— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/12/09
Bilstjórinn

Hér er ein 'islandsminning.

Ekki svo langt siðan var ég gestur í uppákomu á Íslandi. En allt tekur enda og ég varð að fara til Finnlands og góðir gestgjafar fengu leigubíl til að skutla mér útá flugvöll. Ég settist við hlíðina af bílstjórann og sagði eitthvað um daginn, ökumaðurinn var frekar feitur og var með derhúfu skakkt á höfðinu og alveg rosalega þurfti hann að tala mikið. En ég hugsaði að nú verður skemmtilegara að fara til Keflavíkur, kallin lét dæluna ganga og ég gerði mér grein fyrir að hér er gamall sjóari undir stýrið. Maður bara finnur það að sér. Og þegar hann nefndi einhvern fjörð, gat ég ekki á mér setið og spurði hvort hann þekkti svila minn og mágkonu, sem hann og gerði. Og svo framvegis.
Og allt í einu varð mér ljóst að ég hafði verið áður í bíl með þessum manni, en þá voru hlutskiptin önnur. Og það var fyrir næstumþví tuttugu árum og kannski jafn mörgum eða fleiri kilóum síðan, en flest kílóin höfð bæst á hans megin, þess vegna var ég svo lengi að þekkja hann aftur.
Það var febrúar þá. 'Eg var staddur í næstum auðu kaffihúsi í Reykjavík, drakk kaffi og hugsaði hvað ég ætti að gera. Það var ekki eins einfalt að fá vinnu í þessu landi eins og menn höfðu sagt, nú var einhver samdráttur í gangi. Veðurbitinn náungi við næsta borð drakk eitthvað sterkt og sagði: Welcome to Iceland.
'Eg varð smá vandræðalegur, hvernig gat hann séð strax að ég væri útlendingur, en hann fór að tala við mig og kom í ljós að hann væri á bát suður með sjó. Enn hann vantaði einhver til að skutla sér á bílnum sínum þangað, þar sem hann var ekki alveg ökuhæfur. Og hann sagðist að geta hjálpað mér að redda mér pláss á bát sem væri alveg ágætt.
Ég sótti bakpokann minn frá Herkastalanum og við fórum að bílnum hans. Nú kunni ég ekkert á sjálfskiptum bíl en ég var með bílpróf, þó að ég var frekar óvanur að keyra. Hafði verið í námi í Finnlandi og blankir námsmenn eiga sjáldnast bíla. En við fórum og ég keyrði eftir leiðbeiningum hans, allstaðar voru bara dimmar götur og götuljós og íslens hús sem lita öll eins út, og við stoppuðum í Garðabænum. Fórum í heimsókn í blokk og þar bjó einstæð móðir sem var vist vinkona Sjóarans, nýja vínar mins. Fengum okkur kaffi og ég hlustaði á spjallið þeirra, gat þó svarað einfaldri spurningu en svo fórum við áleiðis, og nú var lengri keyrslan í auðu og dimmu landslagi, sem ég hafði reyndar séð áður, þegar ég kom til landsins. Hvar er nátturan í þessu landi, hér er vist bara grjót og snjór og vindur?
'Eg hafði verið smá taugaveiklaður að keyra í borginni, enda óvanur, en beinn landsvegur var mun auðveldara dæmi og Sjóarinn slakaði á, fór að flauta og sagði, að "Don´t vorri, bí happi". Einhverstaðar gaus gufa og þar var eitthvað blátt að hans sögn, eitthvað áhugavert hvort eð er. En nú var komið suður með sjó og það var langt raðhús sem ég átti að stoppa við. Sjóarinn sagði, að hér væri "more coffee, more women" og við fórum inn.
Þar var grönn kona um fertugt sem heilsaði okkur, talaði ensku við Sjóarann, en ég heyrði að hún væri ekki ensk af uppruna. Hún hellti uppá fyrir okkur og spurði svo mig á tærri ríkissænsku:
-Va är det länge sen du kom från Finland?
- Bara två veckor, svaraði ég sannleikanum samkvæmt. Af þessu hafði maður nú ekki átt von. Við gátum ekki haldið áfram í sænskusnakki lengi, Sjóarinn varð óþolinmóður og svo fórum við neðar í þorpið, þar sem gististaðurinn hans var. Ég átti eftir að læra að svona húsnæði heitir verbúð og átti eftir að kynnast þeim aðeins betur. Allstaðar úti var bara myrkur, mölur og vindur. Og snjór. Í verbúðinni hans var í einu auðu herbergi sjónvarpið á. Það var á stöð tvö og var ruglað. Mér fannst það endurspegla sálarástandið mitt mætavel, ruglað sjónvarp og enginn að horfa á.
Svo fattaði ég að það var að koma helgi, nú var vist aðfararnótt föstudags. Og Sjóarinn gat varla verið mér að liði að ráði, hér var allt svo hálftómt og eyðilegt. Ég vaknaði á næsta dag, sá hvergi Sjóara og fór í göngutúr, spurði í nokkrum húsum og hjá nokkrum útgerðum hvort þar vantaði mann. En ekki vantaði þá, allt ennþá í biðstöðu, skildist mér.
'Eg sótti bakpokann minn, og labbaði yfir til sænska konunnar. Hún bjó í tómri verbúð, þar sem í hinum endanum bjó gamall sjómaður. Hún var ekki hissa að sjá mig, hún hafði verð að vinna þar en nú var hún eiginlega hætt og mundi fara heim til sín eftir nokkra daga.
Við hituðum okkur neskaffi og ristum brauð og rúlluðum okkur sigarettur. Svo varð rafmagnslaust og gátum ekki hitað okkur heitt vatn. Fórum út í kaupfélag í roki, lútandi á móti vindi. Fórum niður á ströndina, aldrei hafði ég séð svona brímöldur og nú vissi ég að ég átti að koma hingað. Svo heyrðist í þrumur og kom haglél, en við komumst heim í verbúð með normalbrauð og neskaffi. Okkur var borgið.
Og við prötuðum og snökkuðum alla helgina, um allt, um lifið okkar, sem hafði leitt okkur hingað, í krummaskúð á Íslandi. Og ég svaf á sófanum, hún svaf í herberginu sinu. Á mánudagsmorguninn við kvöddumst og ég hef ekki séð þessa konu síðan þess.
'Eg spurði enn í nokkrum stöðum en fékk ekki pláss, fór svo með rútu tilbaka í borgina og komst í byggingavinnu eftir nokkra daga, en það er önnur saga.
Og Sjóarann ég hitti á ball fyrir vestan á sama árinu, og heyrði eitthvað um ferðir hans, en hafði ekki séð hann. Ekki fyrr en núna.

   (13 af 43)  
2/12/09 18:02

Útvarpsstjóri

Sniðugt

2/12/09 18:02

Herbjörn Hafralóns

Góð saga.

2/12/09 18:02

Regína

Gaman að þessu.

2/12/09 18:02

Blöndungur

Frábær saga. Takk fyrir þetta.

2/12/09 18:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skínandi skemmtileg lesning & heillandi sagnaandi, að vanda.

2/12/09 19:00

Kargur

Takk kærlega Kiddi.

2/12/09 19:00

Billi bilaði

Þessu hafði ég virkilega gaman af.

2/12/09 19:00

Grýta

Fín saga.
Svona er að búa með fámennri þjóð, við erum alltaf að hitta sama fólkið aftur og aftur.
Þekkti bílstjórinn þig aftur?

2/12/09 19:01

Kiddi Finni

'Eg sagði svo við hann, að ég hafi skutlað honum en svo rifjaðist það upp fyrir hann, sagði þó að minningar hans væru frekar óljósar frá þeim vetri.

2/12/09 20:01

Madam Escoffier

Takk fyrir frábæra frásögn. Eins þakkar madamman fyrir alla fyrri pistla þína, þeir eru hver öðrum magnaðri. Las þá núna áðan, bæði búin að hlæja, gráta og skjálfa.

2/12/09 20:01

Hvæsi

Fórstu ekki á svíann ?

2/12/09 20:01

Huxi

Þetta er mögnuð frásögn. Þú hefur nú verðið léttgeggaður að flækjast hingað til að leita að vinnu upp á von og óvon.

2/12/09 20:02

Kiddi Finni

Takk fyrir góðar kveðjur.
Hvæsi: nei, reyndar ekki. Einhvernveginn var kynni okkar ekki þannig.
Huxi: já, ég var það nú. Var samt með smá ferðasjóð og flugmíða til baka, gaf mér einn mánuð til að leita að vinnu.

2/12/09 22:00

Rattati

Góður Kiddi. Takk.

2/12/09 22:02

Heimskautafroskur

Enn kom prýðileg saga úr penna Finnans! Takk.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.