— GESTAPÓ —
Narfi
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Tónlistin Auðgar Andann

Ahhh, hvað tónlistin gerir mér gott.

Endalaust framboð virðist vera á hljómsveitum þessa dagana sem eru reiðubúnar til að leggja land undir fót og heimsækja okkur, Kúreka Norðursins.

Mikið hef ég velt fyrir mér hvaða hljómsveit mig langar til að fá næst. Nú eru Hvítu Rendurnar að koma og Járnsleikjarnir ný farnir og persónulega hefði ég ekkert á móti því að fá Rúllandi Steina eða Þræla Hljóðsins.

hvað sem öðru líður þá verð ég samt að segja að aldrei held ég að ég komi til með að þreytast á þessarri víðu og blómstrandi tónlistar flóru sem hingað berst með Golfstrauminum.

   (2 af 3)  
1/11/04 01:01

Goggurinn

Ég legg sterklega til að þú lærir reglur um stóra stafi...

1/11/04 01:01

Narfi

hér erum við komnir til að tala um tónlist en ekki aumar stafsetningarreglur!
annars verða ummæli þessi tekin til athugunar fyrir næstu greinaskrif.

1/11/04 01:01

Hakuchi

Jack White mun aldrei verða hvítari en Michael Jackson. Sama hvað hann reynir.

1/11/04 01:02

Narfi

Nei en hann mun engu að síður glóa á sviðinu 20. nóvermber.

1/11/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Ég er um þessar mundir að kynna mér salsa, enda í réttu heimsálfunni. Einnig er gaman að kynna sér dæmigerða tónlist inkanna.

1/11/04 02:00

Sverfill Bergmann

Narfi minn, lærðu nú stafsetningarreglurnar sem Goggurinn talar um...

Og ekki skrifa meira fyrr en þú ert búinn að því...

1/11/04 02:00

Narfi

Nú þykir mér aldeilis að mér vegið! hér áður var ég búinn að afskrifa öll frekari afskipti af stafsetningu minni í greinarskrifunum hér að ofan. hér eiga menn aðallega að tala um tónlist. Taka vil ég fram að Goggurinn hafði vissulega eitthvað til síns máls en hann hefði samt frekar mátt senda mér mail. En að Sverfill hafi gerst svo frakkur að nefna þetta aftur, eftir að ég var búinn að segjast ætla taka málið til athugunar finnst mér út yfir öll mörk!
hættum nú allri vitleysu og förum að tala um tónlist hér! Næsti pistill minn mun svo vonandi innihalda færri stafsetningarvillur.

1/11/04 07:01

Dr Zoidberg

Velkominn aftur gamli.

Narfi:
  • Fæðing hér: 28/8/03 16:56
  • Síðast á ferli: 29/10/05 06:30
  • Innlegg: 0
Eðli:
Óprúttinn og óskammfeilinn veigrar sér hvorki fyrir mönnum né dýrum. Engu að síður verður því seint neitað að maðurinn er alveg fjallmyndarlegur.
Fræðasvið:
Andrés önd og félagar frá árunum 1985 til 1990.
Æviágrip:
Fæddur árið 1914 í Öndverðanesi í Skeiðarárdal. hann hefur löngum unnið í seglagerinni við raflagnir og oft farið í splitt við það.
Segjum við þá þessu stutta ágripi lokið en þeir sem vilja fræðast betur um hann er bent á að senda mér skilaboð eða Lesa ævisögu hans sem fæst í Eymundson Austustræti við hliðina á Tímamótaverkum Czrytchies.