— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/08
Tilvistarkreppa.

Fyrir um það bil tveimur árum var til kvæðaspjallborð sem hét Kvasir. Það er týnt og tröllum gefið núna, því miður, mér finnst ég aldrei hafa verið eins virk og góð í leirburðinum eins og ég var þá og þar. <br /> Ég skráði mig inn undir nafninu Sóley.<br /> Þegar ég var dag nokkurn að hreinsa skriðsóleyjar úr blómabeði fóru hendingarnar að þyrlast um höfuðið:

Út í garð minn geng á vori,
gremst mér fífill, svei.
Upp skal rætt með arfamori
öll mín skriðsóley.

En þar sem úti bogra í beði
brýst sú hugsun fram:
Skríður um í skrúðgarðspeði
skriðsóley í ham.

En ef mér tekst loks upp að slíta
allt sem skal í hnig
og vammlaust beðið virðar líta:
Hvað verður þá um mig?

   (11 af 23)  
5/12/08 05:01

Grýta

Flott kveðið!
En sóleyjar eru svo fallegar, ekki slíta þær upp.

5/12/08 05:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegt - Kvasir var skemmtilegt...

5/12/08 05:01

Snoturt þetta og fagurt kveðið, skál!

5/12/08 05:01

Blöndungur

Þetta þótti mér fallegt.

5/12/08 05:02

Þarfagreinir

Flott pæling. Ég hef oft hugsað á sömu nótum sjálfur.

5/12/08 05:02

hlewagastiR

Er til afrit af Kvasiskveðskap öllum?

5/12/08 05:02

Garbo

Vorlegt og fallegt kvæði og ég held að það verði allt í lagi með þig. Skál!

5/12/08 05:02

Skabbi skrumari

hlewa... svo er víst ekki.

5/12/08 05:02

Heimskautafroskur

Afbragð!

5/12/08 06:00

Billi bilaði

Gott sem fyrr.
Mínar Kvasis-vísur á ég að eiga allar, en annarra ekki.
Háttatalshesturinn þar var orðinn langur og góður - synd ef hann er allur týndur.

5/12/08 06:00

Regína

Hann er til allur. Ég á líka allar mínar.
Og Grýta, ég er sammála þér, sóleyjar og fíflar eru falleg blóm. Þær áttu samt ekki að vera þarna.

5/12/08 06:00

Jarmi

Hmmm, þið látið þetta hljóma eins og maður ætti að passa vísurnar sínar. Sem betur fer eru mínar svo lélegar að það er ekkert verðmætatap ef þær hverfa.

En tilvistarkreppan þín er flott.

5/12/08 06:01

krossgata

Ég man að hafa lesið þetta á Kvasi. Mér finnst þessar vísur ná vel hvernig hugurinn reikar eitt og annað þegar maður vinnur t.d. í garðinum.

5/12/08 06:02

Skabbi skrumari

Ég á ekki allar mínar... en háttatalshestinn á ég í heild, Billi ég skal senda þér hann núna...
Aftur á móti vista ég allt sem ég og mín egó yrkja hér - uppfært síðast einhvern tíman í apríl...

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.