— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilaði
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/08
Lýðræðisáhugi.

Í gær fór ég út úr bænum, í bíl með innfæddum.

Á bakaleiðinni sá ég a.m.k. tvö skilti þar sem einhver Duggan (eða hvað hann kallaði sig) var að biðla til fólks að kjósa sig.
Ég spurði samferðafólk mitt (sem er að flestu leiti afar vel upplýst fólk) hvaða kosningar væru, en það er ekki visst um það.

Í dag fór ég í bókabúð.

Inni í búðinni var búið að hengja upp plakat með kosningaáróðri. Ég tók sérstaklega eftir, neðst, að einhver kvenmaður var að biðja um atkvæði til að verða „deputy“.
Ég spurði afgreiðslumanninn (sem ég er orðinn lítillega málkunnugur) um hvað það þýddi, að vera deputy. Hann skildi mig ekki og kom og kíktí á plakatið. Var samt ekki viss.
Ég spurði hann því um hvers konar kosningar væri að ræða.
Hann sagðist halda að það væru einhvers konar bæjarstjórnarkosningar (ef ég skildi hann rétt), en að hann væri alls ekki viss, og hefði í raun alls engan áhuga á því.
Hann hefði jú bara í einhverju bríaríi leyft manni að hengja upp þetta plakat. (Það var, nota bene, á afviknum stað.)

Þess má einnig geta að í Ástralíu er kosningaskylda ef mér skjöplast ekki.

   (40 af 101)  
31/10/08 03:01

Jóakim Aðalönd

Er þeirri skyldu framfylgt?

31/10/08 03:01

Regína

Er þetta ekki dæmigert. Ef það er skylda, þá er það ekkert spennandi. Niður með skólaskyldu svo það verði gaman í skólanum!

31/10/08 03:01

Offari

Mér finnst að það ætti að skylda alla til að kjósa Framsóknarflokkinn.

31/10/08 03:01

hlewagastiR

Lýðræði er vont.

31/10/08 03:02

Golíat

Lýðræðið er skársti kosturinn, meingallað eins og það er.

31/10/08 03:02

Hugfreður

Lýðræði schrílræði.

31/10/08 04:00

Billi bilaði

Mér sýndist þessar kosningar taka u.þ.b. 2 vikur, þannig að allir ættu að geta kosið. Einhvern pata hafði ég af því að kosningaskyldunni væri fylgt eftir - vil þó ekkert fullyrða um það.

31/10/08 04:01

Upprifinn

Drífðu þig að kjósa þannig að þér verði hleypt á árshátíð.

31/10/08 04:02

Vladimir Fuckov

Sje kosið um alla mögulega og ómögulega hluti (sem þýðir að mjög oft er kosið) er þetta trúlega afleiðingin.

31/10/08 05:01

hlewagastiR

Lýðræði sá Hxxi? Punktur is?

31/10/08 05:01

Þarfagreinir

Í ljósi vangaveltna Vlads tel ég fulla ástæðu til að taka til skoðunar upptöku svipaðs kerfis í Baggalútíu, til að halda múgnum ánægðum en þó áhrifalausum með öllu - öh, ég meina, til að efla lýðræði og valddreifingu.

31/10/08 09:01

Ófrumlegt Nafn

ANARKÍ

31/10/08 10:00

Ívar Sívertsen

Lýðræði er fyrir kveifar og svindlara!

Billi bilaði:
  • Fæðing hér: 19/9/06 13:06
  • Síðast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eðli:
Ég er Billi bilaði,
í bragfræði var slyngur.
En skáldgáfunni skilaði
og skipti fyrir glingur.
Fræðasvið:
Harmleikir.
Æviágrip:
Fæddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og aðalleikari í Leikhúsi Billa bilaði (sem nú er komið úr Skrumgleypinum).