— GESTAPÓ —
Renton
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/05
Andstyggilegheit og viðbjóður!

Ég geng í frekar nýlegan skóla, og nú er hann byrjaður á ný og allt fullt af busum. Flestir sem ganga í þennan skóla eru af svæðinu, en síðan eru líka aðrir sem koma af öðrum stöðum á landinu.

Ég hef tekið eftir því að nokkrir nýnemar hafa verið að vingast við einn þeirra sem eru ekki héðan. Þeir virtust bestu vinir í fyrstu, og eru allir með sömu stælana í kringum hvorn annan. Nú eftir um það bil tvær vikur af skólanum er þetta svolítið breytt.

Þegar þessi utanaðkomandi nýnemi er ekki nálægt, er skitið yfir hann af ástríðu. Það gengur skólabifreið í þennan skóla, og á morgnanna er keppst um að fylla upp í öftustu sætin svo nýneminn komist ekki að. Þetta finnst mér of langt gengið.

Ég hef reynt að benda samnemendum mínum á það að þetta sé virkilega andstyggilegt af þeim, en þeir eru of uppteknir við að leyfa drengnum að fara í sínar fínustu.

Nokkrir þeirra sem eiga aðild að þessu, eru piltar sem ég hef gengið í skóla með í allnokkur ár. Hefði ég ætlað að eitthvað vit væri komið í kollinn á þeim, en hafði greinilega rangt fyrir mér.

Mér finnst að hann ætti að fá tækifæri. Það láta margir eins og fífl í nýju umhverfi og í kringum nýtt fólk. Þeir þurfa bara að læra að umgangast það.

   (2 af 2)  
9/12/05 05:01

Offari

Það er bannað að skilja útundan!

9/12/05 05:01

Renton

Það er allavega ekkert afburða fallegt.

9/12/05 05:01

B. Ewing

Einelti í bígerð og framkvæmd. Tala beint við kennarana og skólastjórann. Þeir eiga að geta tekið á þessu. Ef þeir geta það ekki þá er að skoða www.regnbogaborn.is Þar er kannski hægt að finna svör.

9/12/05 05:01

Tigra

Æi greyið. Þetta er einstaklega ljótt af þeim.
Það er svo ótrúlega illa gert að láta öðrum illa... bara til að þykjast vera eitthvað sem er ekki einu sinni sniðugt að vera.
Að láta einhverjum líða illa á hverjum einasta virka degi (og sjálfsagt um helgar líka) og verða þess jafnvel valdandi að viðkomandi hrökklist úr skóla því hann getur ekki hugsað sér að mæta þangað lengur.
Brjóta niður allt sjálfsálit og þúst urr...
Nú er ég orðin reið.

9/12/05 05:01

Myrkur

Fólk er fífl. Fíflið sem fíflast og fíflin sem fíflast í fíflinu

9/12/05 05:01

Ívar Sívertsen

Er þetta að gerast hér á landi? Þetta hljómar svolítið ammrískt sko...

9/12/05 05:01

Renton

Það þýðir voðalega lítið að fara með eitthvað í skólastjóran eða kennarana hérna, þetta er allt heiladautt lið sem lítur of bjartsýnislega á allt.

Já, þetta er hér á landi. Mér finnst þetta reyndar frekar Íslendingalegt eitthvað. En það er kannski svæðisbundið.

9/12/05 05:01

Hexia de Trix

Mér finnst þú ættir að lauma að greyinu miða þar sem á stendur: www.baggalutur.is/gestapo - þar eru allir vinir!
[Reynir að rifja upp hvort allir gestapóar séu örugglega ekki vinir]

9/12/05 05:01

Renton

Það er ekki svo afleit hugmynd!

9/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Vingast þú bara við hann sjálf og láttu engan bilbug á þér finna. Þá sjá hinir það og skammast sín.

9/12/05 05:01

Lómagnúpur

Hvar er pípan mín?

9/12/05 05:01

litlanorn

sveiattan. svonalagað á ekki að líðast.

9/12/05 05:01

Galdrameistarinn

Vanþroskað skítapakk sem á skilið að falla í öllum greinum með skít og skömm.

9/12/05 05:01

Nermal

Já, ég þekki svona á eiginn skinni. Maður var utanveltu í skóla. Það var lítið gaman af því.

9/12/05 05:01

Vamban

Gott á þig!

9/12/05 05:01

Offari

Ertu illa innrættur?

9/12/05 05:02

Útvarpsstjóri

Eru þetta nokkuð Ólsarar?

9/12/05 05:02

Renton

Nei, ekki Ólsarar, en þú ert svakalega nálægt því.

9/12/05 05:02

Galdrameistarinn

Þetta skyldu þó ekki vera Borgnesingar?
Kæmi mér ekki á óvart.

9/12/05 05:02

Herbjörn Hafralóns

Er ekki nýlegur fjölbrautaskóli í Grundarfirði? Ég vona að þú, Renton styðjir við bakið á þessum nýnema svo hann finni að hann hafi einhvern stuðning innan skólans.

9/12/05 05:02

Renton

Jújú, rétt er það Herbjörn.

Ég geri allt sem í valdi mínu stendur til að láta honum ekki leiðast skólagangan. Þetta er nú einu sinni mest niðurdrepandi skóli sem ég hef nokkurn tímann komið nálægt.

9/12/05 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Að legga skólafélaga sína í einelti hefur tíðkast um aldur og æfi . Svo vel í penalismans Eton sem og annarstaðar . Svívirðileg lítilmenni sem drepa tíman með að niðurlæga aðra finnast á hverjum skóla hvar sem er . Sonur minn Jónas hefur um sjö ára skeið fengið að finna fyrir þeim, Þeir hafa lamið hann og hræjkt á og jafnvel mygið á hann þegar vel lá á þeim, Hann er nú myndarsveinn bráðum þrettán ára og góðum gáfum gefin nú fyrst vilja allir vera með honum . hann er þó varkár með vini sína , hefur fáa enn góða . Hann kláraði sig gegnum helvítið
því miður gera það ekki allir. ég las síðast í gær um fjórtán ára sænska stúlku sem svifti sig lífi sökum áralangra ofsókna skólafélaga sinna. hún er því miður ekki einsömul um að gera það . Elsku Renton stattu á þér í baráttuni gegn vondskunni og hjálpaðu drengnum. hafðu þökk fyrir félagsritið.

9/12/05 06:00

Galdrameistarinn

Mínir fornu bekkjafélagar héldu tvö ríjúníjón á þessu ári. Ég mætti á hvorugt.

9/12/05 06:00

Hakuchi

Börn geta verið merkilega andstyggileg.

9/12/05 06:00

Poxxx

Hva? Má maður ekki grínast eða???

Renton:
  • Fæðing hér: 24/3/06 09:00
  • Síðast á ferli: 19/9/07 15:37
  • Innlegg: 257
Eðli:
Kontrabassaleikari með meiru.