— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 8/12/08
Bykkjan

Útvarpsstjóri brá sér á bak fyrir nokkru til að aðstoða föður sinn við að reka geldneyti sem höfðu rutt höfðu niður girðingu sinni. Það heppnaðist ekki betur en svo að á fyrstu mínútu kastaði bykkjan Útvarpsstjóra af sér.

Bykkja ein var ekki sein
að ergja svein svo hlaun af þaut.
Raunamein á rausnastein
nú rófubein að launum hlaut.

Upp fór hakan, tók mér tak,
tauminn slakan greip á ný.
Kann að þjaka botn og bak,
bykkju laka gneypur flý.

   (5 af 19)  
8/12/08 03:01

hlewagastiR

„Like“

8/12/08 03:01

hvurslags

Glæsilegt. Mættum við fá meiri kveðskap af ævintýrum útvarpsstjórans. Skál!

8/12/08 03:01

Herbjörn Hafralóns

Þetta kalla ég nú aldeilis vel kveðið.

8/12/08 03:01

Regína

Megir þú detta sem oftast af baki ef það kemur vísa í hvert sinn.

8/12/08 03:02

Offari

Er Útvarpstjórinn þá folald fyrst bykkjan kastaði honum?

8/12/08 03:02

Skabbi skrumari

Úrvals kveðskapur... Skál

8/12/08 03:02

Upprifinn

Ekki hefði Kargur látið henda sér af baki.

8/12/08 03:02

Útvarpsstjóri

Hann hefði a.m.k. ekki viðurkennt það.

8/12/08 04:01

Ullargoði

Dýrt er bæði og vel kveðið.

8/12/08 04:01

Huxi

Þér var nær að vera príla þetta upp á bévaðann grasmótorinn.

8/12/08 04:02

Garbo

Góðar vísur og vonandi ertu búinn að jafna þig í rófubeininu.

8/12/08 05:01

Jóakim Aðalönd

Þetta fer beina leið í úrvalsrit! Alveg stórmagnaður kveðskapur félagi...

8/12/08 06:02

Kargur

Prýðisgott. Þetta hlýtur að vera fyrsta vísan í doðranti þeim er fjallar um klaufaskap þinn og ófarir.
Eins og Upprifinn getur sér réttilega til hefði ég ekki látið henda mér af baki.

8/12/08 07:01

Útvarpsstjóri

<hnussar>

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.