— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/07
Indlandspistill

Jæja við Herbjörn erum heldur betur lent í hinu ljúfa jógalífi á Indlandi. Ferðalagið í austurátt gekk í alla staði mjög vel og alveg til Rikhia í Jharkhand.
Við vorum nú dálítið áttavillt fyrst í stað í borgunum því við þekktum engan og enginn þekkti okkur. Samt buðum við nú góðan daginn öllum sem við mættum, fyrst í stað en gáfumst fljótlega uppá því. Fáir höfðu tíma til að taka undir kveðju okkar.
Það breyttist nú þegar við komum í Bihar skólann, þar heilsast allir.
Við búum út af fyrir okkur í einu af um það bil 50 litlum og krúttlegum húsum sem mynda smá þorp við rætur skólans. Hérna er fólk alls staðar úr heiminum saman komið og mörg í sama tilgangi og við Herbjörn að undirbúa sig andlega og líkamlega undir Tantrajóga.
Við tökum daginn snemma með góðu knúsi og æfingum, förum síðan í jógatíma þar sem við iðkum djúpöndun og slökun. Við bæði erum orðin nokkuð góð í djúpöndun, jógaæfingum og slökun og erum að byggja upp okkar andlega líf og hugarró. Eftir morgunmatinn er listsköpun og tjáning á ýmsu formi. Fram eftir degi njótum við lífsins með göngutúrum og samveru í takt við náttúruna.

Við skruppum í bæinn í dag og á hverju horni bárust okkur ótrúlega seiðandi og dillandi rómantísk músk og gott ef göngulag Indverja er ekki akkúrat í takt við músikina þeirra.
Við sitjum núna á indversku tehúsi hugsum til ykkar og sendum bestu kveðjur yfir lönd og höf.

Salka og Herbjörn

   (1 af 8)  
31/10/07 12:02

Kargur

Það er gott að ykkur líður vel. Hér hefur ekkert gerst.

31/10/07 12:02

Hvæsi

Bestu kveðjur til indlands frá ykkar manni á ítalíu.

E.s Eruð þið á jeppanum ?

31/10/07 12:02

Upprifinn

Rosalega eruð þið seint á fótum.[hrökklast afturábak og hrasar við.]

31/10/07 12:02

Salka

Nei, Upprifinn hérna tökum við daginn snemma.

31/10/07 12:02

Offari

Bið að heilsa Herbirni..

31/10/07 12:02

Villimey Kalebsdóttir

Bestu kveðjur !! Góða skemmtun.

31/10/07 12:02

Andþór

Hafið þið það sem allra best!

31/10/07 12:02

Tigra

Yndislegt hjá ykkur! Vona að þið njótið þessa í botn!

31/10/07 12:02

Grágrímur

Gaman að heyra frá ykkur. Hafið það gott og örugga ferð heim.

31/10/07 13:00

krossgata

Tíðindalítið á vesturvígstöðvunum. Hafið það sem best. Hvenær komið þið heim?

31/10/07 13:00

Huxi

Góðar kveðjur til ykkar beggja og vonandi knúsist ykkur allt í haginn þarna.
Ps. Vonandi hafið þið útvegað ykkur nægan gjaldeyri á gamla genginu.

31/10/07 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skálarkveðjur; suðaustur um höfin...

31/10/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Vá! Vonandi hafið þið það gott á landi Inda! Nennið þið að kaupa handa mér Sivalinga?

31/10/07 13:00

The Shrike

Skál og knús.

31/10/07 13:00

Dula

Jidúddemía, þetta svo sannarlega hlýjar bitrum kattarkellingum um hjartarætur að enn skuli vera til fólk sem stundar Tantra af sannri innlifun en ekki bara í sjónvarpsþáttum, lifið heil og njótið. Bestu kveðjur Dula.

31/10/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Tantrarðu köttinn þinn Dula?!

31/10/07 13:00

Garbo

Bið að heilsa öllum á Indlandi.

31/10/07 13:00

Jarmi

Til hamingju. Gott að heyra að þið hafið það gott.

31/10/07 13:01

Skreppur seiðkarl

Ef þið eruð að læra tantrajóga, eruð þið þá bara að leggja grunninn að því að geta teygt ykkur og togað frá himni til helvítis meðan þið ríðið eða eruði öll saman, ábúendur þessarra 50 íbúða að ríða hvert framan við annað einsog hipparnir hér forðum?

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970