— GESTAPÓ —
fagri
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/04
Bezt í heimi

Best í heimi. Þetta er fullyrðing sem hefur verið hamrað á við mig allt frá því að ég fékk málið. Allt sem íslenskt er af öðru
ber. Til glöggvunar ykkur sem hafið langdvölum hafst við í
framandi löndum er rétt að skerpa á góðleika mörlenskra.
T.d. er lambið best í heimi sem og mjólkin og skyrið , já og
landbúnaðarkerfið í heild sinni. Fólkið á rás 2 segir að íslensk
tónlist sé best í heimi, er ástæða til að rengja það?
Við erum fallegust, sterkust, víðlesnust, elst, heilbrigðust,
ríkust, framsæknust, útsæknust, vinnuglöðust, fisknust,
óspilltust, netvæddust, adsl-væddust, gsm-væddust,
bíl-væddust og skuldugust svo tæpt sé á mjög fáu.
Af hverju heita " Bæjarins Bestu" ekki bara Heimsins Bestu?
Jú það er af því að við erum lítillátust. Ég er a.m.k. hættur
við utanlandsferð fjölskyldunnar. Heima er best - í heimi.
Heill forseta vorum og fósturjörð.. húrra húrra!!

   (4 af 4)  
2/11/04 02:02

Offari

Vissulega....

2/11/04 02:02

Litla Laufblaðið

Skál fyrir frú Vigdísi!

2/11/04 02:02

Bölverkur

Hamsatólg er óhollt ógeð. Annað íslenzkt er svipað.

2/11/04 03:00

Limbri

Verzt að þetta rit var ekki bezt í heimi líka.

En ég hef svosem séð mun verra. Velkominn fagri.

-

2/11/04 03:01

Gunnar H. Mundason

Ekki gleyma að við erum fjölmennust miðað við höfðatölu. [Hlær að eigin „fyndni“]

2/11/04 03:01

Ívar Sívertsen

Þessi á það skilið að fá Thule...

2/11/04 03:02

Vladimir Fuckov

Og gleym ei að hjer er höfðatölusamanburður notaður oftar en hjá nokkurri annarri þjóð, a.m.k. miðað við höfðatölu.

2/11/04 03:02

Wonko the Sane

En ekki gleyma að "Verzt af öllu er í heimi einn að búa í Reykjavík"

fagri:
  • Fæðing hér: 18/11/05 12:15
  • Síðast á ferli: 15/12/23 20:44
  • Innlegg: 0
Eðli:
Trúi því og treysti að hinir fögru muni lifa. Beiskur og langrækinn.
Fræðasvið:
Skammtastökkshraðalslegar geðflækjur anglosaxnesks útfrymis á barmi siðferðisbrests. Rokgjarnir þungmálmar.
Æviágrip:
Borinn og uppalinn á Íslandi norður af hægriöfgasinnuðum foreldrum. Var snemma innrætt að allt sem að sunnan kæmi
væri vont og erlendis frá enn verra. Vitkaðist þó með árunum
og gekk mammoni á hönd.
Síðan þá hefur það verið einn dagur í einu.