— GESTAPÓ —
Jarmi
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Djöfull leiðist mér þið...

... þegar þið endalaust þurfið að nöldra og væla yfir stjórnmálaflokkum á Íslandi.

Það er alveg með ólíkindum hvað ykkur tekst stundum að berja mig í andlitið með ömurlegum innleggjum.

Ég hef gaman af svo gott sem öllu sem ég kemst í tæri við á Gestapó.
Hingað kem ég til að hlæja og bulla, rökræða og hafa mig að fífli (fylgist oftast að), læra af mér fróðari mönnum og miðla þeirri litlu vitneskju sem ég hef til þeirra er heyra vilja. Gjarnan kíki ég á hvað fólk er að aðhafast þegar kemur að því að njóta hinna ýmsu listforma og á ég það jafnvel til að halda því fram að skoðun mín á þeim sviðum sé nægilega merkileg til að bera hana á borð fyrir aðra. Á stundum heilla mig upplýsingar þær er Gestapóar hafa fram að færa varðandi daglegar athafnir sínar og tilfinningar. Þá kemur fyrir að ég gjörsamlega spanderi tíma í teningaköst eða jafnvel fleygi frá mér hömlum og höftum á daðurþráðum. Ég á það til að gagnrýna félagsrit og þá oftast á jákvæða mátann, enda nenni ég yfirleitt ekki að eyða púðri á drasl. (Þó ber ekki að skilja það sem svo að þau félagsrit sem ég hef ekki sett orð í belg við séu endilega drasl. Stundum hef ég bara ekki neitt að segja, ótrúlegt nokk.)

EN!

Nú er svo komið að ég hef fengið nóg! Fjandinn hafi það, getið þið ekki hætt þessu helvítis flokka-karpi? Ef það er eitthvað sem mér leiðist þá er það þessi endalausi 'bæjarígur' sem vel flestir Gestapóar virðast hafa svo gaman af. Ég tek því sko andskotinn hafi það persónulega þegar þið setjið út á framsóknarfólk í heild sinni og talið þar með illa um hann afa minn. Eða bölvið sjálfstæðismönnum og um leið setjið út á elskulega ömmu mína. Svo fæ ég beint í andlitið hvað samfylkingarfólk sé ömurlegt og móðir mín með. Engin heilvita maður gæti kosið Frjálslyndaflokkinn og um leið er bróðir minn stimplaður hálfviti. (Öll dæmi eru tilbúin til að forðast aðsóknir og almennt Gestapó-hatur.)

Vil ég því biðja ykkur, á eins vingjarnlegan hátt og hinn meðal Jarmi getur beðið nokkurn mann, um að hætta þessum 'rasisma' eða 'flokkisma' ef svo mætti kalla.

Því djöfull eruð þið ömurlega leiðinleg þegar þið gerið þetta.

   (3 af 3)  
1/11/07 06:02

Wayne Gretzky

Karp er skemmtilegt, finnst mér..

En það er rangt að tala um að Framsóknarfólk og Sjálfstæðismenn séu eitthvað verri en aðrir.

T.d. er Offari ótrúlega skemmtilegur og Framsóknarmaður.

1/11/07 06:02

Günther Zimmermann

Þú vilt væntanlega bara græða á daginn og grilla á kvöldin?
[Glottir eins og fíbbl]

1/11/07 06:02

Hvæsi

RAUNHEIMAPÓLITÍKUSARRIFRILDI Á EKKERT ERINDI HINGAÐ Á GESTAPÓ !

<Tekur um axlirnar á Jarma og nuddar frekar harkalega, strákalega sko, ekki hommalega>

1/11/07 06:02

Hvæsi

Svona einsog var gert við Rocky Balboa.

1/11/07 06:02

Finngálkn

Loksins pistill á íslensku! Svo er þetta alveg rétt.
En Jarmi - ætlar þú ekki að mæta í tepartíið hjá Dabba á morgun?

1/11/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Óskaplega átt þú litríka fjölskyldu Jarmi minn

1/11/07 06:02

Vladimir Fuckov

Flöt jörð, slétt fött, hrein trú !

1/11/07 06:02

Wayne Gretzky

Föt.

1/11/07 06:02

Anna Panna

Sammála. Skiljum flokkaþræturnar eftir fyrir utan! [Óskar Jarma hjartanlega til hamingju með að vera ekki lengur hreinn sveinn á sviði félagsritaritunar]

1/11/07 06:02

Wayne Gretzky

Þetta fór í anganvísanir hjá þér, af hverju?

1/11/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér finst raunverulega Gestapó vera blessunnarlega laus við flokspólitískar ádeilur . Ef hliðsjón er tekinn hversu fjölbreitt við erum sjálf . Margt má betur fara auðvitað en það er hátt í þak og víðir veggir finst mér

1/11/07 06:02

Nermal

Við verðum að vera góð við frammsóknarmennina. Þeir eru svo afskaplega fáir eftir.

1/11/07 06:02

Nermal

Og Jarmi.... þú ert nú stundum ógeðslega leiðinlegur líka hehe!

1/11/07 06:02

Huxi

Því miður hefur fólk sem ég hef metið frekar óvitlaust átt það til að hella úr sínum pólitísku hlandkoppum yfir allt og alla hérna og jafnvel ritað Félaxrit og kvæði með þessum smásálarlegu leiðindum. Þið sem eruð að velta ykkur upp úr hlandfor íslenskra stjórnmála hérna, ættuð að vita eins vel og ég að Gestapó er miklu merkilegri og gáfulegri vettvangur en svo að það taki því að saurga hann með pólitísku drullukasti. Það er nóg pláss fyrir slíka iðju á hinum ílla hirtu lendum alnetsins.

1/11/07 06:02

GerviSlembir

Það er bara svo gaman að gera grín að öðrum flokkum og að atast í fólki. Sérstaklega á tímum sem þessum.
Fólk verður að hafa húmor fyrir þessu og það má ekki taka því illa þegar einhver gerir grín að flokknum sem maður styður.

En nú má ekki gera grín að Sjálfstæðisflokknum því það er ekki fallegt að gera grín að minni máttar. Þetta sagði Steingrímur J. fyrir ekki löngu.

Pólitískt þvaður á þó ekki alltaf við. Væri ekki hægt að hafa þráð fyrir slíkt þvaður og þeir sem vilja geta þá þvaðrað þar?

1/11/07 06:02

Offari

Ég spái upprisu Framsóknarfloksins.

1/11/07 06:02

krossgata

Gulir eru bestir!
[Stelur gengjamerkjunum hans Jarma]

1/11/07 06:02

Garbo

Ef einhver hefur verið að nöldra og væla hér þá ert það þú akkúrat núna, Jarmi minn, og mikið fer það þér illa. Skil hins vegar að þér finnist fúlt að ekki séu allir alltaf sammála þér en svona er lífið. Það er bara allt að fara hér til andskotans. Fólk sofnar með kvíðahnút í maganum og vaknar með kvíðahnút og fyrirgefðu að við skulum hafa skoðanir á ástandinu. En ég skal reyna að vera aðeins minni hálfviti bara fyrir þig og bleiku skýin þín. Knús.

1/11/07 06:02

Nornin

Ég kýs Jarma!

1/11/07 06:02

Þarfagreinir

Ég hef ekki orðið mjög var við þessar meintu alhæfingar um meðlimi pólitískra flokka. Það er helst það að Offari (og stundum Golíat) mæri Framsóknarflokkinn og Framsóknarmenn, en maður er nú löngu vanur því. Þeir eru líka grænir, og mega þetta.

Það má vel ræða það hvort pólitískar umræður eigi heima hér, en ég myndi sjálfur ekki nota þetta sem útgangspunkt.

Svona fara mismunandi hlutir víst í taugarnar á fólki.

Það væri fróðlegt að fá að heyra dæmi, fyrst maður er svona blindur á þetta.

Annars áskil ég mér persónulega rétt til að tala um hvað sem mér dettur í hug að fjalla um á þessum vettvangi, sem og öðrum, bara svo það sé á hreinu.

1/11/07 06:02

Þarfagreinir

P.S. Annars eru blámenn auðvitað langbestir.

1/11/07 06:02

Günther Zimmermann

Stjórnarskrá lýðveldisins [sic] Íslands

73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

1/11/07 06:02

Skabbi skrumari

Sammála Þarfagreini hér fyrir ofan... ekki hef ég orðið var við pólitískar væringar af ráði... ég man t.d. ekki eftir að hafa lent í neinu sérstöku rifrildi um pólitík, nema þegar ég er að kíta við Offara eða Golíat í gamni... og jú ég hef samið neikvæðar framsóknarvísur, t.d. fyrir kosningar (en ég bætti það upp með níðvísum um alla hina flokkana ef ég man rétt)... hví er ég að taka þetta til mín eiginlega?
Jú, ég man eftir að hafa upp á síðkastið sett orðið blár í neikvæðri merkingu nokkrum sinnum í vísur, en ég efast um að þú lesir það hvort sem er...

p.s. ég skrifa það sem mér sýnist hér, ég læt ekki Jarma ráða því... Skál

1/11/07 06:02

Vladimir Fuckov

Í tilefni af orðum Günthers viljum vjer að gefnu tilefni taka skýrt fram að í baggalútíska heimsveldinu er fullkomið pólitískt tjáningarfrelsi. Þegnar heimsveldisins verða þó að gera sjer grein fyrir að gagnrýni þeir rjettkjörin stjórnvöld í Baggalútíu geta þeir lent á listanum yfir óvini ríkisins eða jafnvel í fangelsi. Það er hinsvegar að sjálfsögðu ekkert í lögum sem bannar einhverjum að vera á listanum yfir óvini ríkisins eða í fangelsi og því er það frjálst val þegnanna hvort þeir gagnrýna yfirvöld eður ei.

1/11/07 06:02

Billi bilaði

Elskaððig!

1/11/07 06:02

Skabbi skrumari

PS... neikvæðnin á eflaust eftir að aukast næstu vikur og það á óskiljanlegan hátt fyrir þá sem búa ekki á Íslandi... en við hljótum að þrauka kreppuna, bara að baggalútur group fari ekki á hausinn...

1/11/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér finst að Garbo hafi mest til málana að leggja

1/11/07 07:00

Finngálkn

Vá Jarmi - tekin í rassgatið - AF KERLINGU!!! Ég er að tala um svar Grétur Garbo!

1/11/07 07:00

Mikki mús

Hættu þessu jarmi.
Eftir öllum líkindum að dæma áttu heima í útlandinu og ruglar saman fréttum og gestapóaveruleika.
Ég tek undir orð Þarfagreinis og bið þig að benda á dæmi sem staðfestir helvítis flokka-karp á gestapó.

1/11/07 07:00

hvurslags

Hvaða helvítis væl er þetta? Er þér um megn að heyra réttláta gagnrýni á stjórnmálaflokka án þess að afi þinn og amma bylti sér í gröfinni? Góði besti vertu ekki þessi helvítis brjóstmylkingur sem þú ert og lærðu að taka smá gagnrýni. Ef þú fílar ekki það að fólk gagnrýni stjórnmálaflokka drullaðu þér til Norður-Kóreu.

1/11/07 07:00

Sæmi Fróði

Já við framsóknarmenn látum ekki vaða yfir okkur, láttu þau hafa það óþvegið. [Reynir að skrúbba af sér skítinn úr skegginu].

1/11/07 07:01

Golíat

Hvurslag skítkast er þetta hvurslags? Er Jarmi ekki frjáls skoðana sinna? Reyndar er ég ósammála honum og finnst ótrúlega lítil raunheimapólitík á Lútnum núorðið. Hún hefur oft verið miklu meira áberandi.
Ég á td eftir að birta félagsrit um kjördæmisþing Framsóknarflokkisns í norðausturkjördæmi, en það var haldið um síðustu helgi!

1/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Það sem Hvulli sagði...

1/11/07 07:01

Tigra

Ég er sammála Golíat að því leitinu til að hvulli var óþarflega dónalegur. Hvulla má finnast það sem honum finnst og Jarma má finnast það sem honum finnst, en það er alveg óþarfi að vera með skítkast.

Að mínu mati þá á raunheimapólitík ekki mikið erindi inn á lútinn, en auðvitað er það skiljanlegt að fólk vilji ræða hlutina að einhverju leiti þegar það er hrætt og mikill óróleiki í kerfinu.

Hinsvegar er ég alveg sammála Jarma að því leitinu til að það er kannski í lagi að gagnrýna stjórnmálaflokka án þess að alhæfa að allir sem styðji flokkinn séu bjánar og hálfvitar. Ég þekki yndislegt fólk af öllum stærðum og gerðum sem styður alla mögulega flokka.
Ef ég er ekki ánægð með flokk eða stjórnmálamann er algjör óþarfi að alhæfa það yfir á alla.

Verið svo vinir þarna kjánarnir ykkar og ekki rífast eins og fýlustrumpar.

1/11/07 07:01

Lopi

Hversdagslegt pólitístkt karp passar kannski ekki hér en eins og Offari setur sín pólitísku skrif finnst mér flott. Sem hinn grjótþrjóski Frammsóknarmaður, týndur á landsbyggðinni.

1/11/07 07:01

hvurslags

Ég biðst afsökunar á skítkastinu. Finngálkn hlýtur að hafa hlaupið í mig.

1/11/07 07:01

Don De Vito

Þegiði bara.

1/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Hvulli mátti þetta alveg..

1/11/07 07:01

Skabbi skrumari

Ehemm... Jarmi, þetta er engin ástæða til að hætta er það nokkuð félagi? [Lemur karlmannlega í öxlina á Jarma]...

1/11/07 07:01

Huxi

Það er nú ekki erfitt að fara eftir þessum einföldu reglum sem okkar stórfenglega ritstjjórn, ó blessað veri nafn hennar og Enters alföðurs vor um alla eilífð, setti okkur af náð sinni og gæsku.
Ef einhver skyldi vera búinn að gleyma þeim þá birti ég þær hérna, ykkur til upprifjunar.
Um félagsritun:
Félagsrit skulu vera fræðandi, skemmtileg og innihaldsrík.
Félagsrit skulu ekki innihalda blaður, orðagjálfur, tittlingaskít ellegar argaþras.
Félagsrit skulu vera höfundi sínum til sóma.
Ég verð að segja að persónulegt níð um nafngreinda menn hvort sem þeir eru stjórnmálamenn, seðlabankastjórar eða söngvarar er ekki neinum höfundi til sóma. Þetta erubara þrjár reglur og ef við förum eftir þeim þá eru ekki miklar líkur á að allt fari í bál og brand...
P.s. Mér finnst líka að þetta eigi að gilda í orðabelgjum um félaxrit...

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Uss.. krakkar mínir. Eru ekki allir vinir ?
Eiga ekki allir rétt á sínum skoðunum ?

1/11/07 07:01

Upprifinn

Mikil viðbrögð við ekki merkilegra félagsriti.

1/11/07 01:00

Þarfagreinir

[Ræskir sig]

Allir Sjálfstæðismenn eru hrokafullir og andlausir flottræflar sem bera enga virðingu fyrir neinu nema sjálfum sér og eigin rassi.

Allir Samfylkingarmenn eru vindhanar og mennasnobbsfageðjótar sem halda að bara með því að ganga í ESB verði Ísland að paradís þar sem menntasnobbsfageðjótar njóta loksins einhverrar virðingar.

Allir Vinstri grænir eru grútfúlir og bitrir feministar og afturhaldskommatittir sem eru gríðarlega uppteknir af því að vera ekki töff, í von um að það sé í raun og veru töff að vera ekki töff.

Allir Framsóknarmenn eru afdankaðir bóndadurgar sem finnst brandarar um kynmök við dýr fyndnir.

Allir Frjálslyndir eru galgopalegir vindbelgir með enga hugmyndafræði aðra en þá að kvótakerfið og útlendingar séu afskaplega leiðinleg fyrirbæri eitthvað.

P.S. Ég kalla enn og aftur eftir dæmum um alhæfingar um fólk í pólitískum flokkum. Þessi orðabelgur hér telst ekki með.

1/11/07 01:01

Regína

Ég er alveg sammála Jarma. Þar með getið þið skammast í mér líka sem eruð með fínni skoðanir.

1/11/07 01:01

Þarfagreinir

Það er nú algjör óþarfi og argasta synd ef fólk ætlar að fara að skipa sér í einhverjar fylkingar vegna svo lítils máls. Getum við ekki öll verið vinir bara? Ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessu karpi, og hef grun um að það gildi um fleiri.

1/11/07 01:02

Skabbi skrumari

Ég hef ekkert gaman af karpi um pólitík, þú þarna... jafnaðarpungur... [Glottir eins og fífl og hleypur út af orðabelgnum og lofar að fela sitt skítlega eðla hér eftir]

1/11/07 02:00

Huxi

Skabbi: Ertu skítleg eðla? Ég sem hélt að þú værir skrumari...

1/11/07 02:01

Álfelgur

[Skipar sér í flokk og hefur skítkast]

1/11/07 02:01

Skabbi skrumari

Huxi: Nei, ég er gúanó eðla...

1/11/07 02:01

Huxi

Já, hið eðla gúanó... [Horfir dreymandi í fjarskann]

Jarmi:
  • Fæðing hér: 10/12/05 14:09
  • Síðast á ferli: 11/2/19 11:22
  • Innlegg: 8636
Eðli:
Jarmi S. Auðdal

Gætið ykkar á lömbunum, það er aldrei að vita hver þeirra eru úlfar í sauðagæru.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í skammsýni og nærsýni. Þykir sérstaklega fær í "þessu jarmi". Pólþríeindafræði er honum sérstaklega frábitin.