— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/12/08
Aðeins um skógarhögg

Félagsrit skulu vera fræðandi, segja þeir.

Ég hef stundum ígrundað það hvernig skógurinn hefur haft svipaða þýðingu fyrir mannlífið í Finnlandi og hafið á Íslandi, ekki þó alfarið, en að vissum skilningi. Hann er nátturuauðlind til að skapa atvinnu og verðmæti og vinna við þetta hefur motað sjálfsímynd þjóðarinnar. Það hefur verið meira að segja "Skógarútvarp" eða þáttur á finnska ríkisútvarpinu eins og Landið og miðin á RÚV. Vitaskuld er hafið og skógurinn margt annað og meira líka, en förum ekkert úti það núna.
Fyrst til að byrja með fyrir margar aldir veiddu menn dýr með lóðfeld í skóginum og versluðu með lóðskinn, eins og getið er í Eglu úm Þorólf bróður Skalla-Gríms.

Seinna tók við önnur íðja. Sumstaðar menn kurluðu furutré og suðu tjöru úr kurlinu í stórum haugum, fluttu svo tjöruna í tunnum til sjávar. Fyrir austan, á stórum stöðuvötnum, hjuggu menn skóginn niður, létu þorna og brenndu svo. Markið var sviðið og var mjög frjósamt í tvö-þrjú ár. Svo átti að flytja yfir á næsta stað. Þetta er reyndar gert ennþá í Afriku og viða til mikillar eyðingar á umhverfi og jarðvegi, en Finnum bjargaði það að þeir voru svo fáir.
Og alveg við sjávarsíðuna, suðvesturhorni, þar smiðuðu menn tunnur og fötur eða tálguðu sperrur með exi og allt þetta var flutt út, helst til Þýskalands, því þyskarinn er sá sem borgar.
En fyrst eftir því að gufuknúnar sögunarmyllur voru stofnaðar jókst eftirspurn af hráum kringlóttum viðarstokkum eða drumbum verulega. Skógurinn var höggvinn og timbrið fleytt eftir ám eða í stórum flekum með dráttarbátum á stöðuvötnum. Skóginum var ekki eytt, en þörf jókst og var höggvið æ lengra frá byggðu boli. Menn fóru í skógarbúðir og unnu þar oft mánuðum saman að vetri til, eins og Íslendingar fóru í verið. Smábændur, vinnumenn, flakkarar. Að vori til far fleytt og svo var byrjað aftur með vetrinum, þegar jörðin var freðin og trén í hvildarástandi. Mikil skogarbúðarmenning - ef slik skyldi kalla - mótaðist á milli heimstyrjalda, en stærstu og umfangsmestu skógarbúðirnar voru strax eftir seinna strið þegar ríkið lét höggva í Lapplandi til þess að skapa verðmæti. Svo fór þetta smám saman dvinandi og síðustu búðirnar voru lagðar níður eftir 1980 og á sama tíma var hætt að fleyta eftir ám.
En það sem ég ætlaði að segja eða fékk mig að segja frá þessu er það, að þó að skógarhögg þótti eiginlega rammfinnsk atvinnugrein, þá eru alveg lykilorðin í því útlenskar slettur eða tökuorð. Skógarhöggsbúðir eða skáli þar sem skógarhöggsmenn bjuggu í hét "kämppä". Og ekki þarf nú að vera mikill málfræðingur til þess að sjá að þar á bakvið sé ameriska orðið "camp" eða "lumber camp" eins og skógarbúðir hétu þar. Og skógarhöggsvæðið, þar sem höggið er framkvæmd og mannskapurinn ráðinn til þess, allt þetta heitir "savotta". Ss. menn bjuggu í kämppä og unnu á savotta. Nú er savotta aftur rússneskusletta, "zavod" þýðir "stór verksmiðja" eða eitthvað svoleiðis. Nú unnu margir Finnar sem leituðu gæfunnar erlendis bæði við skógarhögg í Ameriku eða við málmverksmiðju Putilovs í Pétursborg, Pútilofski zavod, og margir komu líka til baka.
En skemmtilegt finnst mér, að í þessari rammfinnskri iðju voru bæði orðin slettur og eitt úr amerisku, annað úr rússnesku.

   (24 af 43)  
1/12/08 19:01

Útvarpsstjóri

Fróðlegt, skemmtileg samlíking við sjávarútveginn hér

1/12/08 19:01

The Shrike

Jamm, skemmtilegt.

1/12/08 19:01

krossgata

Fróðlegt og skemmtilegt. Það er ekki að spyrja að því.

1/12/08 19:02

Kífinn

Ansi gott.
Því má bæta við að það að kampa á frónverskunni er að háma í sig en kampur er skegg/hryggur/bakki.

1/12/08 19:02

Kargur

Takk kærlega. Fróðlegt að vanda.

1/12/08 20:00

Huxi

Eru þeir hættir að fleyta? Það vissi ég ekki. Þetta er skemmtileg og fróðleg frásögn hjá þér .Takk fyrir.

1/12/08 20:00

Kiddi Finni

Takk fyrir innlitið. Já, þeir eru hættir að fleyta meðfram ám. En á stöðuvötnum þeir fleyta enn, en þar eru drumbarnir í stórum buntum og þeir eru svo dregnir í stórum lestum af dráttarbátum. En það hefur líka farið meira úti pramma vegna þess að nútíma pappirsvélar vilja helst timbur sem hefur ekki legið í bleyti.

2/12/08 04:01

Rattati

Skemmtileg lesning. Takk fyrir þetta.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.