— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/03
Uppskrift að lífshlaupi

Velkomin í uppskriftarhorn Hvurslags. Í dag birtist hér góð uppskrift að lífshlaupi fyrir 1-2.

Hráefni:
300 gr. hveiti
Litarefni(hvítt, svart, appelsínugult, skiptir ekki máli)
Sæðisfrumur(eins margar og þörf krefur)
200 gr sykur
1 egg
10-15 skólaár

Aðferð:
Hitið ofninn í 37 gráður. Stingið blöndunni síðan inn og látið malla í níu mánuði. Hellið síðan skólaárunum varlega útí, (í einstaka tilfellum má sleppa einu og einu) og án þess að stoppa. Hrærið svo vel og látið hlaupið þykkna vel upp.

Lífshlaupið má síðan borða með æviskeið.

   (48 af 51)  
3/11/03 02:01

Mosa frænka

Hvað gerist ef maður notar óvart of mörg skólaár?

3/11/03 02:01

Limbri

Já eða gleymir hveitinu en notar tvöfallt af sykri ?

-

3/11/03 02:01

hundinginn

Hvað með lyftiduftið?

3/11/03 02:01

Leibbi Djass

Já.

3/11/03 02:01

SlipknotFan13

En hvað ef maður hellir ótæpilega af vanilludropum í deigið?

3/11/03 02:02

hvurslags

Mosa frænka: Þá færðu lærdómsmann.
Limbri: Þá færðu Leonardo diCaprio.
Slipknotfan: Þá færðu Vanillumanninn.

3/11/03 02:02

Vladimir Fuckov

Sé þetta uppskrift að lífshlaupi fyrir 1-2 og sé gert ráð fyrir að um tvo sé að ræða á þá að deila með tveimur í allar tölur ? Þá finnast oss tölurnar nefnilega verða of lágar og á það í sumum tilvikum líka við þó slíkt sé eigi gert (t.d. duga 10-15 skólaár eigi til að ljúka háskóla nema í undantekningatilvikum).

3/11/03 03:00

Haraldur Austmann

Hvernig veit maður hvað eru komnar margar sæðisfrumur? Dugar ekki ein?

3/11/03 03:00

hvurslags

Nei, hlaupið dugar ágætlega fyrir þann sem um ræðir og lífsförunaut. Einnig fyrir þá sem þjást af skitsófreníu.

hvurslags:
  • Fæðing hér: 21/8/03 19:36
  • Síðast á ferli: 11/6/23 18:21
  • Innlegg: 7684
Eðli:
Fræðasvið:
Ég er nú sosum ágætur að bakka með kerru.
Æviágrip:
Það rættist bærilega úr okfrumunni.