— GESTAPÓ —
Klobbi
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/04
Mannanafnanefnd

Það er bara alltof mikið að gera

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég mun ekki leggja mannanafanefnd lið mitt um komandi tíð.

Þegar ég verð beðinn um að taka sæti í mannanafnanefnd þá get er mér ekki annað fært en að afþakka það.

   (2 af 5)  
5/12/04 20:00

Galdrameistarinn

Það kostar klof að ríða rafti. Verstar helvítis flísarnar, en mannanafnanefnd er eitthvað það heimskasta fyrirbæri sem sett hefur verið á stofn hér á landi og aðgerðir og framkvæmdir hennar eftir því.

5/12/04 20:00

Pangúr Ban

Hver ætti annars að verja saklausa, ómálga hvítvoðunga gegn dómgreindar- og smekkleysi foreldra þeirra? Og í hvers hlut kæmi að vernda tungu vora fyrir málfarslegum sýfilis þeim er felst í illbeygjanlegum nafnskrípum? Ég myndi njóta þess að banna samborgurum mínum að nefna börn sín Finngálkn Enrique, Babýlónshóru Mjöll og Dúmbó. Reyndar myndi ég líka njóta þess að banna samborgurum mínum það sem mér dytti í hug og senda þá í Gúlagið ef þeir óhlýðnuðust, en það er þessu algerlega ótengt. Algerlega.

5/12/04 20:00

Ísdrottningin

Nýverið synjuðu þeir foreldrum stúlkubarns um að skíra Apríl Rós.
Apríl segja þeir vera drengjanafn.

Þeir reyndust mér nú samt ágætlega og fékk ég því samþykki fyrir eiginnafni prinsessunnar...

5/12/04 20:00

Hakuhci

Desember kannski?

5/12/04 20:00

Pangúr Ban

Þú hefur þá ekki verið manneskjan sem sótti um leyfi fyrir kvenmannsnafninu Örn?

5/12/04 20:00

Isak Dinesen

Pangúr Ban: Mér þykir það nú hlutverk foreldranna sjálfra að verja börnin sín. Þú gætir allt eins heimtað öryggismyndavélar í öll hús þar sem þú treystir foreldrum svona lítið. Þá má hins vegar hugsa sér að kæra foreldra sem skýra barn sitt Skíthæl.

5/12/04 20:01

Hakuhci

Ljótur Ormur er hið prýðilegasta nafn samkvæmt mannanafnanefnd.

5/12/04 20:01

Ísdrottningin

Pangúr Ban: finnst þér það líklegt? Lít ég út fyrir að vera treg?
Ef að Ilmur, hann ilmurinn getur verið kvenmannsnafn af hverju getur Apríl þá ekki verið það líka? Þótt fólk tali um hann mánuðinn...
Mér finnst ekki rétt að samþykkja nöfn sem falla að reglum en hljóma ankannalega og hafna svo nöfnum sem löng hefð er fyrir af því að þau falla ekki algerlega að þessum reglum.

5/12/04 20:01

Pangúr Ban

Hahaha. Nokkuð til í því, Isak, enda skoðanirnar sem ég viðraði ýktar og settar fram í grínaktugu samhengi við einræðisgloríurnar sem hjarta mitt fóstrar.
Og Ísdrottning: Nei, þú lítur ekki út fyrir að vera treg, ég var ekki að skjóta á þig. Nafninu sem þú valdir dóttur þinni var ekki hafnað; því ert þú EKKI manneskjan sem sótti um kvenmannsnafnið Örn og var hafnað með úrskurði mannanafnanefndar 18. desember 2001. Ég vildi aðeins benda á skemmtileg dæmi um hugmyndaauðgi meðborgara vorra.

5/12/04 20:01

Isak Dinesen

Mig grunaði það raunar Pangúr Ban. Innlegg þín boða gott.

5/12/04 20:01

Vamban

Línus Gauti eða Myst Eik ?

5/12/04 20:01

Tigra

April er stelpunafn í úglöndum.
Ég þekki stelpu sem heitir April.

5/12/04 20:01

Klobbi

Það er hún Apríl Lavigne, hún er svo rad.

5/12/04 20:01

Rasspabbi

Það er full þörf fyrir þessa sérlunduðu nefnd.

Mörg foreldra-ræksni vilja troða þvílíkum ónefnum upp á varnarlaus börnin sín því það er svo flott eitthvað.

Það hlítur hver manneksja að vilja koma í veg fyrir það að hvítvoðungur hljóti nafn á borð við Satanía!
Flengja þessi illkvitnu foreldratetur. [Nær í písk]

5/12/04 20:02

Tina St.Sebastian

Hversvegna er Auðunn karlmannsnafn en Sæunn, Jórunn og Þórunn kvenmannsnöfn?
Sömuleiðis: Hversvegna er Dagmar kvenmannsnafn á meðan Fróðmar, Sigmar og Guðmar eru karlmannsnöfn?

5/12/04 20:02

Rasspabbi

Fjárann veit ég um það.
Ætli það sé ekki hreinlega hefð fyrir því að nöfnin eru kk eða kvk.
Það breytir því ekki að það er alger óhæfa að nefna ungbarn eftir sjálfum Myrkrahöfðingjanum!

Hvað er að fólki, eru ekki til nógu mörg falleg nöfn á íslensku og fyrir hvort kynið? Þarf fólk virkilega að splæsa saman einhverjum ónefnum?

Hvað þessi kk og kvk nöfn varðar að þá er það hreinlega hefðin sem ræður. Má ekkert vera í friði, er ekkert heilagt?
Mega nöfn ekki lengur vera eign hvors kyns fyrir sig?

Frekjan!

Þetta eru mín rök og ég skal sko standa á þeim fram til hinsta dags!

[Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér]

5/12/04 20:02

Rasspabbi

[Staulast aftur inn á sviðið froðufellandi af æsingi[

[Ráfar svo aftur út með froðuna lekandi úr báðum munnvikum]

5/12/04 21:00

Limbri

Hannes Valur. Segið þetta nafn upphátt og tiltölulega hratt.

-

5/12/04 21:02

Grýta

Kolbrún Lind.

Hvortveggja ágætis nöfn, en passa ekkert sérstakleg vel saman.

Klobbi:
  • Fæðing hér: 8/8/03 00:33
  • Síðast á ferli: 20/5/10 01:18
  • Innlegg: 14
Eðli:
Svo raunsær að það jaðrar við gegnsæji
Fræðasvið:
Mannvitsbrekkur fyrir byrjendur
Æviágrip:
Borinn og barnfæddur á Hjalteyri frosteveturinn mikla 1917, en þá fórst togari með manni og mús......