— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/07
Til sonar míns

Hann hefur verið hjá ömmu er væntanlegur heim. Hann er fjagra vetra.

Ég beið þín svo lengi.
Í svo mörg ár
og marga vetur

Svo kom vorið
merkast allra vora
og þú með því.

Og nú vil ég
kynna þig
fyrir stjörnum himinsins
og víðáttu hafsins.
Og saman skulum við hlusta
hvað skógurinn vill okkur hvísla.

En fyrst
áttu að borða grautinn þinn.

   (39 af 43)  
5/12/07 09:02

Dula

En fallegt. [fær tár]

5/12/07 09:02

krossgata

Smellinn endir.

5/12/07 09:02

Kargur

Sonur þinn á góðan föður.

5/12/07 09:02

Huxi

Í þessu fallega ljóði hefur þér tekist að hnýta saman í eina kippu, hvað það er að eiga son.

5/12/07 10:00

Billi bilaði

<Gúffar í sig grautnum>

5/12/07 10:00

Bölverkur

Jú, jú, salla fínt. En er "merkust allra vora" ekki kynvilla?

5/12/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, gott ljóð. Skál!

5/12/07 10:00

Regína

,,Merkast allra vora", hefur Finninn meint.
Mér finnst þetta fínt ljóð. Ljóðrænt og hlýtt.

5/12/07 10:01

Bleiki ostaskerinn

Notar þú þetta til að ná athygli stráksins svo hann borði grautinn?

5/12/07 10:01

Garbo

Þið eruð heppnir að eiga hvorn annan.

5/12/07 10:01

Álfelgur

Mínir synir eru í öðrum landshluta og verða þar í viku... Ég geng eirðarlaus um í þögn kjallaraíbúðarinnar, skoða myndir af drengjunum og tárast. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru frá mér í lengri tíma en sólarhring. Ég er að missa það!

5/12/07 10:01

Kiddi Finni

Takk fyrir visbendinguna með kynvillunni, "merkast allra vora" á það vist að vera. Um að gera að leiðrétta þegar ég skrifa eitthvað skakkt.

5/12/07 10:02

Skrabbi

Hvernig væri þá að laga þetta í félagsritinu sjálfu?

"Ég tek áskorun Kidda vinar míns og bendi á:

"Til sonar mins" á væntanlega að vera: "Til sonar mín. "mins" er ekki til og ef þetta á að vera "míns" er sú beygingarmynd ekki til. Þarna á að vera "mín". Mundu Kiddi: Ég-mig-mér-mín.

"Fjagra vetra" á að vera "fjögurra vetra".

"Í svo mörg ár og marga vetra." Þetta gengur því miður ekki Kiddi minn. Þarna á að vera þf., þ.e. "vetur".

Enn fremur: "Og nú vil ég að kynna þig ... " Þarna er "að" ofaukið.

Og "viðátta" og "hvisla" á væntanlega að vera "víðátta" og "hvísla".

Ljóðið sjálft er bara gott.

5/12/07 10:02

Kiddi Finni

Heyrðu nú Skrabbi, takk fyrir visbendinguna en þetta með vetur er eitthvað snúið...
á ft. þf ekki að vera "vetra"?

5/12/07 10:02

Skrabbi

Nei, kallinn minn. Et.: vetur-vetur-vetri-vetrar. Ft. vetur, vetur, vetrum, vetra.

5/12/07 10:02

Álfelgur

Ég var einmitt að velta þessu með veturinn fyrir mér, þorði ekkert að segja þar sem ég var ekki viss...

5/12/07 10:02

Skrabbi

Flott, allt annað að lesa ljóðið.

Vantar reyndar eina lagfæringu sem ég benti á: "viðatta" á að vera "víðátta".

5/12/07 10:02

Regína

Mér finnst "fjagra vetra" vera smart. Dálítið gamaldags.

5/12/07 10:02

Kiddi Finni

Jæja. Nú er allt gert. Nema "fjagra", mér finnst gaman að vera stundum dálitið gamaldags.
En þessir undantekningar í íslenskum beygingum geta gert mann vitlausan, trúið því bara.

5/12/07 11:00

Regína

Hvaða rugl er þetta annars í Skrabba að "míns" sé ekki til?
Minn, um minn, frá mínum, til míns!
Ef Kiddi var með þetta rétt í upphafi þá er þetta ljótur hrekkur hjá þér Skrabbi.

5/12/07 11:01

krossgata

Einmitt Regína, það sem ég vildi sagt hafa.

5/12/07 11:01

Billi bilaði

<Verður enn ringlaðri og bendir á spurningu á þræðinum Málfarskrókur Önnu Pönnu>

5/12/07 11:01

Herbjörn Hafralóns

Auðvitað á að segja til sonar míns.

5/12/07 11:01

Kiddi Finni

Nei hættið nú alveg að snjóa... var hann Skrabbi að rugla mig ennþá meir... ég var með þetta þá rétt í upphafi, nema með einföldu "i" í "míns". Það má hæðast að mér annars eins og menn hafa gert og vera ber, en að rugla "úttlendingi" í íslenskunni er eiginlega of auðveldur hrekkur fyrir virðulega Gestapóa.

5/12/07 11:01

krossgata

Nákvæmlega og persónulega finnst mér þú Kiddi tala góða íslensku miðað við allt.

5/12/07 11:01

Kiddi Finni

Annars eru vísbendingar frá Skrabba vel teknar. En biddu bara nær ég skal kenna þér smá finnsku... (glottir)

5/12/07 11:01

Kiddi Finni

Takk, Krossa.

5/12/07 11:01

Günther Zimmermann

Varðandi meintan hrekk Skrabba, þá vil ég það eitt segja að persónufornafnið ég beygist svo:
Ég
Mig
Mér
Mín

En eignarfornafnið minn svo:
Minn
Minn
Mínum
Míns

Þannig að Skrabbi var ekki að rugla í Kidda, hann ruglaðist bara á fornöfnum. Eða þannig skil ég það.

5/12/07 11:01

Skrabbi

Hver skrambinn! Afsakaðu þetta Kiddi Finni og takk Gunther. Þetta voru fljótfærnismistök sem sýna breiskleika minn.

Fjögra og fögurra er gefið upp í Íslenskri orðabók Eddu en fjagra er þar ekki. Hvaðan kemur "fjagra" og hvaða rök eru að baki þeirri notkun?

Ég væri alveg til í að læra smá finnsku ... Hehe

5/12/07 11:01

Skrabbi

Billi B., elsku vinur. Tengillinn í málfarskróki Önnu Pönnu er ekki að virka. Og hvar er Anna Panna?

5/12/07 11:01

Günther Zimmermann

Þessi setning er nú ljóta hrákasmíðin hjá þér, Skrabbi:
,,Tengillinn í málfarskróki Önnu Pönnu er ekki að virka."
Betra væri:
,,Tengillinn í málfarskrók Önnu Pönnu virkar ekki."

Þessi ofnotkun á ,,er að ..." er að gera mig brjálaðan.

5/12/07 11:01

Skrabbi

Hárrétt Guntherman og takk fyrir ábendinguna.

Reyndar er sjón minni að hraka og letrið hér er allt of smátt. Jú, mikið rétt ... Ég sé þetta núna, þetta er veðbjóður ... En heyrðu kallinn minn. Þú fellur í sömu gildruna!

Ég ítreka fyrri þakkir til þín en þætti vænt um að fá þitt álit á "fjagra".

5/12/07 11:02

Günther Zimmermann

Það má vera að ég hafi brúkað þessa setningargerð í hugsunarleysi; hitt er aftur möguleiki, að ég hafi einmitt brúkað hana í andstæðu hugsunarleysis, þ.e. með vilja og vitund. Kannski eru orðin skáletruð af þeim sökum. Kannski.

5/12/07 11:02

Regína

Günther gleymdi að segja álit sitt á "fjagra".
Ég get hins vegar upplýst að þetta er úr talmáli sumra, og fer að mínu mati einkar vel með "vetra".

5/12/07 11:02

Günther Zimmermann

Fjagra þekkist í ritmáli, en ekki fyrr en á 20. öld. Eldri rithættir (17. öld) eru t.d. fiogra og fiegra. Mér persónulega finnst fjagra ófagurt, en sé ekki ástæðu til að fjargviðrast yfir því.

5/12/07 11:02

Kiddi Finni

Allt í lagi Skrabbi.

'eg lærði talmálið á Vestfjörðum og þar eru fjagra tommu naglar bara nokkuð algengir.

5/12/07 11:02

Huxi

Kiddi Finni: Íslenskan þín er það góð að ég hef nú ekki trúað því fyrr en núna nýlega að þú værir finnskur í raun og veru. Ég segi nú bara fyrir mig, að ekki mun ég nokkurntíma geta samið svona fallegt ljóð á finnsku. Og hafi einhverjir amlóðar verið að skensa þig fyriir rangar tíðir og vitlaus föll, þá ættu þeir hinir sömu að skammast sín í hausinn á sér og líta sér nær. Ekki hef ég ennþá rekist á hinn fullkomna íslenskumann hér á Gestapó.
[Huxar sig um] Reyndar komast sumir hérna ansi nálægt því. Og að lokum. Þú ert skáld og þá færð þú sjálfkrafa svokallað skáldaleyfi og það gefur þér heimild til að skrifa fjagra út um öll þín félagsrit, án þess að spyrja kóng eður prest.
Skál...

5/12/07 11:02

Grýta

Ég þekki líka mjög vel að talað sé um fjagra tommu nagla og að einhver sé fjagra vetra. Fjagra hæða hús eða fjagra herbergja íbúð hef ég líka heyrt.
Í flestum ef ekki öllum tilvikum er mér tamara að segja fjagra í stað fjögurra, eða fjögra.
Mitt talmál er líka vestfirskt.

Gott kvæði hjá þér Kiddi Finni.

5/12/07 12:00

Jóakim Aðalönd

Fjargviðrumst aðeins.

Fyrir utan það: Það er yfsilon í ,,breyskleika". Hafa það á hreinu...

5/12/07 12:01

Skrabbi

Það slæðist alltaf ein og ein villa þegar maður er í soddan letikasti að hannesast út í eitt. En ég er farin að lauma einni og einni setningu frá eigin brjósti og kannski hleypi ég mínum fákinum meira á skeið á næstunni. Hann er orðinn dálítið feitur og makráður. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn ... Já, Kiddi Finn er bara flottur en það má nú skóla piltinn örlítið.

5/12/07 12:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég veit Kiddi minn að orðinn okkar hvaðann sem þau koma . Úr frumskógum Sómalíu eðaSuomis þúsund vatna
tárum . Jafnvel Sænsku lagom orðinn eru lögð undir einglyrni merkikertana .og stafsettningarfasistana . orðið kærleikur getur aldrei stafast vitlaust . Skál elsku vinur bjóddu mér í bastu

5/12/07 12:01

Kiddi Finni

Þið eruð stórkostleg.
Þið öll.
Og í áframhaldi er vel þegið ef einhvern veitir mér leiðsögn í þessari ýlhýru tungu sem íslenskan er og sem er orðin mér annað hjartans mál - móðurmálið mitt er þar alltaf fremst, vítaskuld.
'Eg takka fyrir allan stuðning og hvatning og leiðsögn.
Var reyndar að kveikja upp í sánunni. Má ekki bjöða ykkur með?
(Deilir út handklæði og birkivendi)

5/12/07 12:01

Kiddi Finni

Ai jú, annars. Hann kom heim í dag.

5/12/07 12:02

Billi bilaði

<Skellir sér í sánu og lætur líða úr sér>

5/12/07 13:00

Einn gamall en nettur

Mega ljóð.

5/12/07 13:01

Dexxa

Rosalega flott..

5/12/07 13:01

Dula

Hvernig væri það að taka smá finnskunámskeið á þetta og útskýra fyrir okkur af hverju það eru svona margir eins stafir í röð í mörgum orðum.

5/12/07 13:01

Kiddi Finni

Já, afhverju ekki... hér er svolitið þröngt. Væri hentugara að gera félagsrít eða stofna spjallþráð?

5/12/07 13:01

Günther Zimmermann

Ég kann allt of lítið í finnsku, ekki nema ikse kakse kolumen (vafalítið er þetta uppfullt af stafsetningarvillum hjá mér, og er forláts beiðst). Gaman væri að auka þekkingu sína. Kiddi, hve mörg föll hafa finnsk nafnorð, voru það ekki sextán? Er persónan bundin sögninni eins og í rómönskum málum eða fyrir utan eins og í germönskum málum? Um þetta fjarskylda frændasprok mætti jafnvel stofna sér þráð.

5/12/07 13:01

Skabbi skrumari

Þetta er mjög gott. Skál í Finnlandía...

5/12/07 14:00

Hexia de Trix

Äiti!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.