— GESTAPÓ —
Dexxa
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/06
Breytt nafn.

Nafnið sem ég hefði átt að skrá upphaflega.

Þegar ég byrjaði hér á Baggalút, lá mér svo á að vera með að ég spáði ekki nógu vel í nafnið sem ég valdi mér. Man ég þá eftir að hafa fengið örlitla gagnrýni á það nafn, en það var einmitt GiR..
Ég ætlaði að vera voða sniðug og skrifa félagsrit til að fá álit ykkar á nafnabreytingunni áður en hún átti sér stað, en þar sem ég er svo rosalega gáfuð tókst mér að gleyma lykilorðinu mínu og komst þar af leiðandi ekki inn á lútinn. (Hitti alveg óvart á rétt lykilorð og hef nú skrifað það hjá mér).
En hér er ég komin með nýtt nafn, og er þetta það nafn sem ég nota í öllu sem ég geri á netinu, og er þetta það nafn sem erlendir vinir mínir þekkja mig undir. Finnst mér því við hæfi að hafa það hér líka. Svo líkar mér það mjög vel!
Þá kemur stóra spurningin:
Er þessi nafnabreyting ykkur að skapi?
Er þetta í lagi ykkar vegna?

afsaka allar mögulegar stafsetningavillur.

   (7 af 7)  
31/10/06 18:01

Offari

Ég var reyndar farinn að kunna vel við Gírinn en mér líst bar avrl á þetta nafn því það gefur okkur upp kyn þitt mun betur. Til hamingju með nafnið.

31/10/06 18:01

krossgata

Skiptir mig ekki öllu til eða frá, skil hvorugt.

31/10/06 18:01

Dexxa

Takk Offari.. [roðnar pínu]

31/10/06 18:01

B. Ewing

Sé það þér til hægðarauka að bera nafnið Dexxa þá hef ég engar athugasemdir við það að færa. Það er verst með þessi "netnöfn" að þau eiga það til að verða of fjölbreytt. [Glottir eins og netfíkill]

31/10/06 18:01

Nornin

Já, já. Svo sem ágætt.
GiR var þó aðeins sérstakara en Dexxa og skil ég ekki tilganginn í að hafa x-in tvö.

En bara hvað sem þér finnst fínt er ágætt fyrir okkur.
Tek samt undir með Krossgötu, ég skil hvorugt.

31/10/06 18:01

Hvæsi

Ég átti einusinni tölvumús sem hét Dexxa...

31/10/06 18:01

Upprifinn

Þú átt enga vini, hvað þá erlenda montrassinn þinn.

31/10/06 18:01

Grýta

Þetta er ágætis nafn hjá þér GiR.

31/10/06 18:02

Huxi

Þú ert nú svo skrítin hvort eð er...

31/10/06 18:02

Jarmi

Svo lengi sem þú ferð ekki að ljúga því að þú heitir Stephen Fry, þá máttu ljúga nokkurn veginn hverju öðru sem þú vilt varðandi nafn þitt.

Annars finnst mér að fólk eigi bara að segja satt frá nafninu sínu og vera ekki með einhver dulnefni.

Ég ber mitt nafn með stolti.
Jarmi S. Auðdal

31/10/06 19:00

Andþór

Það vantar nú bara tvo stafi að ég heiti hér mitt rétta nafn.

31/10/06 19:01

Nermal

Nafnið er nú ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er að vera virkur og skrifa nógu déskoti mörg innlegg!!

31/10/06 19:01

Dexxa

Ekki málið Nermal, dembi mér strax í það.. ja.. kannski ég klári að læra fyrst.

31/10/06 19:01

Þarfagreinir

Fésið er samt en GiR.

Andþór; er þitt rétta nafn þá Hlandþór?

31/10/06 19:01

Sundlaugur Vatne

Ég kunni betur við GiR-inn.

31/10/06 19:02

Andþór

Góður Þarfi

31/10/06 20:01

Þarfagreinir

Takk, takk. Ég verð hérna alla vikuna. Prófið kálfakjötið.

31/10/06 21:01

Næturdrottningin

Töff nafn Dexxa. Kann eiginlega betur við það. Líklega af skiljanlegum ástæðum.

Dexxa:
  • Fæðing hér: 20/11/05 18:42
  • Síðast á ferli: 7/8/16 01:10
  • Innlegg: 735
Eðli:
Lítð geðveikt vélmenni í dulbúningi.
Fræðasvið:
Ýmiss konar tölvu aukahlutir, eins og vefmyndavélar og mýs sem notast er við njósnir til að yfirtaka heiminn.
Æviágrip:
Sir vélmennin eru illir aðstoðarmenn innrásageimvera. En eins og nafnið gefur til kynna er Dexxa ekkert venjulegt vélmenni. Hún breytti nafni sínu úr GiR.. yfir í Dexxa, en Gir er einmitt fyrirmynd hennar og afbragðsgott vélmenni eins og sést á fagurgrænni myndinni. Gir er eina Sir vélmennið sem hefur G í staðin fyrir S, en ástæða þess hefur ekki verið fundin ennþá. Dexxa hefur enga innrásargeimveru að þjóna svo hún gerir sitt besta að yfirtaka heiminn upp á eigin spýtur og hefur hún nú þegar njósnara víðsvegar um heiminn á sínum snærum.