— GESTAPÓ —
Fíflagangur
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/07
Zeppelin

Sagnfræði er nú aldeilis hressandi í morgunsárið

Ég las í Fréttablaðinu í morgun að Graf Zeppelin loftskipið hefði sprungið í loft upp og verið knúið helíum.
Magnað hvað nasistarnir voru framarlega í nýtingu altenatívra orkugjafa.
Verst að þeim datt ekki í hug að fylla blöðruna með því í stað vetnis. Þá hefði það kannske ekki sprungið í loft upp.

Hvað þá Hindenburg...

   (8 af 24)  
5/12/07 06:01

Huxi

[Grípur um eitthvað sem gæti flokkast undir velmegunarvömb, og þokar sér varlega í átt að gólfinu, uns hann lekur útaf, hamslaus af hlátri.]

5/12/07 06:02

Wonko the Sane

Já ég tók eftir þessari skemmtilegu nýjung. Annars kom ekkert fram um Graf Zeppelin í greininni (ef ég man rétt) nema að það hafi verið systurskip Hindenburg, ekkert um að það hafi sprungið.

5/12/07 06:02

Jón Spæjó

Zeppelin er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.

5/12/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús

5/12/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Loftbelgur er ástar blaðra

5/12/07 06:02

Fíflagangur

Jamm, ég skrifaði þetta líka eftir mjög takmörkuðu minni. Þetta var enda lesið á fyrsta kaffibolla.

Held reyndar að blaðamaðurinn hafi ekki verið byrjaður á sínum þegar hann hnoðaði þennan fróðleik saman.

Kannske þetta hafi verið einhver teþambari.

5/12/07 06:02

Lopi

Það hefði nú verið gaman að ferðast með loftskipi. Leiðinlegt að þau sprungu.

5/12/07 07:00

Stelpið

GEH er ástarblaðra.

5/12/07 07:00

Dexxa

Helíumblöðrur eru skemmtilegar..

5/12/07 07:01

Günther Zimmermann

Loptskipin eru enn til; við Zeppelinsafnið í Friedrichshaven við Bodensee er hægt að kaupa sér far með slíku fyrir um 300 evrur, minnir mig.

5/12/07 07:01

Günther Zimmermann

Fíflagángr! Sagnfræði er ekki (misvitlaus) staðreyndaflaumr.

Fíflagangur:
  • Fæðing hér: 22/8/03 13:35
  • Síðast á ferli: 24/9/11 11:06
  • Innlegg: 82
Eðli:
alltaf fullur
Fræðasvið:
lög
Æviágrip:
ætíð fullur