— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/04
Fleiri Gesta-vísur.

Salka er að læra að kveða. Hún er að æfa sig í ferskeytlum.

Fleiri vísur sem Salka hefur samið um Gesti Sölkuþráðar.

Til Sæmundar ég samdi níð
sendi honum pillur.
Arfavitlaus hann alla tíð
arkar um með dillur.

Nasir hreinar nýliði
nauðsyn er að hafa.
Furðuvera varaði
við horunum sem lafa.

Sundlaugur Vatne sérlegur
sund-áhugamaður.
Frómur er og faglegur
frítt! hann kennir glaður.

Hvæsidilla hneygir sig
heldur svo á barinn.
Labbar áfram, leiðir mig
lauslega um arminn.

Ljúfur er hann Lærði-Geöff
lofar mig í kvæði.
Tignarlegur er og töff
trúr og algjört æði.

Apakonungs arftakinn
erfir kóngulærnar.
Vatnaskíða velgjörðin
vængi fékk á tærnar.

Laufið græna lítið er
leggur sig í vindinn.
Konan er svo krúttleg hér
krúsindúllu myndin.

Limbri danski dafnar vel
duglegur að glotta.
Vöðva Limbra víst ég tel
virkilega flotta.

Litla græna Laublaðið
Limbra sinn hún dáir.
Að saman náið vonum við
vináttu og þráir.

Hackuchi mig hóf á loft
hrædd var ég að lenda.
Þetta gerist ekki oft
á það vil ég benda.

Hakuchi minn huga dróg
heim í sælureitinn.
Þar ég bjó til skrítinn skóg
og skringilegaheitin.

Bartar þínir bera af
bestir hér á Lútnum.
Jóakim hann jafnan gaf
jólaöl úr kútnum.

   (7 af 8)  
1/11/04 20:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvílík kona ! Hvílíkt skáld ! Guðirnir hljóta að hafa verið í góðu skapi þegar þeir sköpuðu þig.

1/11/04 20:02

Litli Múi

Fínar vísur hjá þér Salka mín.

1/11/04 20:02

Salka

Enn fallega sagt hjá þér Gísli Eiríkur og Helgi.
Ætla að vanda mig virkilega þegar ég sem vísu til þín.

1/11/04 20:02

Salka

Takk fyrir það Litli Múi. Þú átt eina inni hjá mér.

1/11/04 20:02

Offari

Glæsilegt hjá þér.
Á samt erfitt með að trúa þeirri síðustu það liggur eithvað að baki þegar Jóakim fer að gefa!

1/11/04 20:02

Vladimir Fuckov

Mjög flott og lofar góðu, svona kveðskapur um gesti hefur eigi sjest síðan Skabbi orti í svipuðum dúr í fyrra. Margir gestir hafa bæst við síðan þá.

1/11/04 21:00

Salka

Takk offari.
Já Jóakim leynir á sér.
Var líka með annan botn fyrir hann.

Pistil hann frá Perú gaf
prúður sat á strútnum.

Takk fyrir Vladimir, ég á líka eftir að semja um þig.
Er í vandræðum hvort ég nota V sem stuðul eða L eftir framburði.

1/11/04 21:00

Vladimir Fuckov

Nota ber V.

1/11/04 21:00

Lærði-Geöff

Þetta er glæsilegt, gaman að lesa yfir þetta.

1/11/04 21:00

Litla Laufblaðið

O en æðislegt, takk kærlega fyrir mig, og okkur [Ljómar lengst upp]

1/11/04 21:01

Leir Hnoðdal

Hurðu þetta er frábært að lesa, svona smá hnökrar í fystu vísu en við hleypum Hlebba bara ekki í það. Flottur skáldskapur. Tek þig til fyrirmyndar m.d.s.

1/11/04 21:01

Mjási

Salka er mikil sæmdar snót
sem að Lútinn bætir.
Ljóðaveg um leir og grjót
labbandi, oss kætir.

1/11/04 21:01

Sundlaugur Vatne

[roðnar og rótar upp mölinni með skótá hægri fótar] Rosalega var þetta fallegt hjá þér, Salka mín. Þakka þér fyrir.

1/11/04 21:01

Ívar Sívertsen

Á ekkert að yrkja um mig? Annars er þetta frábært framtak hjá þér Salka. Gaman að sjá svona kraftmikið og afkastamikið skáld kveða sér hljóðs.

1/11/04 21:01

Seinheppinn

HVAÐA RASSA ÞARF MAÐUR AÐ KYSSA TIL AÐ ORT SÉ UM MANN HÉR?!

[Skellir á eftir sér í fússi]

1/11/04 21:01

Sæmi Fróði

Þakka þér kærlega fyrir þetta Salka mín, flottar vísur.

1/11/04 21:01

Limbri

Takk kærlega fyrir mig.

[Hnyklar... og glottir að því]

-

1/11/04 21:01

Mjákvikindi

Alovig þrælskemmtilegt.

1/11/04 21:01

Dr.DVD

Sæmi er með saddan kvið
í hans þörmum sullar.
Ropar, ælir, rekur við,
ræskir sig og drullar

1/11/04 21:01

Sæmi Fróði

Ég skil ekki alveg hvað Dr.DVD er að fara með því að henda inn níð um mig hér, en þakka samt fyrir það. Ég vil þó benda honum/henni á að þetta er ekki rétt kveðið. Réttara hefði verið:

Sæmi er með saddan kvið
sullar í hans þörmum.
Ropar, ælir, rekur við,
ræskir sig í görmum.

1/11/04 21:01

Don De Vito

Frábærlega vel kveðið, og síðan er ég næst er það ekki?

1/11/04 21:01

Jóakim Aðalönd

Takk kaerlega fyrir thetta Salka mín. Ég sé ad thú hefur tekid thér skáldaleyfi, thví ég seldi vissulega olid góda. Thad var reyndar haegt ad gefa mér koss í stadinn (fyrir kvenfólkid) og thá fékk thad ókeypis ol.

Gódar stundir.

1/11/04 21:02

Hakuchi

Vel er ort Salka. Hafðu þökk fyrir. Þú ert gestapó til sóma.

1/11/04 22:01

Heiðglyrnir

.
.
.
.
Salka okkar sóma lút
sæmir heiðurs orðum
launar öllum ljóðabút
lengi skálum henni í blút

2/11/04 00:00

Salka

Jú Ívar, ég hlakka til að yrkja um þig, þá kannske í öðru vísuformi. Ætla að æfa mig og læra það.

Mjási. Takk, takk æðislega.

Bara minn rass Seinheppinn. Hef ekki séð þig áður. Sæll og blessaður.

Takk Mjákvikindi. Ertu skild Mjása?

Sæmi minn er sæll og klár
semur góðar vísu.
Hann er bestur, ekki blár
bræðir ljúfa skvísu.

Já Don De Vito þú færð eina eða tvær næst.

Kyssir Jóakim rembingskoss. Takk fyrir ölið! (Roðnar og verður kát)

Takk Hakuchi og líka þú Heiðglyrnir fyrir vísuna góðu. Þetta vísuform vil ég læra næst.

2/11/04 01:02

Salka

Takk fyrir Leir Hnoðdal.
Vanda mig betur næst þegar ég sem um Sæma fróða.

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970