— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilađi
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 2/12/08
Ný dagsbrún

Smjörklípunni smurt var ţykkt
svo smakkađist hún best,
á veikindunum vel var hnykkt
svo veitt ţau gćtu frest
á kjötkatlanna kveđjuskál,
sem komast skal ţó hjá
ef ţagga tekst í ţjóđarsál
og ţingmenn dúsu fá.

En meinin sem ađ má nú sjá
ţau minna á stćrri kaun
sem okkur landsmenn alla hrjá,
svo af nú leggur daun:
ţví peninganna sárasótt
sálir ţeirra skar
sem fjöregg landsins, frelsi og ţrótt,
faliđ áđur var.

En núna dagsbrún ný ég vil
ađ nokkurn fái gaum.
Ţekkt er vel sem ţarf nú til
ađ ţennan vekja draum.
Stjórnarskrána styrkja á
og stöđva flokksins hald.
Ţrískiptingu ţarf ađ fá
svo ţingsins lifni vald.

Til Valhallar skal vísađ ţeim
sem varna ćtla ţví,
og hefja verkiđ, höndum tveim,
svo hverfi grćđgisţý.
Lýđveldiđ ţá lifnar viđ
og losnar fjötrum úr.
Auđmjúkur ég um ţađ biđ
svo upp nú stytti skúr.

   (48 af 101)  
2/12/08 01:00

Hugfređur

Stórgott!

2/12/08 01:00

Tina St.Sebastian

Nei nú gekkstu of langt! Ţú átt ekki skiliđ ađ lifa! Geir er VEIKUR, skilru, og ţađ má ekki gera lítiđ úr ţví og ţúrt bara ógissleg mannes...

Er ţetta annars ekki moggabloggiđ?

2/12/08 01:00

Garbo

Bravo!

2/12/08 01:00

Bölverkur

Hraustlega gert. Hipp húrrei.

2/12/08 01:00

krossgata

[Spennir upp regnhlífina]
Lítur nokkuđ út fyrir ţurrkatíđ?

2/12/08 01:00

Skreppur seiđkarl

Mér fannst Geir hafa grennst svakalega á stuttum tíma en ég hélt ţađ vćri vegna ţess ađ hann fengi svo mikiđ ađ ríđa.

2/12/08 01:01

Regína

Ţetta eru glimrandi vísur hjá ţér Billi.

2/12/08 01:01

Offari

Lifi byltingin.

2/12/08 03:02

Huxi

Ţađ gengur aldrei. Dagsbrún án Gvendar J. verđur aldrei barn í brók...

Billi bilađi:
  • Fćđing hér: 19/9/06 13:06
  • Síđast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eđli:
Ég er Billi bilađi,
í bragfrćđi var slyngur.
En skáldgáfunni skilađi
og skipti fyrir glingur.
Frćđasviđ:
Harmleikir.
Ćviágrip:
Fćddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og ađalleikari í Leikhúsi Billa bilađi (sem nú er komiđ úr Skrumgleypinum).