— GESTAPÓ —
Félagsrit:
misheppnað skápanörd
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/05
Nördar lifa skammt

ég er nörd

Í gamla daga nutu menn sín í óheilbrigðinu og skynsemi var orð sem var búið að krota úr orðabókum. Menn hengu inni í tölvunni klukkutímum saman, spiluðu risk svo dagur og nótt runnu í eitt og umfram allt pöntuðu pizzu og fengu hana senda þó að pizzastaðurinn væri í 2 minútna göngufæri. Ef menn fóru út var það yfirleitt til að gera nauðsynlega hluti eins og að fara í skólann. Menn fóru reyndar stöku sinnum í pool eða niðurí bæ til að drekka en fannst þó best að fara í drykkjuleik yfir "Uthers party" þegar lanað var. Hægt og rólega tóku hlutirnir að breytast. Þessir ungu og óheilbrigðu menn tóku uppá því að gera skynsamlega hluti og lifa heilbrigðu lífi. "Nei ég kemst ekki í risk session, klukkan er of margt", "nei ég kemst ekki í pool, það er kærustukvöld í kvöld" og mitt uppáhald "nei ég er að reyna minnka drykkjunna, ég er alveg ónýtur í ræktinni eftir að ég drekk". Og ég fylgdi með, ekkert lan, minna risk og tölvuleikirnir minnkuðu smám saman og hættu. Kærasta og ræktin komu í staðinn, ef engin kærasta var til staðar þá var það bara meiri líkamsrækt. Heilbrigði og skynsemi. Mér er nóg boðið af þessum nýja lífsstíl nördanna. Menn lana kannski en svo tínast allir út í "gym" pásu og í staðinn fyrir sveittan hamborgara eða pizzu er það grænmetisbátur á Subway eða Zerrano og auðvitað kristall með. Það eiga allir að halda í nördann í sér og gvud minn góður ekki gerast of heilbrigðir, það er bara hundleiðinlegt. Kannski er þetta bara einsdæmi með nörda sem lifa skammt og breytast í einhverskonar laumuhnakkanörda eða jafnvel bara laumuhnakka. Ég efa ekki að allir baggalýtingar séu með nördann nær hjarta en flest annað, en nördinn virðist lifa skammt í mönnum og því er ég algerlega á móti, þróun í átt að betri gildum, eins og þessum sem ég nefni nokkrum línum ofar, verður að stöðva. Svo ég hvet alla þá sem muna hvernig það var að vera nördi að halda vel í þá minningu og leyfa henni að blómstra útávið í formi almenns athæfis. Vakið fram eftir öllu í staðinn fyrir að fara að sofa á skikkanlegum tíma, farið í Riskpartý ekki partý og umfram allt drekkið mikið jafnvel þó þið farið í ræktina. Það er kannski vitlaust að kalla þessa grein Nördar lifa skammt, hún ætti heita "nördar umbreytast í heilbrigða laumuhnakka sem gleyma því hvað það er að vera nörd"

Lifi Nördinn í okkur öllum

   (1 af 1)  
9/12/05 18:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Lifi öll form nördisma! Sleppið líkamsrækt og takið til við að rækta hugann og húmorinn! Áfram leti og sveittur skyndibiti!

9/12/05 18:01

Hakuchi

Það er andlegt sjálfsmorð að ánetjast hnakkalífstíl.

Nörd sem hættir að nördast og 'gerir það sem fullorðnir gera' (s.s. horfir á sjónvarpið og labbar úti í joggíngalla) ætti að kæra fyrir morð á barninu í sér.

9/12/05 18:01

Offari

Ég er nörd.

9/12/05 18:01

misheppnað skápanörd

Hakuchi mér lýst vel á þig.
Ættir að gerast alheimsráðgjafi í félagsmálum með sérhæfingu í vonlausum fjölskyldum.

9/12/05 18:01

Kargur

Hvaða fjandans rækt er þetta? Eina ræktin sem menn eiga að stunda er búfjárrækt. Mér heyrist að vel megi ala búfé á þessum grænfóðurbátum og kristal, en mannamatur getur þetta varla talist.

9/12/05 18:01

Úlfamaðurinn

Ég mæli með tígrisdýra, nashyrninga og fílarækt, og jafnvel fýlarækt líka.

9/12/05 18:02

Tigra

Tígrisdýrarækt?
Nei heyrðu nú. Ég mótmæli því harðlega!

9/12/05 18:02

B. Ewing

Hver er til í Risk?

9/12/05 18:02

Hakuchi

Risk er svo 10 ára. Warhammer er málið.

9/12/05 19:01

Skabbi skrumari

Minn nörd nördast á Baggalút... jæja verð að fara í ræktina, sjáumst...

9/12/05 19:01

Þarfagreinir

Lifðu hratt, deyðu ungur, vertu bólugrafið lík.

9/12/05 19:02

Rasspabbi

Mér kemur eitt tölvufyrirtæki í hug hér í bæ... svipað ástand á þeim bæ.

9/12/05 20:00

Jóakim Aðalönd

Bæ.

misheppnað skápanörd:
  • Fæðing hér: 17/9/06 17:44
  • Síðast á ferli: 22/9/06 18:49
  • Innlegg: 20
Eðli:
Tjáning í formi skriftar hefur verið minn akkilesarhæll frá upphafi ásamt landafræði . Ákvað ég því að horfast í augu við hælinn og gerast skriftari á toppi toppanna.
Fræðasvið:
Samskipti við dýr menn og aðrar lífverur í alheiminum.
Æviágrip:
Fæddist heppnaður en varð misheppnaður þegar á leið.