— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/05
Heimkoma

Ferðin til Bandaríkjahrepps gekk vonum framar, ég er kominn heim með allt mitt hafurtask. Einnig komst betri helmingurinn heim með allan sinn ránsfeng. Það er sosum ekki margt sem þið þurfið að vita um þessa ferð en hér er eitthvað:

- Hrepparar eru mjög spenntir yfir hrekkjavökunni sem var nú á þriðjudag. Þegar við komum til Bandaríkjahrepps tveimur vikum áður var fólk þegar farið að klæðast ýmsum búningum. Vinsælast var að mála á sér hörundið, ýmist svart eða gult, og hegða sér á afbrigðilegan hátt. Þeir sem máluðu sig svarta klæddust yfirleitt allt of stórum fötum, töluðu mikið og óskýrt og voru iðnir við að sníkja smápening af öðrum. Þeir virtust flestir hafa fengið frí frá vinnu og ráfuðu um götur bæjanna með lottómiðana sína.

- Þeir sem ekki klæddust grímubúningum voru áfram í sínum hefðbundnu fötum, gallabuxum, ýmist skósíðum eða hneykslanlega stuttum, köflóttum skyrtum eða ermalausum bolum og derhúfu með mynd af uppáhalds kappaksturshetjunni. Bæði kyn höfðu síðan nær undantekningalaust á höfði sér hár, stutt á kollinum en sítt að aftan, sem hefur þótt fínt frá því elstu menn muna.

- Kaupfjelag er í hverjum bæ, þar fæst allt milli himins og jarðar fyrir hóflegt verð. Mér reyndist erfitt að draga kerlu mína þaðan út. Hún fyllti allar ferðatöskur af alls kyns góssi svo litlu munaði að ég þyrfti að borga fyrir yfirvigt á heimleiðinni.

- Allar staðhæfingar kbikmynda og sjónvarpsþátta um að Amerískar löggur borði mikið af kleinuhringjum eru á rökum reistar. 300 sérhæfðir kleinuhringjastaðir eru í Boston, en þar er einmitt stórt lögreglulið.

- Eitt kvöldið var mikið um að vera í nágrenni hótels okkar þar í borg, mikill fjöldi ungmenna safnaðist saman og var með minniháttar skrílslæti. Lögreglurnar fimm sem við sáum máttu ekkert vera að því að þagga niður í liðinu, þeir voru að klára kleinuhringina sína.

- Steikur á Bull & Finch Pub eru afar ljúffengar. Sá staður er fyrirmynd hins fræga Staupasteins.

- Íbúar Boston kunna ekki að meta evrópska knattspyrnu, svei þeim!

   (14 af 19)  
1/11/05 03:02

Offari

Velkominn heim sástu einhverja flotta kagga í túrnum?

1/11/05 03:02

Galdrameistarinn

Á Bull & Finch Pub hef ég komið en það var um það leiti sem Staupasteinn var að slá í gegn hér á klakanum.
Annars verð ég að segja eins og er að mér leiðist þessir Hreppsbúar ákaflega til langs tíma litið.

1/11/05 03:02

Útvarpsstjóri

Takk Offari. Jú vissulega sá ég marga kagga í þessari för, af ýmsum stærðum og gerðum. Einnig sá ég mikið af fallegum landbúnaðarvélum og gerðist svo frægur að nota John Deere traktor Kargs.

Ég er sammála þér Garli, ég hafði fengið nóg af Hreppurum eftir þessar tvær vikur og var feginn að koma heim.

1/11/05 04:00

Jóakim Aðalönd

Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.

1/11/05 04:01

Billi bilaði

Anna Panna gaf í skyn að þú værir læstur ofan í kjallara vegna brota á þráðareglum. Var það þá ekki rétt?

1/11/05 04:01

Hvæsi

Velkominn heim gamli.

Segðu mér nú meira frá þessum búningum, er þetta einhverskonar öskupokaskemmtun ?

1/11/05 04:01

Hakuchi

Velkominn Lombermeistari. Megi skegg þitt dafna.

1/11/05 04:02

Upprifinn

Velkominn heim Stjóri.

1/11/05 04:02

Skabbi skrumari

Velkominn heim á klakann... sé að þú hefur tekið með þér einn amrískan fellibyl... Skál...

1/11/05 05:00

Kargur

Þú hefur þá komist heim greyið.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.