— GESTAPÓ —
Grágrítið
Fastagestur.
Dagbók - 6/12/05
Bensíndælulykla-kippuhringur

Á nýliðinni sýningu í laugardalshöll lét ég gabbast til að fá mér blíb lykil frá Atlantsolíu sem er beintengd við kreditkorið mitt, sem ég nota aldrei. Skrapp á nærlyggjandi stöð og fyllti á fyrir 5000 ISK en það fyllir ekki lengur 60L tankinn. Fæ nú reikning frá ass-master-card uppá 5120 ISK, þarna bættust við 120 ISK í skuldfærslugjald.
Fyrir þann heiður að nota blíb lykilinn er ég rukkaður um 120 ISK og með 1 ISK afslátt á L af bensíni þá er ég í rauninni að borga meira en ég hefði gert með peningum eða debetkorti.
Þetta verð ég að kalla barbarisma af hæstu gráðu. Því miður er orðaforði minn of takamarkaður til að ég geti lýst andstyggð minni á þeim boslévísku jakkafata sérhagsmunapoturum sem létu sér þetta bolvaða rugl í hug detta og vona ég innilega að þeir losni alfarið undan æðri heilastarfsemi sem virðis vera þeim mikil kvöð.

   (2 af 4)  
6/12/05 06:01

krumpa

Ja hérna - þetta vissi ég sko ekki! Og er samt með dælulykil - ansans ári! TAKK!
Vil samt leyfa mér að gagnrýna ofnotkun ypsilons hjá þér (það er svo gaman að vera andstyggilegur) en því er ofaukið í a.m.k. tveimur orðum (nærliggjandi og lyklakippa). Ákaflega hvimleið villa að mínu mati - og reikna með að doktorinn okkar sé sammála.

6/12/05 06:01

Tigra

Takk fyrir viðvörunina... ég mun hér með ekki fá mér svona lykil.

6/12/05 06:01

Ned Kelly

Svo máttu alveg setja bandstrik í fyrirsögnina. T.d. á milli lykla og kippu.

6/12/05 06:01

krumpa

Er ekki sammála ned Kelly með það - lyklakippa er eitt orð en ekki bandstriksorð - persónulega finnst mér töff að hnoða saman svona löngum orðum - svo fremi þau séu ekki málfræðilega vitlaus - en ég get ekki séð slíka vitleysu hér. En erum við ekki að færast brott frá uppruna umræðunnar? Er ekki nær að fara og sprengja upp bensínstöð?

6/12/05 06:01

Nermal

Þetta eru nú meiri apahlandshausarnir. Þetta er þjófnaður og ekkert annað.

6/12/05 06:01

Galdrameistarinn

Helvítis olíufélögin reyna allt sem þau geta til að stela af viðskiptavinunum.
Þetta er eitt trikkið.

6/12/05 06:01

Grágrítið

Ég tók nýverið sjónaukann af einum rifflinum mínum, þarf að sigta hann út aftur, ætla að nota þennann bensíndælulyklakippufjanda á síðustu skotunum.

6/12/05 06:01

krumpa

Hver er annars að hirða 120-kallinn? Er það kortafyrirtækið eða bensínstöðin? Væri líka gaman að kanna hvort þetta kemur einhvers staðar fram í smáa letrinu...

6/12/05 06:01

Ned Kelly

Bandstrik skiptir orðinu milli lína svo það nær ekki inn í næsta dálk á aðalsíðunni.

6/12/05 06:01

krumpa

Reyndar...

6/12/05 06:01

Jarmi

Kommúnistar! Alltaf á móti því að stórfyrirtæki græði! Þið viljið kannski að allir eigi að vera jafnir og engin þörf sé fyrir metnað varðandi að ná lengra en nágranninn?! Hvenær verzlaðir þú síðast við fiskbúð eða keyptir bók af gömlum bóksala í kjallaraholunni sinni?

En annars er voða gott að kenna kreditkortafyrirtæki fyrir að græða á því að lána þér peninga, í stað þess að opna augun og átta sig á staðreyndum lífsins. "The lunch is never free."

p.s. sexý dress sem þú ert í.

6/12/05 06:02

B. Ewing

Ég keypti skötusel í dag af Sægreifanum sem vinnur í beiningahjalla í miðbæ Reykjavíkur. Aldrei eldað slíkan fisk en það kom ekki að sök því hann var bara of góður og nú er hann búinn.

Ég er einnig nýbúinn að fá mér svona lykil eftir að ég hætti að nota kort frá sama fyrirtæki sem einmitt rukkaði mig 120 krónur í seðilgjald. Lykillinn sá átti að tryggja mig gegn slíku ráni en ef satt reynist þá er ég verulega ósáttur. Verði ég rukkaður sérstaklega vegna rafrænnar skuldfærslu sem er algerlega sjálfvirk og gerist í raun fyrirfram þá vil ég ekkert með svona lykla hafa.

Ég mun skoða málið nú þegar og reyna að komast til botns í þessu áður en sumarfrí skellur á.

6/12/05 06:02

Hakuchi

Þetta er lúsarlegt bragð, sannarlega. Ég sem var að vonast til að Atlantsolía væri skömminni skárri, svona í ljósi þess að þeirra ímyndarlegi hagur veltur á að þeir séu heiðarlegri en gömlu drullusokkaolíufélögin.

Þrátt fyrir þessi svik mun ég halda áfram að hundsa hin olíufélögin með viðskiptum við Atlantsolíu. Það hefur gengið vel hingað til.

En þeir eru virkilega að gera í buxurnar, ímyndarlega séð, ef þeir halda að þeir komist upp með svona bjánaskap.

6/12/05 06:02

Herbjörn Hafralóns

Ég er með kreditkort frá VISA og dælulykil og ég sé ekki betur en að ég greiði eingöngu fyrir bensínið, en ekkert skuldfærslugjald fyrir hverja áfyllingu.
Hins vegar rukkar VISA mig um 95 krónur á mánuði í kortafærslugjald og það er svo sem ekkert mikið af 200.000 króna veltu.

6/12/05 06:02

Litli Múi

Hættu bara að taka bensín og hjólaðu í vinnuna. bensín er allt of dýrt.

6/12/05 06:02

B. Ewing

Eftir að hafa skoðað mína uppsetningu þá kemur í ljós að ég greiði ekkert aukagjald. hugsanlega á að vísu eftir að rukka "úttektargjald debetkortsins" á mín eldsneytiskaup en það gerist ekki strax og myndi gerast hvort eð væri myndi ég nota debetkortið uppá gamla mátann.

Þannig að mín ágiskun er sú að þarna sé kortafyrirtækið þitt að féfletta þig með þessu færslugjaldi. Dragi þeir sig ekki til baka með þetta ættir þú að segja þeim að troða plastinu upp í góbóið á sér og flytja greiðslumáta lykilsins á siðlegri aðila.

6/12/05 06:02

Upprifinn

Ewing, siðlegri aðila? Þú ert að tala um olúfélög og bankastofnanir.

6/12/05 07:01

B. Ewing

Það er rétt hjá þér Upprifinn. Betra hefði verið að segja ,,örlítið minna ósiðlegri aðilla" .

Grágrítið:
  • Fæðing hér: 20/3/06 12:11
  • Síðast á ferli: 24/7/09 09:13
  • Innlegg: 447