— GESTAPÓ —
lappi
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Um veðrið.Lítil dægurfluga.

Er veðrið vont eða gott, þessu er ervitt að svara svo að viðhlítandi sé.
Mér persónulega fynnst veðrið aldrei vont nena þegar er aftöku rok og rignir eins og hellt væri úr fötu, það kom yfir okkur hér á höfuðborgar svæðinu ein slík demba í gær að mig minnir.Eg skrapp út í búð sem er svo sem ekkert tiltöku mál í sjálfu sér,fór akandi á mínum eðalvagni
þurkurnar höfðu tæpast undan þó var ég með þær á mesta hraða,
Jæja, þegar ég kem að versluninni snarast ég út úr bílnum , tek á sprett að búðinni , þá skeður það, er að skjótast inn úr dyrunum þá veit ég ekki fyrr en þessi líka helli demba kemur sennilega ofan af þakinu , og dembist bara hreinlega yfir mig. Varð eins og hundsrakkaræfill af sundi dreginn. Svona veður ætti að banna með lögum.

Þessi er trúlega að norðan.

Veður gerast válynd oft
viðir traustir bresta.
T---u gerði tókst á loft
tapaðist skjólið besta.

   (6 af 9)  
31/10/06 23:02

Skabbi skrumari

Snilld... Skál

31/10/06 23:02

Regína

Hvað merkir ---? Meinar hann: ,,Tigru"?

1/11/06 00:00

krossgata

Algerlega sammála, það ætti að setja lög á svona dembur. Rafmingjuóskir.

1/11/06 00:01

Sundlaugur Vatne

Góður Lappi. Til hamingju með rafmælið.

1/11/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég las þessa færslu í gær – býsna skemmtileg lesning, að mig minnir.
Beztu & innilegustu rafmælisheillakveðjur.

1/11/06 02:00

Vímus

Góður Lappi og ég sendi þér síðbúnar rafmælisheillaóskir.
Ég er þér sammála um að eitthvað róttækt þarf að gera í veðurmálum hér á Skerinu.
Ég man eftir því að eitt óvenju slæmt rigningarsumarið mættu menn með kröfuspjöld fyrir utan sjónvarpshúsið og kröfðust þess af Trausta veðurfræðingi að hann léti af stöðugum spám sínum um rigningu og aftur rigningu en mannandskotinn virti þessar kröfur að vettugi og áfram dældi hann rignimgunni yfir okkur.

1/11/06 05:01

lappi

Þakka góðar rafmælisóskir, kæru vinir
Það væri fjári gaman að komast að hvaða þrjá
stafi vantar, í vísukornið hér að ofan.

lappi:
  • Fæðing hér: 24/10/05 22:18
  • Síðast á ferli: 18/11/20 15:00
  • Innlegg: 4008
Eðli:
Lappi karlinn kom hingað á Lútinn 24/ 10 vegna þess
að besti frændi hanns og æskuvinur, var afmáður eða svoleiðis
héðan af lutnun.
Fræðasvið:
Óbreittur almúgamaður,,Skólaganga , barna og lífsinsskóli.´ Með ,gráðu,. Lífið mig hefur leikið við ljúfar átt hef stundir. rétt af gömlum sveita sið sjálfur tek þar undir.
Æviágrip:
kom á lútinn., 24/10- 2005,

Frekar aldurhniginn en samt ungur í andanum,.
hef stundað allslags störf um daganna. Sjósókn á mínum
ingri árum.oft á tíðum sukksamt eins og gefur að skylja
á trillum , árabátum , og Mótorkúkútterum. En mikið var
lífið dásamlegt þá ,.Svo liðu árin við allskonnar störf bæði
á sjó og landi. Svo hófst alvara lífsins, hjúskapur kona og
börn,. Tveir ljúfir pabbastrákar sem nú eru báðir fullornir
menn.Annar floginn ú hreiðrinu ,á konu og tvær yndislegar
afa og ömmu hnátur,Nú erumvið gömlu brínin og litli stóri svanurinn
okkar,eftir í hreiðrinu.