— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/07
Tölvukvæði

Stælt eftir Jóni Helgasyni, sem stældi eftir Jóni á Bægisá. Stafsetning miðast við ca. miðja 17. öld.

Þv satst í mirkre umm midia noott
mæddur ad reijna ad laga
mina tolvu, tærda af soott;
tæknenn mig ydkar ad plaga.
Eg lä í wøku og vard ej roott,
þui uel ég heijrde þig kiaga
j angistarfullre ähiggiugnoott;
þad yrde brátt teked ad daga.

Innehalld tölvunnar, æfestarf mitt,
þier uppälagt var þui ad biarga.
Þad heppnadest eckj, handuerked þitt;
hördumm disk uardstu ad farga.
Þegar so tijdendenn tiader mier, sjitt,
jeg täradest, hóf so ad garga:
„Fari þv argur í úldenn pitt!
Jeg ata þig fidre og tiarga.“

   (9 af 25)  
1/11/07 20:02

hvurslags

Kveikti hjá mér tundur sem glæddist í loga. Gott kvæði.

1/11/07 20:02

krossgata

Einstaklega skemmtilegt.

Stafsetti fólk verkelega svona flámælt í þann tíð? Heldurðu að það myndi bæði hafa notað o og ö í tölvu?

1/11/07 20:02

Regína

Var kannski e og i líkara í gamla daga?
Skemmtilegt kvæði.

1/11/07 20:02

Günther Zimmermann

Þakka hlý orð.

Um meint flámæli, þá hef ég engin svör. Þetta finnst í skjölum um allt land, en að hve miklu leyti þetta endurspeglar framburð verða mér málfróðari menn að dæma. Ég hef alltaf hallast að því að þetta sé eingöngu ritmál, en hafi ekki verið talmál. Það gæti verið rangt.
Annað dæmi um rithátt sem ekki fannst í framburði (að því að ég tel) eru orð á borð við eirn, steirn, (sbr. einnig (eða: erineiginn) barn, horn, sem borið var/er fram eiddn, steiddn, (baddn, hoddn), en er ritað í dag einn og steinn (barn og horn halda errinu).

1/11/07 21:00

hvurslags

Ég hef einmitt alltaf haldið (í samræmi við það sem einn kennari minn rökstuddi) að framburðurinn hafi verið sá sami en ritmálið ekki. Hann líkti þessu einmitt saman við i og y, ef framburður á þeim hljóðum yrði mismunandi í framtíðinni.

1/11/07 21:01

hlewagastiR

Um meint flámæli:
Á 19. og 20. öld féll framburður orða eins og 'vitur' og 'vetur' (löng áherslusérhljóð) saman í máli flámæltra. Samfallna sérhljóðið var líkast 'e' en þó aðeins með keim að 'i'.
Þetta gerðist síður með stutt áherslusérhljóð, t.d. 'gistir' og 'gestir'.
Áherslulaus sérhljóð breytast yfirleitt ekki hjá flámæltum. 'varði' og 'þar sé' rímar yfirleitt ekki hjá þeim.

Hitt er annað mál að á 17. og 18. öld rímuðu flest skáld áherslu-'e' við áherslulaust 'i'. T.d. 'varði' og 'þar sé'.
Hæpið þykir að þetta bendi til venjulegs flámælis enda eru elstu dæmi um það frá síðasta hluta 19. aldar.

Hvussi lýsir ágætlega skoðun margra málsögufræðinga á fyrirbærinu. Þessi skýring stenst þó ekki alveg nánari skoðun. Hér er því kjörið rannsóknarefni fyrir þá sem vilja gera sig gildandi á þessu sviði.

1/11/07 21:01

Útvarpsstjóri

Sniðugt kvæði, hvað sem flámæli líður.

1/11/07 21:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegt... Skál

1/11/07 21:01

Garbo

Skemmtilegt!

1/11/07 23:01

Kiddi Finni

Gott quæði ogh skemmtilegt miög. (eða eitthvað svoleiðis...)

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.