— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiđursgestur.
Saga - 3/12/09
Brigada Nordica

Ţessi saga er svona af svípuđum dúr og sú fyrra, um 'islandsferđir og furđulegar tilviljanir... 'i Baggalútiska heimsveldinu vitnarnir í sk. pólitik í sk. raunheimum eru kannski ekki svo mikilvćgir. Ekki festast í ţá, lesandi góđur.

Nú er frá ţví ađ segja ađ ég dvaldi fyrst á 'islandi sem farandverkamađur, eins og kom í ljós í fyrra sögunni. Svo fór ég aftur til Finnlands og var í forfallakennslu einn vetur. 'Eg var reyndar námsráđgjafi á ţeim tímabíl ćfi minnar sem mér fannst ég vera virkilega áttavilltur og vissi ekkert hvađ ég ćtti ađ gera af mér. En ég hafđi tekiđ starfiđ ađ mér, ţá var svona góđćri í Finnlandi eins og var á 'islandi fyrir stuttu og skólastjórinn ítrekađi viđ mig ađ hann fćr engan annan í ţetta og ég átti bara ţrauka. Svo var reykherbergi á ţeim tíma enn í skólanum og eg sat ţar á fríminutum, ţar var einhverveginn betra ađ anda ´ţó ađ loftiđ var ekki alveg hreint.
Einn af ţessum reykherbergisfélögum minum var myndlistakennarinn okkar. Hún hafđi sitt sjónarhorn á lífiđ og skólahald og mér fannst gaman ađ spjalla viđ hana, einhverntíman fórum viđ ađ spjalla um Ísland og 'islendinga. Og hún hafđi sína reynslu af 'islendingum, hún hafđi veriđ á sinum tíma ţađ mikill róttćklingur á námsárunum og byltingasinni ađ hún hafđi fariđ í sjálfbođavinnu á Kúbu, til ađ byggja sjúkrahús fyrir Kúbverja í ţagu Castrós. Hún hafđi veriđ ţar í vinnuflokki međ öđrum Norđurlandabúum, og hét flokkurinn međ ţeim glćsta nafni Brigada Nordica. Ţeir eru annars svo flinkir ađ gefa góđ nöfn, byltingasinnar. En ţar höfđu veriđ ađ hennar sögn međ tveir Íslendingar.
"Ţeir voru víst sjómenn, skildist mér. Voru fyrst vođa hraustir og víkingalegir enn skađbrenndu sig í sólinni strax á fyrsta degi og eftir ţađ lágu ţeir í skugganum og drukku romm, ađallega. Viđ vorum ţar í mánuđ.
Jćja. Svo leiđ veturinn og ein norđanstúlka sem var í námi í Finnlandi, sem sagt íslensk norđanstúlka, benti mér á möguleika hvering ég gćti fengiđ mér vinnu viđ hćfi á íslandi. 'Eg fór eftir ráđum hennar og var kominn aftur á Klakann.
Nú kynntist ég mörgu góđu og skemmtilegu fólki á Íslandi, en einhvernveginn fór ţađ ţannig hjá mér ađ margir vinir minir voru Allaballar sem ţá voru og hétu. Kalda striđiđ var ennţá, ţó dvinandi fór, en mér fannst ţćgilegt ađ vera innanum íslenska Allaballa, sem töluđu um réttlćtiđ og jafnrétti og svona. 'I Finnlandi voru Sovétríkin eiginlega alltof nálćgđ.
"Sovétríkin? Hvađ koma ţau okkur viđ? VIđ erum 'islenskir sósialistar!"
Ţetta leist mér vel á
Svo leiđ tími og téđu Sovétríkin hćttu ađ vera tíl, ég sá ţađ í íslenska ríkissjónvarpinu og fann fyrir mikinn léttir.
Ekki svo langt eftir ţađ var ég kominn suđur međ kunningja minum og viđ vorum í pöbbarölti á Laugaveginum. Og svo, allt í einu, sáum viđ frekar furđulegan mann fyrir okkur. Hann var lávaxinn og međ ullarhúfu eins og álfur, og var í ökklasiđum gráum frakka og var ţar af leiđandi ennţá álfslegari. Hann ţekkti strax félaga minn og kallađi upp hátt:
"Gaman ađ rekast á alminlegan kommunista! Ţeir segja ađ hugsjónin sé dauđur, en hugsjónin deyr aldrei!"
Og svo framvegis. Viđ fórum ađ spjalla saman og ég var kynntur fyrir manninum, og hann leit á mig og sagđi um leiđ:
"Ja, heyrđu... ég vann einu sinni međ Finnum. Viđ vorum í sjálfbođavinnu á Kúbu, ađ byggja sjúkrahús, og ég og félagi minn, viđ vorum einir sannir verkamenn, allir hinir voru bara helvítis háskólakommunistar..."
Og mér fannst ađ heimurinn er stundum ekkert mjög stór.

   (12 af 43)  
3/12/09 13:00

Regína

Hahaha, nei, heimurinn er ekkert svo stór. En ég trúi ekki ađ finnskir háskólakommúnistar kunni ekki ađ njóta lífsins. Sćnskir kannski, en finnskir? Nei.

3/12/09 13:01

Huxi

Ţetta er skemmtileg lesning. Ţú hefur ríka frásagnargáfu sem gaman er ađ njóta.

3/12/09 13:01

Heimskautafroskur

Takk fyrir pistilinn Kiddi! Hef velt fyrir mér hvort vćri gaman ađ safna saman alls konar svona sögum af fáránlegum tilviljunum – einmitt svona sögur sem sýna manni hvađ heimurinn er í rauninni lítill... en auđvitađ gerir mađur aldrei neitt í ţví ađ framkvćma hugmyndir. Sem er kannski eins gott...

3/12/09 13:01

Billi bilađi

Takk fyrir góđa sögu.

3/12/09 13:01

Kiddi Finni

Regína: jú jú. Ţeir kunnu nú ađ njóta lifsins. Finnar pössuđu sig bara betur á sólinni, unnu á dógum og drukku á kvöldum.

3/12/09 14:02

Garbo

Skemmtileg saga.

4/12/09 01:01

Rattati

Góđur ađ vanda. Takk.

Kiddi Finni:
  • Fćđing hér: 13/2/06 09:53
  • Síđast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eđli:
Skógarhöggsmađur og gestaverkamađur á Íslandi.
Frćđasviđ:
Grúsk á ymsum svíđum. Saga, sögur og sagir.
Ćviágrip:
Varđ ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi viđ skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúiđ til sins heima á efri árum.