— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/07
Í einlægni.

Uppáhaldsþráðurinn minn í gegnum tíðina hefur verið „Spurt eftir spurninguna“. Þangað hefi ég leitað ef mér leiðist, og ekki síður þegar skapið er gott og sköpunargáfan til staðar. Það er oft virkilega gaman að fylgjast með því þegar einhver kemur með spurningu sem virðist ekki hægt að svara nema með svari, en er samt svarað með annarri spurningu, ekki síst þegar manni tekst það sjálfum.
Einhvern tíma varð ég eitthvað óánægð og spurði hvort ekki ætti að velta umræðunni yfir á næsta plan. Umsvifalaust barst umræðan að tunnum. Þetta var voða sniðugt í marga mánuði, alveg marga marga. Svo fór ég að verða leið á því, og ég hef orðið vör við að það á við um fleiri.
Enn er verið að tala um tunnur, þrátt fyrir sífeldar kvartanir okkar sem erum leið á þeim. Ég veit, elsku vinir að þetta er ekki illvilji heldur bara góðlátleg stríðni. Ég er alveg viss um að þetta merkir ekki að þið eruð hugmyndasnauð og dettur ekkert annað í hug.
Það er miklu frekar merki um hugmyndaleysi þegar spurt er að einhverju sem er alveg út í hött, eins og borið hefur við.

Einfaldast fyrir mig er að hætta á þessum þræði, og ef tunnutalið heldur áfram býst ég við að það verði niðurstaðan. Mig langaði bara að láta ykkur vita.

   (14 af 23)  
1/11/07 22:01

hlewagastiR

Þessi þráður hafði alveg farið framhjá mér. Ég leit á hann eftir lestur þessa rits og komst að því að þetta er nokkuð skemmtilegur leikur þegar vel tekst til. Þar sem ég er ekki innvígður þarna náðu tunnurnar ekki að angra mig en vel trúi ég því að þær séu til ama ef þær hafa þróast upp í einhverja svikamyllu til að ljúga sig út úr hverri klípu.

Það er annars með ólíkindum hvað maður getur rekist á mikla fjársjóði hér á Gestapóinu og undarlegt að maður hafi látið þá framhjá sér fara. Dæmi um þetta eru hin mýmörgu félagsrit Sundlaugs um Ýsfirska fyndni. Ég hafði fyrir einhverja vangá flokkað þessi rit með efni sem maður nennir ekki að lesa. Hvers vegna skil ég ekki. Ég uppgötvaði svo þessa pistla fyrir um mánuði og las þá alla í belg og biðu. Allan þennan mánuð hef ég svo verið að reka upp hlátursrokur annað veifið - vakinn sem sofinn - þegar mér verður hugsað til mannlífsins í Ýsufirði.

1/11/07 22:01

Skabbi skrumari

Er enn verið að spyrja um tunnurnar?

Annars finnst mér að konungurinn ætti að skipa sér þráðarráðgjafa sem sér um að finna skemmtilega þræði sem hann gæti hafa misst af, það er náttúrulega ótækt að konungurinn sjálfur missi af því skemmtilegasta sem er að gerast í hans ríki...

Ég skal allavega hætta að spyrja um tunnur... Skál

1/11/07 22:01

Don De Vito

Já þessi leikur.

1/11/07 22:01

Jarmi

Ég hef bara gaman af þessum leik þegar það tekst að fá söguþráð í gang. Td. a: manstu eftir dóra? b: hverjum? a: átti pabbi hans ekki sjoppu? b: þessa með sælgætið á útsölu? a: eða var það hóruhús? b: er sælgætið nokkuð á útsölu þar?

Og svo fram eftir götunum. Eins og leikurinn er spilaður oftast þá leiðist mér hann. Því að allt of oft svarar fólk bara út í hött, samhengislaust.

1/11/07 22:01

Tigra

Heyrðu við förum bara út í að breyta þessu Regína! Hunsum Tunnurnar!
Líka sammála Jarma, skemmtilegast að hafa samhengi.

1/11/07 22:01

krossgata

Ég hef líka gaman af þessum leik. Ég verð líka stundum þreytt á tunnunum. Ég held að tunnutalið geti alveg virkað ef það er ekki tekið upp nema kannski í september og látið vera það sem eftir lifir vetrar, að því gefnu að það renni mjúklega inn með samhengi og jafn mjúklega út aftur með þróun umræðunnar.

1/11/07 22:01

Huxi

Mæl þú kvenna heilust (drottning). Það eru nú orðnir nokkrir mánuðirnir síðan ég gafst upp á þessum þræði. Ef tekst að koma í gang tunnulausum söguþræði, þá er ekki ósennilegt að ég styðji við hann með misgáfulegum innleggjum.

1/11/07 22:01

Regína

Svona upp á seinni tíma sagnfræði þá er síða 460 í gangi þegar þetta rit er sett inn.

Og takk Don de Vito fyrir að byrja á þessum leik.

1/11/07 22:01

Herbjörn Hafralóns

Ég lofa því að hætta að spyrjast fyrir um tunnur, en ég veit að Upprifinn verður ekki kátur, því tunnurnar eru hans hjartans mál.

1/11/07 22:01

Billi bilaði

Má Upprifinn þá ekki spurja um tunnur í þessu félaxriti í staðinn?

1/11/07 22:01

Garbo

Æ Regína nú ætla ég að rífa smá kjaft. Mér finnst alltaf hæpið að vera að segja fólki um hvað það má tala hér og hvað ekki. Þú mátt auðvitað hafa þínar skoðanir en meðan einhverjum er stríðni að því að talað sé um tunnur verður talað um tunnur. Trúðu mér, ég á þrjá bræður sem gerðu sitt besta en nú veit ég að það nennir enginn að stríða nema einhver taki stríðnina til sín.

1/11/07 22:01

Billi bilaði

Upprifinn þó! Lætur frúna rífa kjaft fyrir þig.
Öðruvísi mér áður brá.
<Stekkur skríkjandi út af félaxritinu>

1/11/07 22:02

Garbo

Fyrirgefðu. Auðvitað eru þessar tunnur óþolandi.

1/11/07 22:02

Billi bilaði

Er þá komin niðurstaða?

1/11/07 22:02

Regína

Garbo, ég er ekki að segja neinum hvað má og hvað ekki, ég er bara að segja mína skoðun þannig að eftir sé tekið. Þar að auki eru langar hefðir fyrir þvi hér að segja hvað má segja og hvað má ekki segja. Sumt er jafnvel þess eðlis að það skiptir verulegu máli, þetta er ekki eitt af því.

1/11/07 22:02

Billi bilaði

Af hverju ekki? <Vonar innilega að fólk hætti að svara spurningum hér>

1/11/07 23:00

Upprifinn

Síst af öllu vil ég hrekja fólk út af þessum umtalaða þræði. En þess bera ð geta að ég á ekki mörg innlegg á honum en þegar ég skrifa á hann spyr ég stundum um tunnur það er alveg satt.
ég skal spurja sjaldan um tunnur en ég lofa ekki að hætta því alveg.

1/11/07 23:00

Vladimir Fuckov

Líkt og áður hefur komið fram erum vjer víst í hópi þeirra sem eigi eru með umræddar tunnur í miklu uppáhaldi. Skál !

1/11/07 23:01

Golíat

Ég vil gjarnan hitta Upprifinn við tækifæri og gera útum eignarhaldið á tunnunum.
Sloppur þóttist eiga þær á bls 167. Svo er ekki.
Upprifinn var nú ekki betur að sér en svo að á bls 148 spurði hann ,,Hvaða tunnur?"
Til að taka af öll tvímæli, ég á tunnurnar og planið. En þín vegna Regína, skal ég reyna að spyrja um eitthvað annað, stundum.

En auðvitað er spurt eftir spurninguna þráður þráðanna.

1/11/07 23:01

Hexia de Trix

En ekki hvað?

1/11/07 23:01

Jarmi

Besta ráðið er auðvitað að ekki spila leiki sem hafa (eða hafa ekki) vissar reglur.
Mitt ráð til þín kæra Regína er að stofna nýjan leik og setja reglur um bann á öllum tunnum. Þeir sem eru sammála þér leika þá með þér þar, þeir sem eru ósammála halda áfram á sínum nótum. Allir sáttir.

1/11/07 23:01

Regína

Þakka þér fyrir þetta góða ráð Jarmi.
Ég ætla samt ekki að fara eftir því. Nema ég stofni þráð þar sem aldrei má minnast á tennisspaða ... nema í sambandi við kókosmjólk ...

2/11/07 02:02

Ívar Sívertsen

Afsakið... ég hafði ekki séð þetta félagsrit fyrr en nú og mér var bent á það áðan. Ég skal lofa að minnas ekkert á tunnurnar aftur [skammast sín]

2/11/07 02:02

Billi bilaði

<Spengir járngjarðir utan um Ívar>

2/11/07 02:02

Ívar Sívertsen

[hleður plönkum utan um Billa]

2/11/07 02:02

Billi bilaði

<Nær í plánkastrekkjara>

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.