— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/07
Bátavélin

Þó að sumarið sé að líða vil ég birta eitthvað sem ég hugsaði í sumarbyrjun. Ég er ekki viss um alla vélarhluti á íslensku, og mörg tækniorð á eftir eru "heimasmiðuð". Bið um velvirðingar fyrir því.

Ég á gamlan bát til að leika mér á á Eystrasalti. Þetta er reyndar báturinn sem pabbi smiðaði á sinum tíma og ég hef tekið við þegar hann varð að hætta fyrir aldurs sakir. Við höfum svo gutlað á Finnlands strendur og í álenska skerjagarðinum. Svona gamlall bátur þarfnast viðhalds og einnig vélin sem í honum er. Sem betur fer er báturinn einnig með segl.
Svo sjósetti ég bátinn í vor og var glaður. Uns ég reyndi að koma vélina í stand. Hún fór að blanda kælivatn með smuroliu svo að leit út alveg eins og majones og ekki er þetta nú æskileg hegðun af svona virðulegri og gamalli vél. Nei, og ég bölvaði vélina í sand og ösku og spurði hvað svona nútíma díslilvél mundi kosta. Fékk að vita það og hringði í vin minn vélstjóra sem var með skípi í Svíþjóð en pabbi hans heitinn var mikill trillukall hér á slóðum og átti glás af vélum og varahlutum af viðkomandi gerð. "Jújú, farðu bara heim til mín og í bílskúrina og taktu þar strokkhús og stimpillok, það ætti að duga."
Ég þakkaði honum, gerði eins og hann hafði sagt. Tók vélina í sundur með skiptilykli og skrúfjárni og setti upp nytt strokkshúsið og stimpilokið, tók allt saman og sneri með sveifinu. Fór ekkert í gang, tók kertið út og gáði. Enginn neisti. Hringði aftur í vin minn, hann var að landa brotajárn á Baskahéraði á Spáni. Hann sagði mér að athuga með segulkveikjuna, stilla bilið á rofinu í 0,40. Sem ég og gerði og vélin fór í gang. Og hefur gengið svo vel allt sumarið að ég tími ekki gefa hana í varahluti til vinar mins, ekki alveg strax, þó íslenska konan mín hefur lengi beðið eftir snyrtilegara og öruggara og nútimalegara vél í bátinn okkar.

Svo for ég að hugsa málið í stærra samhengi. Jú, nútímatækni er eflaust mun öruggara, snyrtilegara, afkastameira og jafnvel vistvænna en eldri tækni. En.
Það er, eða var, mun aðgengilegara. Maður þarf ekki vera lærður vélvirki, með leiðbeiningum og skiptilykli getur maður tekið vélina í sundur. Og sett aftur saman, meira að segja. Nútímavélar eru svo viðkvæmar og maður þarf næstum tölvubúnað til að gera við þær. Æ fleiri og fleiri verða gersamlega utangátta hvað sem tækni snertir, viðgerðir eru aðeins fyrir fagmenn og fyrirtæki. En verst bitnar þetta á unga fólkið. Í den voru ungir drengir sem höfðu engan áhuga fyrir skólann sifellt að fikta í skellinöðrur og rassvélar og lærðu á óvart heilmikið. Þröskuldurinn til atvinnulifs eða iðnnáms var mun lærri. 'i dag fara strákar með vespurnar sinar beint á verkstæði og láta gera við, pabbi borgar reikninginn.
Með því að gera svo stórar kröfur höfum við skapað tækni sem er alltaf flókið fyrir leikmenn og gert nútímamanninn handlausan. Eða hvað segja Gestapóar?

   (37 af 43)  
9/12/07 09:01

tveir vinir

þetta er svo rétt

9/12/07 09:01

Wayne Gretzky

Það eru nú til unglingar sem fikta í vélum nú til dags, ég segi þér það. Ég er unglingur.

9/12/07 09:01

Billi bilaði

Aldrey hefur mig langað til að fikta í vélum, en ég hef fylgst með hvað bifvélavirkjarnir þurfa alltaf meiri tölvubúnað til að gera við.

9/12/07 09:01

krossgata

Er ekki markmiðið í dag að gera hlutina of flókna fyrir leikmenn svo það verði að kalla til fagmennina og fagmenn fái störf í sínum fögum?

9/12/07 09:01

Kiddi Finni

Gretzky: gott hjá þér og góða skemmtun. Vandamálið - ef þetta er vandamál eða aðeins eðlileg þróun - er líka breiðari en bara í vélum. Stefnan virðist vera að allstaðar þarf fagmenn til verka, uns enginn kann gera neitt nema akkúrat sitt fag. Fjölhæfni hefur verið hingað til eitt af sterku hliðum í öllum Norðurlöndum.

9/12/07 09:01

Herbjörn Hafralóns

Það er varla lengur á færi leikmanna að gera við nokkurn skapaðan hlut í nýjustu bílum. Það verður að tengja þá við tölvu til að finna út hvað er að.
Þá er nú betra að eiga bara aldraðan jeppa.

9/12/07 09:02

Huxi

Þetta er vel umhuxunarinnar virði. Það er ekki bara að "hardware" þátturinn í lífi okkar sé að verða sífellt flóknari, heldur má segja að "software" hliðin sé einnig að verða svo flókin að það er bara fyrir sérfræðinga að geta gert allt rétt í okkar daglega lífi. Það er ekkert einfalt í lífinu lengur...

9/12/07 10:01

Skrabbi

Það er engu að treysta í þessari nútímaveröld og það er búið að gera okkur ósjálfbjarga og varnarlaus á flestum sviðum. Er ekki öruggast fyrir þig að veðja bara á gamla góða seglið Kiddi? Setja þetta vélarusl í brotajárn og gerast sjálfbjarga, sjálfbær og umhverfisvænn og allt það sko... ha?

9/12/07 10:01

Kiddi Finni

Jú. Reyndar ég sigli alltaf þegar býrinn er segltækur. Allt í lagi að hafa vélina sem ballast.

9/12/07 11:00

Skrabbi

Satt... Á seglinu segulmagnaða ... Tralallala ...

9/12/07 11:01

Andþór

Ég get ekki gert við nokkuð skapaðan hlut.

9/12/07 11:01

Kiddi Finni

Huxi hitti reyndar naglann á höfuðið þegar hann sagði að lífið er að verða sífellt floknari einnig "hugbúnaðarmegin". Maður þarf alltaf aðstoð frá hjónabandsráðgjöfum, uppeldisfræðingum og svo má lengi telja. Hvernig stendur á þessu?

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.