— GESTAPÓ —
Renton
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/05
Stolt.

Þennan morgun sprakk ég algjörlega. Ég fékk upp í kok í skólabifreiðinni þegar umræddir nýnemar úr mínu fyrra félagsriti ræddu um leið til að rakka drenginn algjörlega niður. Þeir höfðu fallist á að segja við hann að hann væri ekki velkominn aftast í rútuna, og væri nóg af sætum fyrir hann framar.

Þeir hlógu og hlógu. Ekki ég. Ég sneri mér við í sætinu mínu og sagði við þá að þeir væru ömurlegir, andstyggilegir og ógeðslegir. Einn þeirra sem var að ræða um þetta, reyndar ekki nýnemi, og vill svo skemmtilega til að leynist hér á Gestapó, varð frekar pirraður og sagði mér að slappa af, þeir væru bara að grínast.

En þetta er ekkert grín. Ég veit vel að þetta er ekkert grín. Og það ættu umræddir piltar líka að vita. Ég veit að allavega einn þeirra hefur lent í einelti. Meira að segja nýlega, og á vinnustað.

Nýneminn gekk inn í rútuna og drengirnir höfðu greinilega hætt við að segja þetta við hann.

Í fyrsta skiptið í langan tíma, er ég stolt af sjálfri mér.

   (1 af 2)  
9/12/05 07:01

B. Ewing

Þetta var vasklega gert af þér og þú ert vel að þínu stolti komin. [Verður stoltur af Renton]

9/12/05 07:01

Gaz

[Er líka stolt af Renton.]

9/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Má nú ekki orðið leggja í einelti lengur? Hvað gerir maður þá?

9/12/05 07:01

Fuglinn

Þetta er gott framtak hjá þér, að standa uppi í hárinu á þessu fávitum. Ef þeir sjá að fólkinu í kringum þá finnst þetta ekkert sniðugt, þá er líklegt að þeir hætti þessu. Svona einelti er oft þeirra leið til að vekja á sér athygli - finnst þeir vera töff og kúl.
En til öryggis ætti að láta kennara vita af þessu, sem getur upplýst foreldrana um stöðu mála.

9/12/05 07:01

Renton

Það þykir mér frekar ljótt, Haraldur, að leggja í einelti ungan dreng sem er að byrja í nýjum skóla á nýjum stað.

En annars var ég að hugsa að fara að kannski spjalla við einhvern kennarann um þetta bara svo einhver eldri sé meðvitaður um þetta.

9/12/05 07:01

Tigra

Veistu þú ert æði!
Það er ógeðslega ljótt að leggja fólk í einelti... líka ljótt að "fljóta bara með" og gera ekkert þegar vinir manns eru að plana slíkt.
Frábært að þú skulir hafa staðið upp á móti þeim.
Eins og þú segir, er þetta ekkert grín.
Þetta gæti ollið andlegum og jafnvel varanlegum skaða á þessum dreng.

Þeir sem gera slíkt ættu að hugsa fyrst um hvort þeir vilji hafa á samviskunni að hrinda einhverjum svo langt fram á brúnina að viðkomandi finnist hann tilneyddur til að t.d. taka eigið líf.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

9/12/05 07:02

Undir súð

gott hjá þér!

9/12/05 07:02

Offari

Flott vonandi dugar þetta.

9/12/05 08:00

Hakuchi

Hugrekki.

9/12/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Ekki gera þetta aftur. Málið er að ekkert herðir manneskju eins vel og mótlæti á borð við þetta. Sá sem þolir einelti mun annað hvort rísa tvíefldur upp aftur eða brotna endanlega saman. Þetta er spurning um náttúruval. Ef drengurinn getur ekki barist á móti og orðið betri en hinir aumingjarnir, á hann ekkert betra skilið.

9/12/05 08:01

krumpa

Flott hjá þér - það mættu fleiri gera svona! Ekki hlusta á Jóakim - hann er bara gamall og bitur (sennilega vegna langvarandi kolluleysis).

9/12/05 08:01

Glúmur

Glæsilegt framtak! Og við gestapóaeineltinginn segi ég, þú kallar þetta kannski grín og líklegast finnst þér þetta fyndið, ég hef alveg verið í sömu spörum og þú, maður fyllist ákveðinni sjálfánægju við að gera svona, en þetta er grimmt grín og aðrir líða fyrir það, ekki bara sá sem er lagður í einelti heldur líka þeir sem hafa samúð með honum. Þegar aðrir eru farnir að líða fyrir þína hegðun og þitt "grín" þá er grínið frekar misheppnað og grínistarnir með.
Þessi tímapunktur er kannski kjörinn til að slaka á þessu áður en þetta verður verra.

9/12/05 09:00

Jóakim Aðalönd

Ekki hlusta á neinn. Það eru allir gamlir og bitrir.

9/12/05 09:01

Nermal

Bara kúka í töskurnar þeirra!!

9/12/05 09:02

Hakuchi

Mmmm ég er að hugsa um að fá mér önd í matinn. Helst önd með nítsjeíska ofurmennsku komplexa. Þær eru ljúffengar.

9/12/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, vegna þess að við höfum rétt fyrir okkur. Einstein sagði að hver sem er hættur að undrast er engu betri en dauður. Ég segi: Sá sem ekki þolir mótlæti er engur betri en dauður.

9/12/05 10:01

Hakuchi

[Horfir á Jóakim og sleikir út um]

Renton:
  • Fæðing hér: 24/3/06 09:00
  • Síðast á ferli: 19/9/07 15:37
  • Innlegg: 257
Eðli:
Kontrabassaleikari með meiru.