— GESTAPÓ —
Goggurinn
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/10
Ort í ofvæmni

Veistu hvernig mér líður?
Og veistu hvernig það er,
að finna að brjóst mitt bæra
bara myndir af þér,

og finna að innst þar inni
býr ósk, sem þú færðir mér,
en tærir nú augun og fyllir
af tárum, sem enginn sér,

að hafa svo oft með þér hlegið,
að hafa þig faðmað og kysst,
að hafa þig huggað og elskað
en hafa þig síðan misst,

að finnast svo ómissandi
að faðma þig þétt að sér,
en vita svo af þér með vini sínum.
Veistu hvernig það er?

   (1 af 5)  
2/11/10 21:00

Goggurinn

Ef fólki ofbýður væmnin, þá er hér smáræði til að stilla hana af -

Typpa píku tussu fruss,
tussu frussu hóra.
Tómlegt er að troða' í hluss
og teyga stóra bjóra!

2/11/10 21:00

Grýta

Elsku Goggur. Þú ert svo einlægur og ekta.

2/11/10 21:00

Billi bilaði

<Ofbýður ekki>

2/11/10 21:01

Huxi

[Les í ofvæni] Þetta er óttalega kjút. Sérstaklega orðabelgsviðbótin. Skál og gleðilega sólrisuhátið.

2/11/10 21:01

Regína

Einlægni sama og væmni? Nei, það er líka hægt að vera óeinlægur og væminn. Þetta er fallegt, og svo eyðileggurðu trúverðugleikann með viðbótinni!

2/11/10 21:01

Heimskautafroskur

Fínt kvæði. Og úti á götu er snjórinn orðinn að saltpækli, táranna vegna.

Goggurinn:
  • Fæðing hér: 22/8/03 23:22
  • Síðast á ferli: 29/7/23 13:59
  • Innlegg: 1064
Eðli:
Grænn, haltrandi dvergur sem talar asnalega. Stolt hans og yndi eru forláta sólgleraugu.
Fræðasvið:
Kann allskonar. Og annað ekki.
Æviágrip:
Röð handahófskenndra, ómarkverðra atburða raðað sem mynda á einhvern hátt æviskeið.

Best að telja upp illa fengin embætti á vegum baggalútíska ríkisins. Vandamálaráðherra, varaforsetaherra, sendiherra Páskaeyju, keisaralegt hirðfífl, pyntingameistari Fólskumálaráðuneytisins ef minnið bregst ekki og svo örugglega eitthvað til viðbótar. Svo minnir mig endilega að ég eigi ekki mína eigin sál.