— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/10
Hagyrðingamót þriðjudagskvöldið 29. nóvember.

Það er orðið langt síðan hagyrðingamót hefur verið haldið svo gagn sé að.
Nú skal blásið til slíks eftir rétta viku frá því þetta er ritað, þriðjudagskvöldið 29.nóvember klukkan 21:30.

Þátttakendur yrki um þetta:

1. Bið.
2. Blöð.
3. Bjór.
4. Allt.

Einnig er leyfilegt að yrkja um hvaðeina sem fólki dettur í hug að hinu undanskildu. Leynilegt yrkisefni verður tilkynnt á mótinu.

Óleyfilegt er öðrum en stjórnanda að tjá sig í óbundnu máli á mótinu. Stuðull skal í þriðju kveðu í frumlínum og höfuðstafur fremst í síðlínum nema forliður sé á undan.

Með von um að félagsrit þetta sé fræðandi, skemmtilegt og innihaldsríkt.

   (6 af 23)  
1/11/10 22:02

Bölverkur

Eflaust fjörug yrkjum við
eftir fremur skamma bið
glaðleg undir gleðiklið
glæsiljóð um mör og svið.

Glæsilegt framtak Regína, en á ekki að yrkja um Riddararaddir?

En, ég mæti og skal svo sannarlega kveða nokkrar hrundir upp í ból mitt.

1/11/10 22:02

Regína

Riddararaddir falla hér með undir fjórða lið.

1/11/10 23:01

hlewagastiR

Styrk mér stuðlar léðu
er stökuna ég orti.
Þó að þriðju kveðu
þessa alveg skorti.

2/11/10 01:00

hlewagastiR

þ.e.a.s.: þótt í þriðju kveðu,
Döh.

2/11/10 02:02

Regína

Skyldi nokkur mæta?

2/11/10 03:01

Regína

<Íhugar að fresta mótinu>

2/11/10 03:01

Billi bilaði

Ég veit líklega ekki fyrr en á þriðjudaginn hvort ég kemst.

2/11/10 03:02

Upprifinn

eru limrur þá alveg bannaðar?

2/11/10 03:02

Regína

Hehe, nei, þær eru leyfðar. Það er nú ekki hægt annað en gera vissar undantekningar.

2/11/10 03:02

hlewagastiR

Ég ætla alltaf að mæta en gleymi því líka alltaf.

2/11/10 04:00

Billi bilaði

Ég ætla alltaf að gleyma því að mæta en gleymi því líka alltaf.

2/11/10 04:00

Offari

Ég verð vist að boða forföll. Verð veikur næsta þriðjudagskvöld. Líklega einhver lungnapest því ég er svo andlaus þessa stundina.

2/11/10 04:00

Regína

Það er alveg hægt að slaufa þessu, eyða félagsritinu og láta eins og þetta hafi aldrei verið til. En þá týnast þessar flottu vísur sem eru komnar í belgina.
Svo er spáð skítakulda svo þið hafið ekkert annað að gera en að sitja inni í ullarsokkunum með blýant í króklopnum fingrum að yrkja á blað, með eitthvað hlýjandi í glasi.
Ég krossa bara fingur og vona það besta og held áfram að undirbúa mig.

2/11/10 04:01

hlewagastiR

Er þetta ekki svolítið eins og halda áfram með hið árlega hagyrðingamót í Kolbeinsey eftir að hún er sokkin í sæ?

2/11/10 04:01

Regína

Það er náttúrlega alveg brilljant! Hvenær eru þau haldin?

2/11/10 04:01

Heimskautafroskur

Stefni á að mæta, en óundirbúinn.

2/11/10 04:02

Günther Zimmermann

Endurkomu ekki hugði
á ég neitt í bráð.
En kannski þetta þjóðráð dugði,
þéttort verður skráð!

2/11/10 05:00

Vladimir Fuckov

Eigi teljumst vjer beinlínis til hagyrðinga; er þó eigi með öllu óhugsandi að vjer rekum aðeins inn nefið.

2/11/10 05:01

Regína

Glæsilegt!

2/11/10 05:02

Skabbi skrumari

Ég mæti..

2/11/10 05:02

Barbapabbi

Best að reka inn fésið.

2/11/10 06:01

Heimskautafroskur

Afsakið, en auðvitað gleymdi ég þessu.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.