— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilaði
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/05
Leikhúsgaggrýni II.

Hjer á eftir fer gaggrýni á nýjustu uppfærslu Leikhúss Billa Bilaða.<br /> Sýnt var verkið "Billi Bilaði kaupir boga og ör".

Í kvöld var frumsýnt nýtt leikrit í Leikhúsi Billa Bilaða á Baggalúti, og var undirritaður viðstaddur sýninguna.
Þó að væntingar hafi ekki verið háar eftir síðustu sýningu leikhússins, þá má segja að þetta nýja verk hafi komið töluvert á óvart.
Leikhúsið hefur greinilega hagnast vel á síðustu sýningu því töluvert meiri íburður var í leikmynd og búið var að bólstra sæti fyrir almenning.
Á sviðinu blasti við háskerpuflatskjár af stærstu gerð. Var það gott því jafnvel áhorfendur á aftasta bekk gátu fylgst með öllu því sem fram fór.
Verkið var einleikur, og eina hlutverkið í höndum Billa Bilaða. Ekki var meira lagt í búninga en áður og var leikarinn enn í sömu fötunum. Stimpillinn frá IB var líka ennþá á enni hans.
Persónusköpun var frekar lítil en þó mátti sjá fleiri skapbrigði en áður. Billi er greinilega vaxandi leikari.
Leikritinu var skipt í tvo þætti og má segja að fyrri þátturinn hafi eingöngu farið í það að byggja upp spennu fyrir dramatískt lokaatriði verksins. Það tókst svo vel að sumir áhorfenda vöknuðu af værum svefni.

Í hljei var gaggrýnanda boðið upp á kakó og Blút og náði það að lyfta bæði honum, og leikverkinu, á hærra plan.

Sem fyrr var þetta þögult verk, og sögunni komið til skila með leikrænni tjáningu. Tókst það nokkuð vel upp.
Sýning tók rjett rúmlega 30 mínútur í flutningi og var það alveg mátulega langt. Þetta var eini flutningur verksins, og efast undirritaður um að hægt sje að endurflytja það svo vel sje.

Áhættuatriði sýningarinnar var mun hættulegra en áður og var það svo vel framkvæmt að undirritaður skilur ekki hvernig það er framkvæmt þannig að leikarinn lifi það af. Einn af fastagestum leikhússins tók að sjer að hringja í neyðarlínuna og koma leikaranum í viðgerð. Við sendum leikaranum okkar bestu óskir um bata.
Þess má geta að fagnaðarlæti gesta stóðu hátt í hálftíma að sýningu lokinni og hlýtur leikhúsið að vera mjög ánægt með þær viðtökur.

Samantekt:
Leikritið “Billi Bilaði kaupir boga og ör” sem sýnt var í Leikhúsi Billa Bilaða í kvöld fær 3 stjörnur.
1 * fyrir lengd sýningar og leikmuni, 1 * fyrir leikræna tjáningu og áhættuatriði, og að lokum 1 * fyrir aðstoð áhorfenda að sýningu lokinni.

Með góðum kveðjum,
Gaggrýnandinn.

ES: Þetta er mamma hans Billa. Jeg er hjerna á dýraspítalanum með honum, og segir læknirinn að þetta geti brugðið til beggja vona. Kærar þakkir til Offara fyrir hjálpina.

   (99 af 101)  
31/10/05 16:02

Offari

Vonandi nær hann bata svo við fáum aukasýningu, þetta var meistaraverk.

31/10/05 16:02

Günther Zimmermann

Ég er hjartanlega ósammála þessari gagnrýni! Viðmót leikara í garð áhorfenda var slíkt, að ekki er hægt að fara fram á minna en að þessi sýning fái fimm (5) stjörnur!

31/10/05 17:00

Jóakim Aðalönd

...jafnvel 6.

31/10/05 18:00

Skabbi skrumari

Bravó... sá þessa sýningu á spólu, tækið var þó eitthvað bilað og sá ég sýninguna því á fimm-földum hraða, nokkuð gott... ég er sammála Günther og Jóakim með stjörnugjöfina, stórkostlegt... salútíó

31/10/05 18:01

Vladimir Fuckov

Þessi leikhúsgagnrýnifjelagsrit eru stórskemmtileg og raunar enn skemmtilegri en leikhúsið sjálft [Ljómar upp]. Skál !

Billi bilaði:
  • Fæðing hér: 19/9/06 13:06
  • Síðast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eðli:
Ég er Billi bilaði,
í bragfræði var slyngur.
En skáldgáfunni skilaði
og skipti fyrir glingur.
Fræðasvið:
Harmleikir.
Æviágrip:
Fæddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og aðalleikari í Leikhúsi Billa bilaði (sem nú er komið úr Skrumgleypinum).