— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/07
Vetrarminning

Hér er litið andartak frá löngu liðnum vetri. Tíminn til að birta það er kannski ekki allra bestur þegar er að koma sumar en ég læt það að flakka samt.

Var það í dag
sem sólin skein á hliðina?
Hún á víst að koma
og koma neðar
og loks til okkar
en nú er grátt.

Nú blæs landnýrðingur
meðfram firði
með nistingskulda
og þanglykt úr fjörunni.

Ég kem heim úr vinnunni
fer að elda
sjóða fisk og kartöflur
konan er á kvöldvakt

Kveiki á útvarpinu
það er vitlaust veður út á miðum
sagði kallin úti
bátarnir húka í vari
á Hótel Grænuhlið

Suðan er að koma upp
í fiskinum
í útvarpinu
Dánarfregnir og jarðarfarir.

   (40 af 43)  
5/12/07 07:01

Huxi

Þetta ert flott mynd sem þú dregur upp. Skál fyrir þér.

5/12/07 07:01

Regína

Já, bæði hlý og napurleg mynd.

5/12/07 07:01

Garbo

Blákaldur veruleiki beint í æð. Flott!

5/12/07 07:02

Bleiki ostaskerinn

Mér finnst ég þurfa að andvarpa.

5/12/07 07:02

krossgata

Heyri vindinn gnauða. Hlýju og ljós í bænum og myrkrið úti.

5/12/07 07:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kiddi minn þú átt þettað alltsaman .knús Tampeere knús
kæri vinuur

5/12/07 07:02

blóðugt

Blessuð Grænahlíðin.

5/12/07 07:02

Jóakim Aðalönd

Jamm, skál!

5/12/07 08:01

Masi

Aðalsjálfi mínu finnst þetta mjög skemmtilegt og mér líka.

5/12/07 09:01

Dexxa

Flott.. mjög flott.. en það er ekki gott að lesa þetta þegar manni er kalt.. [fær kuldahroll]

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.