— GESTAPÓ —
Fræ
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/07
Topp tíu listi. Þrettán.

Þetta er topp tíu listi.

Topp tíu listi yfir atriði sem gætu orðið til þess að ég mætti á árshátíð Gestapóa.

Tíu. Ef Útvarpsstjóri mætir með spilin og við tökum Lomber.

Níu. Ef Vatnar Blauti mætir með glímubeltin og við tökum nokkrar glímur.

Átta. Ef að minsta kosti þrjár Gestapíur mæti í fáránlega stuttum pilsum.

Sjö. Ef hljómsveitin tekur "Vendihnappur er Óli Lokbrá".

Sex. Ef að minsta kosti þrjár Gestapíur vilja dansa við mig.

Fimm. Ef engin hætta er á Blútskorti.

Fjögur. Ef Skabbi skrumari skálar við mig í Ákavíti.

Þrjú. Ef að minsta kosti fimm Gestapíur kyssa mig.

Tvö. Ef hljómsveitin spilar þemalagið mitt.

Eitt. Ef rútan stoppar á árinu 2999.

   (9 af 21)  
1/11/07 01:00

Skabbi skrumari

Ég skal skála við þig...

1/11/07 01:00

Grágrímur

Þú gerir þér grein fyrir að ef þú mætir ekki þá eru engar líkur á áð þetta gerist, en ef þú mætir hefurðu aukið líkurnar á að þetta gerist um 100%... allavega..

1/11/07 01:00

Billi bilaði

Ég held að þú ættir a.m.k. að fá 50% af þessu fram. Hvað er annars ásættanleg prósenta?

1/11/07 01:00

Ívar Sívertsen

Hvaða lag er Vendihnappur er Óli Lokbrá og hvert er þemalagið þitt?

1/11/07 01:00

Huxi

Ég held að ég geti fullyrt það hér og nú að rútan verði áræðanlega stoppuð árið 2999. Þetta rútudót endist í mesta lagi í 25 - 30 ár, og ekki er hægt að troða henni í tímavélina...

1/11/07 01:01

Regína

Hvernig veistu (Huxi) að það er ekki hægt að setja rútuna í tímavélina? Hefurðu séð hana?

Geturðu (Fræ) skilgreint nánar hvað fáránlega stutt pils er sítt?

1/11/07 01:01

Útvarpsstjóri

Ég tekk spilin með.

1/11/07 01:01

Billi bilaði

„Vendihnappur er Óli Lokbrá“ gæti væntanlega útlagst sem „Enter the Sandman“?

1/11/07 01:01

Don De Vito

Pils eiga í flestum tilfellum (fer eftir því hver klæðist pilsinu) að stoppa um það leyti sem þau byrja.

1/11/07 01:01

Tigra

Er þá ekki bara um að gera að mæta með belti en í engu pilsi?

1/11/07 01:01

Kargur

Eru snípsíð pils ekki nokkurn vegin nógu löng?

1/11/07 01:01

Upprifinn

Jú sennilega

1/11/07 01:01

krossgata

Þar sem Huxi er nýbúinn að taka upp nýjar birgðir af frosti og snjókomu er allsendis óvíst að ég taki snípsíða pilsið fram. Set dans og kossa í nefnd.

1/11/07 01:01

Huxi

Ég var að meina sko hérna tímavélina sko sem var í sjónvarpinu sko sem Fræ var í þátturinn sko. Ég veit ekkert um sko tímavélina hans Vlads sko alls ekki neitt. Tíu puttar upp til Enters og allt ég get svo svarið það sko...

1/11/07 01:01

Huxi

Krossa: Stutt pils má hylja með síðum vetrakápum á meðan dvalist er utandyra.

1/11/07 01:01

Anna Panna

[Styttir pilsið sitt og setur stút á munninn og vonar að það hjálpi Fræ að ákveða sig]

1/11/07 01:01

Upprifinn

Allar stelpur úr að ofan,..............,,...,,.,... og neðan. [ljómar upp.]

1/11/07 01:01

Jóakim Aðalönd

Sammála síðasta ræðumanni! Skál og prump!

1/11/07 01:02

Hexia de Trix

Ég get lagt mitt af mörkum í nr. 3 og nr. 6. Nr. 8 er í skoðun - dugar hnésítt ef það er á flegnum, hlýralausum kjól?

1/11/07 01:02

Hexia de Trix

Já og ég mun leggja mitt af mörkum varðandi nr. 5 líka, þar eð raunheimaleikkonan mín þykist ekki drekka blút. Það reyndar rjátlast stundum af henni þegar hún hefur drukkið nógu mikið af einhverju öðru.

1/11/07 01:02

Regína

Semsagt -, ef pils eiga (í flestum tilfellum) að enda þar sem þau byrja, er þá fáránlega stutt ekki bara eitthvað síðara en það?
Rétt fyrir ofan eða neðan hné er þá fáránlega stutt, jafnvel ökklasítt! [Ljómar upp]

1/11/07 01:02

Hexia de Trix

Svo er líka spurning hvort pilsin eigi kannski að vera fáránlega stutt... frá gólfi?

1/11/07 01:02

Jarmi

Ég vil að þið mætið í síkjólum, dansið strípidans og kyssið hvora aðra. Já og takið þetta allt upp á myndbandstökuvél.

1/11/07 01:02

Hexia de Trix

Síkjólum? Mínir kjólar eru nú allir síkjólar, þeir alltént breytast ekki í neitt annað en kjóla.

1/11/07 02:00

Álfelgur

Já, ég ábyrgist að allt þetta gerist... er ekki þemalagið bara til eru fræ?

1/11/07 02:00

Fræ

Allt milli hnjáa og mjaðma er fínt í pilsasíddum, annars finnst mér alltaf best ef erfitt er að greina á milli þess hvort um sé að ræða stutt pils eða breitt belti.

1/11/07 02:00

Fræ

Já og Bill er góður í Ísl-ensku.

1/11/07 03:00

Offari

Mig er farið að langa á árshátíð.

1/11/07 03:01

Dexxa

hmmm.. stutt pils segirðu.. við verðum að sjá til með það..

1/11/07 03:02

Ríkisarfinn

Hvað með klikkaðslega fleggna boli ?
Á Gestapíum þá.

1/11/07 03:02

Fræ

Þetta lítur bara vel út. [Ljómar út af netinu.]

1/11/07 10:00

Skreppur seiðkarl

"Tiiiiiiiiil eru frææææ, sem fengu þennan dóm,
að fallaaaaa í jööööörð og verða aldrei blóm.
Eins eru...." Ofboðslega fallegt lag og eitt það sem ég get alltaf hlustað á ásamt Bláu Augunum...

"Björt voru bla-áu augun sem brostu við mé-er í gær..."

Fræ:
  • Fæðing hér: 26/4/06 12:17
  • Síðast á ferli: 1/3/13 20:56
  • Innlegg: 303