— GESTAPÓ —
Fræ
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/08
Topp tíu listi. Sextán.

Þetta er topp tíu listi.

Topp tíu listi yfir þyngstu landspendýrin:

Tíu. Górilla (Gorilla gorilla gorilla) 275 kg.

Níu. Síberítígur (Panthera tigris altaica) 360 kg.

Átta. Drómedari (Camelus dromedarius) 690 kg.

Sjö. Grábjörn (Ursus arctos) 780 kg.

Sex. Elgur (Alces alces) 825 kg.

Fimm. Amerískur vísundur (Bison bison) 1000 kg.

Fjögur. Gíraffi (Giraffa camelopardalis) 1930 kg.

Þrjú. Hvítur nashyrningur (Ceratotherium simum) 3600 kg.

Tvö. Flóðhestur (Hippopotamus amphibius) 4500 kg.

Eitt. Afríkufíll (Loxodonta africana) 7500 kg.

P.S: Húsdýrum eins og nautgripum og hestum er sleppt. Ekki fannst mér ástæða til að hafa bæði indverskan fíl og afrískan, en þess í stað beindi ég sjónum að þyngstu spendýrum innan dýraflokka.

   (6 af 21)  
2/12/08 11:00

Ívar Sívertsen

Af hverju er ég ekki à þessum lista?

2/12/08 11:00

Dula

Þú nærð nú ekki einusinni smálest Íbbi.

2/12/08 11:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

[Smalar saman húsdýrunum sem Fræ sleppti]

2/12/08 11:00

Jarmi

Hvað með ursus maritimus? Er hann ekki þyngri en ursus arctos? Jæja kannski ekki ef við tölum um ursus arctos middendorffi.

2/12/08 11:00

Grágrímur

Ef maður fláir flóðhest (ekki það að ég mæli með því... hann verður svo fúll) þá er bara húðin eitt tonn.
Þessi ófróðleiksmoli var í boði Stephen Fry og QI.

2/12/08 11:00

Regína

Það er auðveldara ef flóðhesturinn er dáinn.

2/12/08 11:00

hlewagastiR

Ívar. það stendur að húsdýrum sé sleppt.

2/12/08 11:01

Wayne Gretzky

Flær maður ekki flóðhestinn?

2/12/08 11:01

Vladimir Fuckov

Á þennan lista vantar íslenska aðalloðfílinn.

2/12/08 11:01

Grágrímur

Það finnast engar flær á flóðhestum... þeim leiðast flóðhestar.

2/12/08 11:01

Hexia de Trix

Vlad, hvað er íslenski aðalloðfíllinn þungur? Og er það ekki rétt munað hjá mér að hann er helst að finna fyrir norðan, eins og svo margt annað sem er "aðal"?

2/12/08 11:01

Nermal

Kraftajötuninn Torfi Ólafsson er að norðan. Hann er kallaður Loðfíllinn. Hann var allaveganna hátt í 200 kg.

2/12/08 11:02

Huxi

Villti asíski vatnabuffallinn,(Bubalus bubalis eða Bubalus arnee) er móðgaður við þig Fræ. 1100 - 1200 kg er svo sannarlega næg ástæða til að komast í 5. sætið. Svo má líka geta þess að dýrategundinni Maður (Homo sapiens sapiens) hefur náð yfir 600 kg. þyngd.
Og við það dettur Tigra af listanum fyrir Ívar...

2/12/08 11:02

Einstein

Ég hélt að hvítabjörn væri stærri en sá grái (eins og albin benti réttilega á). Ágætis samantekt að öðru leyti.

2/12/08 11:02

Garbo

Mig langar í gíraffa.

2/12/08 12:00

Grágrímur

Huxi. ég held að verið sé að tala um almenna meðalþyngd tegundarinnar og 600 kg er ekki meðalþyngd mannskepnunar... þó það gæti gerst í framtíðinni og Þó svo Ívar tilheyri henni.

2/12/08 12:01

bauv

Gott að vita að ég er ekki þarna.

2/12/08 12:02

Fræ

Huxi: Já tarfurinn verður allt að 1200kg en ekki kýrin, hún verður mest rúm 800 kg, meðal þyngd tegundarinnar er því ekki meiri en Amerískur vísundur (Bison bison).
Ég stend við mína lista og þeim verður ekki hagrætt eftir að þeir líta dagsins ljós.

2/12/08 12:02

Huxi

Af hverju er þá ekki Asíski villti vatnabuffallin, (Bubalus arnee) í sjötta sæti? Ekki eru það sama tegund og Ammeríski vísundurinn (Bison bison). Þeir eru svona álíka skyldir og sauðfé og geitur...

2/12/08 12:02

Huxi

Svo þykir mér skjóta skökku við að þú tilgreinir að Síberíutígurinn (Panthera tigris altaica), vegi 360 kg. sem er ansi nærri hámarksþyng karldýrsins, sem er samkvæmt mínum bestu heimildum 384,4 kg. Hámarksþyngd kvendýrsins er u.þ.b. 180 kg. og því ætti þyngdin, samkvæmt meðaltalsútreikningum þeim sem þú beitir á Vatnabuffalinn að vera 280 kg. en ekki 360...

2/12/08 19:02

Skreppur seiðkarl

En Huxi, hvað um ef tekið er mið af manninum? Samkvæmt mínum heimildum getur karldýrið orðið hátt í 700 kíló og kvendýrið jafnvel þyngra þannig að meðalþyngdin ætti að vera í kringum 700 */- 50 kíló.

Heimildaskrá: http://www.dimensionsmagazine.com/dimtext/kjn/people/heaviest.htm

2/12/08 19:02

Skreppur seiðkarl

Reyndar er best að geta þess að þessi sama skepna er að mestum líkindum sú allra gráðugasta í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur en það þekkist ekki hjá neinni annarri tegund sem ég veit af. Við erum meira að segja svo gráðug að við étum rabarbara, eitthvað sem ekkert annað dýr étur nema kannski sniglar.

2/12/08 19:02

Skreppur seiðkarl

En hvað svo með t.a.m. rostunga? Afhverju eru þeir ekki á þessum asnalega og alls ótæmandi lista? Ekki eru þeir húsdýr en þeir eru þyngri en andskotinn sjálfur.

2/12/08 22:02

Huxi

Sæfíllinn er eiit þyngsta spendír sem lifir á landi og sá sem mældur hefur verið þyngstur, vóg heil 5 tonn. Meðal þyngd brimlanna er um 3600 kg. og urtanna um 680 kg. Það eru alveg 2,1 tonn að meðalatali. Gíraffinn dettur greinilega niður í 5. sætið...

3/12/08 01:01

Álfelgur

Þokkalega vinn ég ykkur öll!! Nanana búú!

Fræ:
  • Fæðing hér: 26/4/06 12:17
  • Síðast á ferli: 1/3/13 20:56
  • Innlegg: 303