— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilaði
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 6/12/07
Hundaræktun

Samstarfskona mín í Nýja Sjálandi ræktar veiðihunda og skrifar greinar um hundaþjálfun í þarlend blöð.<br /> Eitt sinn yfir kvöldverði í Tasmaníu hélt hún smá fyrirlestur um hundaþjálfun fyrir mig, óvitann, með áherslu á þær fjórar reglur sem hún hefur að leiðarljósi.<br /> Ég ætla að skrifa það sem ég man af því hér í félagsrit svo að ég gleymi því ekki alveg.

Fyrsta regla:
Hundurinn étur alltaf síðastur.
Hundar eru hópdýr. Forystuhundurinn/parið étur alltaf fyrst, og síðan aðrir meðlimir hópsins í virðingarröð. Ef þú leyfir hundinum á heimilinu að éta á undan fjölskyldumeðlimum ertu að gefa honum til kynna að hann sé hærra settur en þeir sem á eftir honum éta.
Til þess að gefa hundinum algerlega til kynna virðingarröðina í fjölskyldunni þá á að láta börnin gefa honum að borða til skiptis.
Einnig á ekki að leyfa hundinum að borða fyrr en hann hefur samþykki þess sem setur í dallinn. Fari hann ekki að því skal taka dallinn.
Niðurstaða: Hundinum mun líða betur vitandi sinn stað í hópnum.

Önnur regla:
Hunsaðu hundinn í 5 mínútur eftir að þú kemur heim.
Hundar lifa fyrir hvern dag í einu. Eðlilegur dagur er þannig að forystuhundurinn/parið fer út að morgni í könnunarferð, og kemur svo síðar um daginn og fer þá kannski með allan hópinn í veiðiferð eftir að hafa fundið bráðina.
Þegar forystuhundurinn kemur aftur úr könnunarferð þá er eðlilegt að hinir hundarnir nálgist hann og skoði hvort hann sé ennþá hæfur til að vera forystuhundur. Hann, þess vegna, lætur sem þeir séu ekki til í nokkrar mínútur til þess að sýna fram á yfirburði sína. Geri hann það ekki þá er það veikleikamerki og þá fara hinir hundarnir að hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að vera foringi.
Hundar sem eru órólegir, eða viðþolslausir, þegar þeir eru einir heima, telja sig vera forystuhund í fjölskyldunni og það er óþolandi fyrir forystuhund að hans undir„hundar“ fari frá heimilinu án hans.
Niðurstaða: Hunsaðu hundinn þegar þú kemur heim. Fáðu þér kaffi, skoðaðu póstinn, láttu eins og þú ráðir öllu. Eftir nokkrar mínútur skaltu síðan taka eftir hundinum og þá er ekkert mál að láta vel að honum.

Þriðja regla:
Hundurinn fer síðastur út úr húsi, eða í gegn um hlið, þegar hann fer með út.
Það er meiriháttar mál fyrir hund að fara fyrstur af stað. Sá sem fer fyrstur af stað ræður.
Ef hundurinn hleypur á undan þér út um dyrnar, þá er hann foringinn, og hann ræður.
Þurfir þú að fara í gegn um hlið í göngutúrnum, þá ferð þú fyrst í gegn um hliðið.
Hlaupi hundurinn á undan þér, þá kallarðu hann til baka. Hlýði hann því ekki, þá snýrð þú við og heldur aftur heim.
Niðurstaða: Hundar eru alltaf að prófa mörkin og athuga hvort þeir séu í forystu. Ef þeir komast upp með það þá fara þeir að haga sér eins og forystuhundar.

Fjórða regla:
Taktu ábyrgð þegar gestir koma.
Þetta er eitthvað sem gott er að æfa með t.d. nágranna, eða sjaldséðum vini.
Það er mjög gott ef hundurinn á heimilinu lætur vita ef gestir koma. Það gera þeir úti í náttúrunni. En forystuhundurinn á síðan að taka yfir og skoða gestinn og bera á honum ábyrgð. Því þarf hundaeigandi að sýna sitt forystuhlutverk í hvert sinn sem gestir koma með því að láta hundinn vita að nú sé hann tekinn við og hundurinn geti slakað á.
Með því að fá einhvern sjaldséðan gest til þess að æfa það að koma í heimsókn er hægt að kenna hundinum að gera viðvart og slappa síðan af þegar foringinn hefur tekið yfir.

Samantekt:
Þessar fjórar reglur eru til að búa hundinum það fjölskylduumhverfi sem honum er eðlislægt að fylgja úti í náttúrunni.
Hundum sem eru í forystu í sínum fjölskyldum er hægt að breyta á mjög stuttum tíma sé þessum reglum fylgt þar sem það er eðlilegt að forysta breytist reglulega í hópnum eftir krafti meðlima hópsins.
Hundar sem skynja það að þeir séu ekki í forystu slappa mun betur af því að það er eðlilegt að forystu„hundurinn“ fara af heimilinu til að kanna landið. Hundurinn bíður þess að hann komi heim aftur og fari með hann í „veiði“ferð.

   (63 af 101)  
6/12/07 02:01

Dula

Þetta er mjög þörf grein og alltof margir sem hafa hundinn í svokölluðu forystuhlutverki á heimilinu. Hundar bíta nefnilega frekar lægra setta og það er ekkert grín ef rólegi heimilishundurinn þinn heldur að hann ráði.

6/12/07 02:01

krossgata

Þetta er örugglega mörgum hundaeigandanum holl lesning.

6/12/07 02:01

Skabbi skrumari

Kötturinn minn hagar sér eins og forystuhundur... hvað get ég gert?

ps: frábært félagsrit.

6/12/07 02:01

Billi bilaði

Skabbi, þú hefur um tvennt að velja:
Annað hvort sættir þú þig við það, eða færð þér hund.

ps: Takk.

6/12/07 02:01

Regína

Á ég þá að hætta að heilsa Doppu? Hún tekur hvort sem er alltaf fyrst á móti mér.

6/12/07 02:01

Ívar Sívertsen

Stórgott félagsrit! En kettir eru betri.

6/12/07 02:01

Garbo

Samstarfskonan greinilega með þetta á hreinu. Það þarf að setja sig inn í veröld hundsins til þess að ala hann upp en er hægt að ætlast til að maður heilsi ekki hundinum sínum þegar hann kemur svona óskaplega glaður á móti manni?

6/12/07 02:01

Billi bilaði

Regína, skv. þessu áttu bara að fresta því aðeins.

6/12/07 02:01

Billi bilaði

Garbo, já. Hann er að prófa þig. Ef þú svarar með eðlilegri mannshegðun þá ertu að gefa röng hundaskilaboð.

6/12/07 02:01

Regína

En Doppa er ekki minn hundur. Ég er gestur, má hún ekki heilsa mér fyrst hún er sú eina af heimilis"hundunum" sem er úti?

6/12/07 02:01

Billi bilaði

Jú, auðvitað. Doppa ber þá ábyrgð á þér þangað til húsbóndinn mætir á svæðið.

6/12/07 02:01

Regína

[Ljómar upp]

6/12/07 02:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hún frída mín blessuð er tíumánaða og verður svo glöð þegar það koma gestir í heimsókn að hon meiðir þá bókstaflega í gleðilátum.. Upp á síðkastið hefur verið ansi grisjótt milli heimsóknana til okkar . Hvað er til ráða Billi minn ?

6/12/07 02:01

Billi bilaði

GEH, þú verður að sýna að þú sért húsbóndinn, og taka það að þér að flaðra upp um gesti.

6/12/07 02:01

Dexxa

Mjög gott félagsrit.. einfaldar en mikilvægar leiðbeiningar fyrir hundaeigendur, sem allt of fáir fara eftir

6/12/07 02:01

Jóakim Aðalönd

Stórfínt félaxrit. Ég mun fara eftir þessum ráðum ef ég fæ mér nokkurn tímann hund.

6/12/07 02:01

Útvarpsstjóri

Virkar þetta líka á börnin?

6/12/07 02:01

Einn gamall en nettur

Maður hefur nú ekki hunda innandyra. Annars þarft félagsrit.

6/12/07 02:01

hvurslags

Já afbragðs upplýsingar - frábært rit.

6/12/07 02:02

Vambi Vöðvafjall

Hundar eru þurfandi. Mikið frekar vil ég eiga kött. Kettir hlíða manni ekki og maður þarf ekkert að hafa móral yfir því.

6/12/07 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

http://www.blocket.se/vi/16521932.htm

6/12/07 02:02

albin

Þetta er nú bara eitt besta félagsrit í langan ntíma að mínu mati.

Ém mun heimfæra þetta í barnauppeldi, enda nauðsynlegt að gera börnum ljóst hver ræður.

6/12/07 02:02

Kargur

Ég hunsa alltaf alla á heimilinu þar til ég er búinn að borða (fyrstur auðvitað).

6/12/07 03:00

Aulinn

Ertu að segja að þetta litla gerpi sem ég á haldi að hún sé einhverskonar foryrstuhundur? Stórgott rit og mun ég fara að segja þessari dræsu hver ræður!

6/12/07 04:02

Kargur

Ætli hundkvikindið þitt huxi ekki það sama um þig...

Billi bilaði:
  • Fæðing hér: 19/9/06 13:06
  • Síðast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eðli:
Ég er Billi bilaði,
í bragfræði var slyngur.
En skáldgáfunni skilaði
og skipti fyrir glingur.
Fræðasvið:
Harmleikir.
Æviágrip:
Fæddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og aðalleikari í Leikhúsi Billa bilaði (sem nú er komið úr Skrumgleypinum).