— GESTAPÓ —
Dexxa
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/09
Orðahnútur

varúð.. það er enginn sérstakur tilgangur með þessu félagsriti.. er eiginlega bölvað órit, en fannst ég einhvern vegin knúin til þess að reyna að koma þessu frá mér.

Aldrei á minni ævi hef ég getað komið orðunum almennilega frá mér.. hvorki í tali né á blaði, ekki í formi ljóðs eða sögu. Stafsetning og málfræði vefst ótrúlega fyrir mér þó svo mér finnist ég kunna flestar reglur þegar ég fer yfir þær. Margt kraumar í hausnum á mér sem ég vildi gjarnan vilja grípa og hripa niður, en þegar kemur að því fer allt í rugl. Þegar ég hef verið beðin um að botna vísu, læsast allir þeir skápar sem innihalda orð og málfar og á mig kemur þessi svipur sem lýsir bæði heimsku og hræðslu í senn.
Mín eldri systkyni hnepptu þann hæfileika í vöggugjöf að vera afskaplega orðheppin. Og eru það aðallega tvö sem ég hef í huga, og eru þau alltaf tilbúin með svar eða útúrsnúning af bestu gerð. Þau eru rosalega fljót að hugsa og geta alltaf svarað fyrir sig. Meðan ég horfi bara út í loftið tómleg á svip meðan ég leita eins og brjálæðingur í öllum skúffum og skápum í hausnum á mér til að finna viðeigandi svar, en um leið og það finnst (ef það finnst) er liðinn alltof langur tími til þess að geta notað það.
Hef ég tekið eftir því að flestir hér inni eiga ekki við þetta vandamál að strýða, enda les maður hér fullt af flottum sögum og vel smíðuðum ljóðum. En ég hef mikið gaman af því að lesa góðar sögur og ljóð, og að sjálfsögðu nýt ég að lesa góðar bækur líka.
Ég er búin að gera eina tilraun til að koma frá mér sögu, en tókst ekki vel til í málfari og stafsetningu þó svo ég hafi farið mörgum sinnum yfir hana. Mér finnst þessi saga eiga möguleika að vera nokkuð góð en hún þarfnast samt tölverðar lagfæringar.
Það kemur nefnilega fyrir að mér dettur í hug atburðarrás sem gæti sómað sér vel í góðri stuttri sögu. Einnig hef ég oft ætlað að skrifa hér félagsrit um eitthvað sem skiptir mig máli, eða mér hefur fundist merkilegt, en hætt við. Verið kannski búin að skrifa helling, strokað það svo út og hætt við. Ég var til dæmis búin að skrifa og eyða þremur félagsritum um almenna kurteisi þegar ég ákvað að lokum að láta bara vaða þó þetta væri ekki alveg nógu gott. Er samt eitt af því besta sem ég hef skrifað.
Ég get hins vegar komið mínum hugsunum og tilfinningum frá mér í teikningum, málverkum og núna nýlega í litlum einföldum silfurhlutum. En þær hugsanir og þær tilfinningar skila sér ekki alltaf til þeirra sem skoða myndirnar eða silfurhlutina.
Þetta er orðið miklu lengra en þetta átti að vera svo ég læt þetta duga.

   (1 af 7)  
9/12/09 23:01

Regína

Mér sýnist þú koma þessu ágætlega til skila.

9/12/09 23:01

Garbo

Við erum sem betur fer ekki öll eins. Það er um að gera að reyna að nýta og njóta þeirra hæfileika sem okkur eru gefnir og þú átt svo sannarlega nóg af þeim.

9/12/09 23:01

Nermal

Það hafa allir sína hæfileika. Ég get t.d ekki teiknað beina línu án reglustiku. Þú ert góð í þínu og efalaust eru margir sem öfunda þig af þeim hæfileikum.

10/12/09 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég get ekki einusinni teiknað beina línu m e ð reglustiku - það misheppnast alltaf.

10/12/09 01:01

Miniar

Það er mismunandi eftir dögum hversu vel mér gengur að koma frá mér orði. Suma dagana er eins og hausinn á mér sé einfaldlega ekki gerður til þess að meðhöndla tungumál sem fyrirbæri og kemur þá tóm vitleysa út um kjaftinn á mér ef nokkuð, aðra daga sest ég niður og ættla mér að hnipra niður eitthvert eitt smávegis og stend svo up 3000 orðum síðar til þess eins að pissa.
Fæ ég einnig hrós, oft mikið, fyrir verk síðari daganna.

Geta manna er misjöfn, eftir mönnum og eftir dögum.

10/12/09 01:01

Dula

Já oft sest ég niður og ætla að skrifa enn eitt meistarastykkið en það koma bara setningar sem eru strokaðar út jafnóðum, en það er líka af því að manni liggur kannski ekkert sérstakt á hjarta, þetta lá þér greinilega meir á hjarta en annað og þess vegna stendur þetta snilldar félagsrit hér fyrir framan mig og er mjög vel læsilegt, skemmtilegt og umfram allt einlægt [brosir af velþóknun ]

10/12/09 03:00

Nermal

Svo er það oft þannig hérna að ef maður skrifar félagsrit sem inniheldur einhverjar ritvillur þá virðist söfnuðurinn oftar en ekki verða afar upptekinn að téðum villum, fremur en að spá í innihaldi ritsins. Það er allaveganna mín reynsla, og þykir mér það til vansa fyrir það fólk sem svo gjörir.

10/12/09 03:01

Golíat

Ekki held ég nú að þetta sé órit á mælikvarða Aðalandarinnar.
Reyndar finnst mér þetta hið læsilegasta rit og þakka það.

10/12/09 03:01

Regína

Hmm, ég kannast alveg við að hafa sett út á ritvillur þegar ég er þannig stemd. En ég er ekki ein um það, svona í gegnum tíðina, og man ekki sérstaklega eftir því varðandi þig Nermal. Annars er stafsetningunni hjá mér að hraka, ég er farin að vera óörugg með i eða y til dæmis.
Svo lengi sem ritunin er mikið betri hér en á b- -d.is er ég ánægð.

10/12/09 04:01

Dexxa

Ég þygg uppbyggilega gagnrýni þegar kemur að stafsetningarvillum.. en finnst leiðinlegt þegar það er einungis horft á villurnar en ekki innihaldið.
Ég þakka öllum hólið, þetta er eitt það besta sem ég hef skrifað hingað til.. vildi að þetta myndi alltaf ganga svona vel þegar mér liggur eitthvað á hjarta..

Dexxa:
  • Fæðing hér: 20/11/05 18:42
  • Síðast á ferli: 7/8/16 01:10
  • Innlegg: 735
Eðli:
Lítð geðveikt vélmenni í dulbúningi.
Fræðasvið:
Ýmiss konar tölvu aukahlutir, eins og vefmyndavélar og mýs sem notast er við njósnir til að yfirtaka heiminn.
Æviágrip:
Sir vélmennin eru illir aðstoðarmenn innrásageimvera. En eins og nafnið gefur til kynna er Dexxa ekkert venjulegt vélmenni. Hún breytti nafni sínu úr GiR.. yfir í Dexxa, en Gir er einmitt fyrirmynd hennar og afbragðsgott vélmenni eins og sést á fagurgrænni myndinni. Gir er eina Sir vélmennið sem hefur G í staðin fyrir S, en ástæða þess hefur ekki verið fundin ennþá. Dexxa hefur enga innrásargeimveru að þjóna svo hún gerir sitt besta að yfirtaka heiminn upp á eigin spýtur og hefur hún nú þegar njósnara víðsvegar um heiminn á sínum snærum.