— GESTAPÓ —
Dannibé
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Saga - 2/11/04
Það er laugardagsmorgunn

Það er laugardagsmorgunn, hráslagalegt veður. Skýjað og kalt og snjór í fjallatoppunum í kringum bæinn. Það er enginn á ferli á degi sem þessum. Það er helgi og fólk almennt er að hvíla sig eftir erfiða viku. Allir nema einn. Alfreð Möser. Alfreð er heldur enginn venjulegur maður. Það vita reyndar fáir hvernig maður hann er, en Alfreð er líka einfari. Það fá fáir tækifæri til að kynnast honum í raun.
Í dag er Alfreð samt ekki að hvíla sig, hann er að hamast í kjallaranum við að klára gæluverkefnið sitt. Ef fólk í bænum vissi hvað hann væri að gera í kjallaranum, þá myndi það ekki vera svona áhyggjulaust heima hjá sér, en það veit enginn hvað fer fram í kjallaranum hans... NEMA HANN! Við kíkjum aðeins inn til hans, þarna stendur hann sveittur í hvítum læknaslopp og leggur lokahöndina á verkefni sitt. Loksins eftir öll þessi ár er þetta orðið tilbúið hjá honum

   (1 af 2)  
2/11/04 17:00

Lopi

Sem er að lækna gæludýrið sitt.

2/11/04 17:00

Hakuchi

Lygi!

2/11/04 17:00

kolfinnur Kvaran

Er hann að brugga í slopp?

2/11/04 17:00

Offari

Góðan Dag.

2/11/04 17:01

Litli Múi

Er hann Frankenstein.

2/11/04 17:01

dordingull

TÍMAVÉL!!

2/11/04 17:01

Hvæsi

Er hann að baka 7 sortir af smákökum ?

2/11/04 17:02

Skabbi skrumari

Vá... þetta er spennandi... meira á morgun?

2/11/04 18:00

Nafni

"þarna stendur ann sveittur í hvítum læknaslopp og leggur...". Er hann að hamra járnið meðan það er heitt?

2/11/04 19:00

Leibbi Djass

Rækallinn!

Dannibé:
  • Fæðing hér: 12/12/05 21:46
  • Síðast á ferli: 8/11/06 14:08
  • Innlegg: 0