— GESTAPÓ —
Agúrkan
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/12/05
Meina vein

Hér reyni ég við tanka form sem ég hef verið að lesa mér til um, þetta form er upprunalega frá Japan og er um 1200 ára. Tvö vers eru í svona ljóðum og er gjarnan fyrra versið hæka(haiku) en seinna versið 2, 7 atkvæða línur sem víkja að tilfinningum og mannlegri upplifun er tengist lýsingu fyrra vers, sem er í strangast formi einskonar mynd af umhverfi ljóðsins.

Frosinn steinn á stíg,
mattur af kulda, ryki;
Fast situr fyrir.

Ég öskra af sársauka
þegar ég sparka í hann.

   (4 af 7)  
1/12/05 20:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegt form... og flott... salút.

1/12/05 20:01

Bangsímon

húrra.

1/12/05 20:01

Anna Panna

Virkilega flott! Kannski maður reyni þetta einhvern tíma!

1/12/05 20:01

Agúrkan

Þakkir margar öll að ofan.
Það var víst hefð í Japan að koma með fyrri eða seinnipart tönku og láta aðra reyna sig við það er vantar uppá. Kannski efni í þráð, ef nægir Lútar tileinka sér formið.

1/12/05 21:01

Lærði-Geöff

Þetta er mergjuð hugmynd að þræði finnst mér. Þú verður bara að drífa í því að stofna hann. Flott hjá þér Gúrki.

1/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Glæsilegt og velkomin eftir langt frí Gúrka...

Agúrkan:
  • Fæðing hér: 27/8/03 11:57
  • Síðast á ferli: 11/9/09 13:08
  • Innlegg: 19
Eðli:
Öllu líkur einn daginn.
Einmitt daginn í dag
Endir og allt bú
Fræðasvið:
Áhuga brálæðingur
Æviágrip:
Mold, fræ, vatn og tíminn einn.