— GESTAPÓ —
Jarmi
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/08
Askan og eldurinn

Þá er ég loksins laus undan álögum Ágústar og það áður en honum er öllum lokið.

Veskið ekki vantaði,
vöntun fjárs og sinnu
pening drengur pantaði
pjakkur sótt'um vinnu

Nætur hef ég nokkrar þrælt
nóttin var minn dagur
sukkið þó var súper kælt
sumartíminn magur

Ágúst lokið, allri þjá
aflausn hef ég beðið
varla má nú minna sjá
magnað var það streðið

Brátt nú aftur byrjar stríð
barátturnar slíkar
óvinur er bókin blíð
betur þó mér líkar

   (2 af 3)  
9/12/08 06:00

Huxi

Og þú sem sagðist ekki geta ort... Það er bara ekkert að marka það sem þú segir.
Skál og haltu þessu áfram...

9/12/08 06:00

Regína

Já, þetta er alveg rétt ort.

9/12/08 06:00

Vladimir Fuckov

Þjer eruð misheppnaður misheppnaður hagyrðingur [Glottir eins og fífl].

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

9/12/08 06:00

Jarmi

Glæsilegt! Ég sem er haugölvaður á koju og samdi þetta á 45mín. Var nokkuð viss um að þurfa að leiðrétta þetta fram á nóttu.

9/12/08 06:00

Upprifinn

sama og Vlad sagði, án þéringa.

9/12/08 06:00

Garbo

Já, já áfram Jarmi.

9/12/08 06:00

Texi Everto

Þú (Jarmi) ert bara svona klár eins og Blesi [Ljómar upp]

9/12/08 06:00

Jarmi

Iss, þett'er bara byrjenda-heppni. Takk samt.

9/12/08 06:00

Huxi

Það var það hjá Blesa líka...

9/12/08 06:00

Wayne Gretzky

Hmm, já, fínt, ágætt, rétt ort, furðulegt, kúlíó,nýtískulegt.

Það er nú þannig.

9/12/08 06:00

Wayne Gretzky

Setja þeir yrkjupillur í leverpostegið í Netto, eða?

9/12/08 06:00

Jarmi

Nei, en þeir setja 'digtdrops' í bjórinn sýnist mér.

9/12/08 06:00

Jóakim Aðalönd

[Kveikir á hvatningarskilti fyrir Jarma]

Ekki hætta þessu kallinn minn!

9/12/08 06:00

Grýta

Flott!
En afhverju er bókin blíð óvinur?

9/12/08 06:00

Jarmi

Þú hefur ekki prufað að lesa þig til tæknifræðings Grýta mín. Það sé ég.

9/12/08 06:01

Wayne Gretzky

Hví í fjandanum setja Baunarnir digtdrops í bjórinn? Hvað halda þær að nagdýr fari að yrkja?

9/12/08 06:01

Dula

Já það er ekki öll vitleysan eins Jarmi minn, haltu áfram að lesa þér til tæknifræðings ef þú heldur að það henti þér betur, en mér finnst málbeinið vera í braggírnum og kannski það sé liðugra með smá vínanda í bland. Flott hjá þér. Og hættu svo að þykjast ekki geta ort, þú samdir frábærar níðvísur um mig hér um árið[glottir einsog fífill]

9/12/08 06:02

krossgata

Byrjendaheppni... er þá ekki best að byrja í hvert skipti? Þá verður það alltaf svona ljómandi fínt. Skál!

Jarmi:
  • Fæðing hér: 10/12/05 14:09
  • Síðast á ferli: 11/2/19 11:22
  • Innlegg: 8636
Eðli:
Jarmi S. Auðdal

Gætið ykkar á lömbunum, það er aldrei að vita hver þeirra eru úlfar í sauðagæru.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í skammsýni og nærsýni. Þykir sérstaklega fær í "þessu jarmi". Pólþríeindafræði er honum sérstaklega frábitin.