— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Geði lypt í skugga kreppu

Hér verður sýnd skemmtidagskrá til að bæta geð ásjáenda, nú í skammdegi og krepputíð. Félagsritið er í sjálfu sér óskup innihaldsrýrt, en það skýrist af gengi krónunnar.

Fyrst er hér lítið myndband frá stuttbuxnahægripeyjum frá næstliðnum kosningum, er heitir Rauða hættan. Undir er leikinn hin áheyrilegasta útgáfa fegursta þjóðarsöngs veraldarinnar. Gerið þið svo vel:

Rauða hættan

Næsta myndskeið er ættað frá ærslabelgjunum Steven Fry og Hugh Laurie, og sýnir hvernig verður hér umhorfs eptir atfarir alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Gerið þið svo vel:

Fry & Laurie

Síðasta myndskeiðið í þessu safni er hið skemmtilegasta. Þetta er lítið atriði úr myndinni Mary Poppins, er öðlast hefur nýja hlið og spaugilegri en áður var, vegna næstliðinna kreppuvaldandi atburða. Gerið þið svo vel:

Bankasöngur

   (10 af 25)  
1/11/07 05:02

Skabbi skrumari

Takk fyrir þetta... skemmtilegt...

1/11/07 05:02

Garbo

Takk !

1/11/07 05:02

Regína

Já, sagnfræði kemur víða við.

1/11/07 05:02

Bleiki ostaskerinn

Þeir voru góðir bankastjórarnir þegar þeir dönsuðu um og nikkuðu hvern annan yfirlætislega.

1/11/07 05:02

hvurslags

Það er fátt sem kætir mig meira en Stephen Fry og Hugh Laurie saman, hvort sem þeir eru í sketsum eða dressaðir óviðjafnanlega upp sem Jeeves & Wooster.

1/11/07 05:02

Fergesji

Þar hlógum vér dátt.

1/11/07 06:00

Jóakim Aðalönd

[Hermir eftir Upprifnum]

Eyddu þessu óriti nú þegar og þetta eru linkar sem ég ætla ekki að elta og ekki hauglýsa sjálfan þig eða viðurstyggilegan sósíalisma á þennan hátt...

Kommatittir!

1/11/07 06:01

Günther Zimmermann

Gott að geta verið málpípa gleðiaukningar.

Jókakim: Bíttíðig helbláa landeyða og brennuvargur!

1/11/07 06:01

Upprifinn

Jóakim. Þegiðu.

1/11/07 06:02

Þarfagreinir

Sammála síðasta ræðumanni.

Einnig þeim bláu sem hér hafa tjáð sig.

1/11/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Þið vitið ekkert hvað þið eruð að kalla yfir ykkur. Farið svo fjandans til!

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.