— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Sálmur - 10/12/07
Sonnetta

Frumraun höfundar við formið

Tvíræðir höfundar trítla á skáldaslóðum
tileinkandi portfrúm vísur sínar.
Leirburðinn þeirra lofa allir rýnar
því listin dó, við hana fótum tróðum.

Sérðu hvar hún liggur, syrgð af fáum;
sælir eru þeir sem henni bráðast gleyma.
„Þar sú fórst sem aldrei finnst um heima
og fyrri hæðum aldrei gera náum.“

En víst má reyna að vekja hana af svefni
og vekja þjóð til mennta og af sút.
Því hvað er líf sem lifað er án róta?

Fornra skálda ennþá nöfnin nefni,
en nýgræðinga man ei dægrið út.
Þröstur minn góður, stefnt getum til bóta.

   (12 af 25)  
9/12/07 23:02

Wayne Gretzky

Emm..

9/12/07 23:02

hlewagastiR

Allvel, allvel. Mér finnst að þú ættir að fá þetta birt í Lesbókinni.

9/12/07 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Gutnerinn þú ert altof góður fyrir lítifjörlega agnúst .
ég veit að heimurinn bíður með öndina í hálsinum
eftir næsta fjaðrarfoki . Þú ert ekki sá sem lítur lítilmagna
frá háum hesti né heldur leggur blessun þína yfir lágkúruna
sem er frænka snobbsins Þú ert ekki pallocrate m macho Elsku Gúnterinn þú ert membre m verge okkar allra

9/12/07 23:02

Günther Zimmermann

Hafið þökk fyrir hlý orð, herramenn.
Hlégestur: Ef ég geri það, þá sendir nýhylklíkan á mig handrukkara.
[Glottir eins og fífl]

9/12/07 23:02

Wayne Gretzky

Günther - fagurt.

9/12/07 23:02

Skabbi skrumari

Ég dýrka sonnettur... og þessi er afbragð... Skál...

9/12/07 23:02

Andþór

Alveg stórkostlegt!

9/12/07 23:02

krossgata

Mér finnst sonnettur fallegar. Skál!

9/12/07 23:02

Billi bilaði

<Trítlar tvírætt um ritið>

9/12/07 23:02

Regína

Mér finnst hrynjandin dálítið erfið

9/12/07 23:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skemmtilegt & skorinort.
Skál; í snafs af beztu sort !

10/12/07 00:00

Huxi

Það er broddur í þessu og flott huxun. En mér finnst, eins og Regínu, hrynjandin dálítið erfið.

10/12/07 00:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Eftir að hafa gaumgæft kvæðið, get ég tekið undir þetta, varðandi hrynjandina.
Vafaatriði eru helzt í 2. & 7. línu; annað finnst mér ganga ágætlega upp.

10/12/07 00:00

Günther Zimmermann

Þakkir fyrir góðar ábendingar. Mér virðist þetta vera ögn skárra svona.

10/12/07 00:01

Wayne Gretzky

Ég sagði einmitt emm út af hrynjandinni.

En flott!

10/12/07 00:01

hlewagastiR

Hvað sonnettuhrynjandi viðvíkur þá er það misskilningur að allar sonnettur þurfi að falla að lagi Inga T. við ljóð Jónasar Hall. Því er hér með haldið til haga.

10/12/07 00:01

Günther Zimmermann

Í þessu tilfelli fer þó betur á því, að teknu tilliti til síðustu línunnar.

10/12/07 00:01

Þarfagreinir

Sonnettur eru snilld, þegar þær heppnast vel. Það á við í þessu tilfelli. Skál!

10/12/07 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Flott og gott

10/12/07 00:01

Regína

Já, þetta er betra, og innihaldið er eðal.

10/12/07 00:01

The Shrike

Staða stuðla í öðru erindinu truflar mig.

10/12/07 00:01

Wayne Gretzky

Í fyrstu línu, er það ekki?

10/12/07 00:01

The Shrike

Bæði fyrstu og þriðju:
Of langt á milli í fyrstu, sýnist mér.
Báðir í lágkveðum í þriðju, sýnist mér.

10/12/07 00:01

Wayne Gretzky

Sýnist það.

10/12/07 00:02

hlewagastiR

Þarna virðist mér nú bæði hægt að túlka erindið sem tvíliða- eða þríliðahrynjandi. Eins ber að nefna að í ljóðlínu með fimm bragliðum mega tveir liðir standa á milli stuðla. Loks má nefna það að í sonnettum er tvíkvæðir áherslulausir forliðir velkomnir.
Að þessu leyti sýnist mér allar vísurnar í sonnettunni, þeim ítalska bragarhætti, geta staðist íslenskar bragreglur. Vandinn er hins vegar sá að til að allt gangi upp verður að túlka hrynjandi hverrar vísu sjálfstætt, þ.e.a.s. þær lúta ekki allar sömu hrynjandi. Mér finnst það skemmtilega ögrandi viðfangsefni til upplestrar. Sá sem les upp þessar vísur þarf heldur betur að vera vakandi fyrir eðlismun vísnanna - og fyrir vikið er kvæðið vandtekið til söngs. Mér finnst það samt skemmtilegt. Ef til vill væri Þröstur til í að taka það inn sem fyrstu póstmódernísku sonnettuna og láta þá ógert að senda flugumenn Hamas... nei ég meina Nýhil til höfuðs Timburmanni.

10/12/07 00:02

Huxi

Þetta er svo miklu betra heldur en leirinn sem hnoðaður er við hlið krossgátunnar í Lesbókinni. Og reyndar skil ég ekki að Krossgáta láti þessa uppsetningu Lesbókarinnar óátalda.Og undir það hnoð skrifa sumir höfundarnir hiklaust að þeir séu skáld. Níhilistarnir geta étið tros það sem úti frýs...

10/12/07 00:02

Günther Zimmermann

Það eru ótal fordæmi fyrir stuðlasetningu af þessu tagi í sonnettum. Sjáið tildæmis ágætar sonnettur Hallgríms Helgasonar.
En merkt þykir mér hvað gjörðarstoð er eðlileg í máli hérlendra, þar eð enginn hefur hana fært í orð.

10/12/07 00:02

Günther Zimmermann

Ennfremur, óbeina beina tilvitnunin sem ég vil endilega feðra:
„Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Þetta sagði Árni Magnússon er ekki varð fleiru bjargað úr eldinum.

10/12/07 00:02

krossgata

Ég les aldrei Lesbókina og hef ekki komið nálægt krossgátunni í henni í mörg ár. Ég er mjög sérvitur á krossgátur. Er krossgátan í Lesbókinni orðin eitthvað skemmtilegri en hún var? Ef ekki þá er mér sama þó leirburður sé við hlið hennar.
[Glottir eins og fífl]

En ef þetta er orðið frambærileg krossgáta þá mótmæli ég harðlega og mun senda harðort lesendabréf frá húsmóður úr vesturbænum.

10/12/07 01:00

Jóakim Aðalönd

Stuðlar geta staðið tveir, þó stafur höfuðsk fylgi.

Góð Sóneta hjá þér Gunnar minn. Skál!

[Opnar fimm lítra kút af bláum drykk og hellir í staup fyrir viðstadda]

10/12/07 06:01

Isak Dinesen

Já - kannski er þetta rétt hjá þér...

Þó finnst mér að menn geri almennt of mikið úr gæðamun verka leikmanna versus skálda. Varla myndum við vilja að engir væru amatörarnir í t.d. tónlistarheiminum. Amatörar eru jafnan mikilvægustu áhangendur listamannanna.

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.