða segja mikið um ekkert.

5/12/05 01:00

Húmbaba

Kondensatorinn hefur lög að mæla. Að trúa einhverju er að treysta á eitthvað sem ekki er hægt að sanna, ekki satt?

Trúin er þannig byggð að hún stendur undir sér hvort sem sagan í biblíunni er sönn eða ekki, því ég tel að það skipti ekki nokkru máli hvort Guð sé til eða ekki.
Þegar einhver verður ástfanginn þá sjáum við það ekki. Enginn sér ást. En við sjáum hvernig hinn ástfangni verður, hann/hún ljómar, gleðst o.s.frv. Við sjáum hvernig ástin hefur áhrif á fólk. Þannig er t.d. vindurinn líka, við sjáum hann ekki, en við sjáum hvernig hann feykir hárinu okkar eða beygir grasið.
Þannig lít ég á trúarbrögðin, það gengur ekki út á hvort Guð eða hin æðri vera sé til staðar, heldur hvaða áhrif hún hefur á hegðun okkar, hvernig hún fær okkur til að hegða okkur betur.

Einu sinni, þegar ég var smákrakki hélt ég að ef ég borðaði nógu mikla kjötsúpu og kartöflur yrði ég jafn sterkur og Batman. Með það falska leiðarljós át ég nóg af hollum mat og varð þægari við matarborðið. Þó Batman sé ekki til gerði hann mér samt gott og hafði góð áhrif á líf mitt.
Er Guð ekki Batman fullorðna fólksins?

5/12/05 01:01

Hakuchi

Ég hef ávallt haft á tilfinningunni að trúleysisofstækismenn væru trúaðasta fólk í heimmi, nema hvað það væri ennþá inni í skápnum. Svona eins og örgustu hommahatarar eru að sjálfsögðu blússandi hommar í afneitun.

Hættu þessari afneitun voff mitt. Gakktu í ljósið. Finndu frið í frelsuninni. Hallilúja.

5/12/05 01:01

Bangsímon

Þó mér finnist jafn bjánalegt að rökræða um tilvist Guðs eins og að vitna í biblíuna í stærðfræðisönnunum, þá langar mig að segja að "Guð", "trú", "trúarbrögð", "kirkjan" og "trúaðir" er ekki sami hluturinn. Þannig að það er varla hægt að tala um kirkjuna eða gjörðir presta og annarra í röklegu samhengi um tilvist Guðs. Þetta er bara rökvilla.

5/12/05 01:01

krumpa

Er sammála Voff upp að vissu marki...og Haraldi líka? Getum við ekki bara öll verið vinir? Og haldið upp á Sabbathinn...er ofsalega trúlaus - en öfunda hálft í hvoru þá sem trúa - hlýtur að vera voða þægilegt að vera svona viss í sinni sök og öruggur um að vera hólpinn?!? Málið er bara að vera með agnarpínuopinn huga og vænan skerf af umburðarlyndi...

5/12/05 01:01

krumpa

Hei-var ekki annars búið að banna trúmáladeilur hér? Fólk verður svo voða æst eitthvað...

5/12/05 01:01

Hakuchi

Auðvitað verður fólk æst því það hefur afneitað hinni einu sönnu þjóðkirkjulegu lútersku. Allir þeir sem vita innst inni að þeir eru á beinni leið til vítis hljóta að vera æstir. Halliljúa.

5/12/05 01:01

krumpa

ÓH MÆ GOD. Hvað er annað hægt að segja?

Ef allt þetta lið fær í glitsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í krist
þá vaknar sú spurning hvort af nokkru sé misst
þó maður að lokum endi í annarri vist?

(skrifað eftir minni og með miklum fyrirvörum um það að rétt sé með farið...)

5/12/05 01:01

Finngálkn

Það er gott að geta leytað til svona manna eins og þín Voff, sem hafa öll svörin!
Annars merkilegt að það skuli vera til lífvera sem getur fullyrt það að ekkert sé stýriaflið annað en mannlegur máttur...

5/12/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Ég trúi á sjálfan mig, vísindin og getu mannsins til að nota vísindin sér til framdráttar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Þá sem trúa á æðri máttarvöld, skortir trú á sjálfa sig.

5/12/05 05:01

Bjargmundur frá Keppum

Voff tekur vissulega rangan pól í hæðina að tala eingöngu um kristna trú í umræðu sinni, því það gerir rök hans að auðveldara skotmarki. Það þýðir ekkert að ræða trúleysi á forsendum þeirra sem trúa. Einhver sagði að aldrei skyldi rökræða við hálfvita, því að hann dregur þig niður á sitt plan og vinnur þig á reynslunni. Að sama skapi er oft erfitt að rökræða við heittrúaða, því að þeir ræða málin á sínu plani, á sínum forsendum. Það endar oftast þannig að deiluaðilar eru sammála um að vera ósammála, að hver hafi rétt á að trúa á það sem hann vill o.s.frv.

Og Finngálkn; enga útúrsnúninga, það heldur því enginn fram að mannlegur máttur sé eina stýriaflið sem fyrirfinnst. Það segir ekkert til um hvort til séu æðri máttarvöld.

Allt tal um trúleysisofstæki er fásinna. Flestir þeirra sem kjósa að trúa ekki eru rólegt fólk sem virðir rétt annarra til að trúa og tjáir sig lítið. Auðvitað eru til þeir sem æsa sig yfir öllu sem tengist trú, alveg eins og margir trúaðir æsa sig yfir gagnrýni o.s.frv.

Sjálfur forðast ég það að ræða einstaka trúarbrögð. Ég virði rétt fólks til að trúa, en er engu að síður mjög andvígur trúnni sem slíkri. Vissulega er sætt og krúttlegt að sjá lítið barn biðja til guðsa, gott að fólk getur fengið von þegar hún væri annars ekki til staðar og frábært að kirkja stundi líknarstarf o.fl., þá er það ekki það sem málið snýst um. Dæmið er miklu stærra en svo.

Trú á almáttugan, góðan guð sem skapaði allt og alla veldur óneitanlega því að fólk skynjar veröldina á vissan hátt. Fólk vill firra sig ábyrgð. Afhverju ætti fólk að hugsa um umhverfið þegar guð skapaði það og sér um að það haldi sér? Myndi hann láta eitthvað hræðilegt gerast?
Bush og Blair hafa báðir sagt annars vegar að sagan muni dæma þá fyrir stríðin sem þeir heyja og hinsvegar að guð muni dæma þá. Í mínum eyrum þýðir það ofureinfaldlega að þeir ætli sér ekki að taka neina ábyrgð.
Og þegar maður sér að trúarbrögð hafa réttlætt og jafnvel verið kveikjan að stríðum í þúsundir ára, getur maður ekki annað en verið mótfallinn þeim.

Trúfrelsi er líka tilgangslaust þegar einni trúardeild er hyglt fram yfir aðra. Það að biskup Íslands þykist halda að hann geti haft áhrif á heimild annarra trúarfélaga til að gera það sem þau vilja þykir mér ótrúleg yfirgangsemi. Þjóðkirkja er tímaskekkja sem þarf að laga.

5/12/05 06:00

Finngálkn

Aldrei hefur nokkur maður skotið jafn illa af sér helvítis fótinn og þú Bjargmundur - við öxl! - Talandi um besservissera og fávita... Ja ég ætla samt alveg að rökræða þetta frekar við þig þarna illa skeindi aumingi og þú mátt hafa Voff tvíburann þinn með þér í liði... Ég bíð spenntur!!!

5/12/05 06:00

Bjargmundur frá Keppum

[aðgætir lappirnar á sér]

[finnur engin skotsár en hinsvegar fæðingarblett sem hann hafði aldrei tekið eftir áður]

hmm...

5/12/05 06:00

Bjargmundur frá Keppum

Og ég vil árétta það að ég hef engan kallað hálfvita eða fávita. Ef þú last það út úr textanum skaltu lesa hann aftur. Þó ég viðurkenni fúslega að líkingin var ósmekkleg og fyrir neðan beltisstað.

[kveinkar sér yfir öxlinni]

5/12/05 06:00

hunandar

Þar sem Lútersbull og Kirkjutrú Lúsífer og svoleiðis. Eru ekki sjálfmenntaðir pennar hér á ferð auðvitað veldur trú fáránlegum orðrómi en hvernin væri ef við Lútar myndum nú fara að skrifa einhver heiðingjarit gætu plömmað sig vel í littlu svörtu bókini ja og virðast vera sorasvartirpennar því ekki að SKRIFUM BIBBLÍUNA UP Á NÝTT OG ENGIN 12 SKREF EÐA SVOLEIÐIS BULL OG KJAFTÆÐI FUKK... hröklast aftur í bibblíuna með þumalfingur í munn

5/12/05 06:00

hunandar

Við munum öll drepast úr pest... nei nei æjæj vitlaus bók

9/12/05 17:01

Úlfamaðurinn

Veisti það Voff að fólk er búið að heyra þessa þvælu endurtekna í svo mörg ár að enginn nennir að hlusta á hana. Mér finnst svona þvæla ekki einu sinni fyndin sjálfur. Ég meina, í alvörunni. Þú ættir að gera skáldsögu byggða á svona hugmyndum, hver veit nema hún seljist.

9/12/05 17:01

Úlfamaðurinn

Ég er úlfheiðinn. Sagt er að margir séu hundheiðnir, en ég er úlfheiðinn, svo að kannski er ég skárri en allir hinir og staddur miklu lengra á undan - eða hvað? Er kannski enginn munur á að vera úlfheiðinn eða hundheiðinn, því að þar sem úlfurinn er forfaðir hundsins, þá er ég kannski á eftir......hmmmmmmm

voff:
  • Fæðing hér: 2/9/03 12:56
  • Síðast á ferli: 24/4/09 22:55
  • Innlegg: 167
Eðli:
Hundurinn Voff er hvoru tveggja flekklaus sál og glettin. Árvökull lögregluhundur með sérþekkingu á fangelsismálum.
Fræðasvið:
Afbrotafræði, fangelsisfræði, glæpasálfræði, lögfræði og guðfræði. Sjálfmenntaður að mestu utan starfsnám í fangelsum og eina önn bréfaskóla fangelsishunda í Austin Texas.
Æviágrip:
Fæddur einhvers staðar á Santa Fe vegi 1854. Skýtur síðan upp kollinum í ríkisfangelsum í Texas, Nýju-Mexíkó og Kansas, allt eftir því hvar Dalton-bræður eru staðsettir. Óvíst um dvalarstað eftir andlát teiknarans Morris, en þó talinn hafa verið innanhúss hjá Dargaud-útgáfufélaginu. Hvernig hann komst til Íslands og varð hluti af heimavarnarliði Baggalúts er flestum hulin ráðgáta.