— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 7/12/03
Súrrealískt sumarkvöld

Vel heppnuð árshátíð Baggalútíu

Ýmislegt má sjálfsagt um oss segja en að vér séum samkvæmisljón mikið verður trúlega seint um oss sagt. Vorum vér því í nokkrum vafa um hvort vér myndum yfirleitt mæta á svona samkomu allra fyrst er hugmyndir um hana komu fram. Fljótlega kom hinsvegar í ljós að ofan á hefðbundnar ástæður til að mæta bættist í þessu tilviki m.a. veruleg forvitni um hvað leyndist bakvið alteregóin á þessu að vér teljum óvenjulega vefsvæði - vanalega veit maður nokkuð vel hverjir verði á staðnum en í þessu tilviki vissum vér alls ekkert.

Mættum vér því í talsverðri óvissu og léttu stressi um hvers mætti vænta. Skemmst er hinsvegar frá því að segja að þetta reyndist hin besta skemmtun og það sem vér komumst í kynni við þarna stóð alteregóunum eigi að baki. Vér höfðum búist við annaðhvort vel heppnaðri samkomu (sem varð sem betur fer raunin) eða að þetta yrði mjög vandræðaleg og misheppnuð uppákoma. Þá kom það oss á óvart svo vægt sé til orða tekið að á meðal gesta skyldi leynast einhver er vér höfðum séð áður.

Skemmtiatriðin voru í anda Baggalúts og mjög vel heppnuð. Verðlaunaafhendingin var frábær (og eigi af þeirri ástæðu að vér fengum verðlaun...) og skorum vér hér með formlega á ritstjórn að birta verðlaunalistann ásamt verðlaunaræðunum hér á Gestapó.

Það sem oss fannst helst vanta var að lesa upp eitthvað af þeim frábæra kveðskap er hér er að finna, sér í lagi það er ort hefur verið um gesti hér. En eigi er tími til alls.

Síðan tóku við umræður, sumt af þeim tengdist ýmsum þráðum hér, svo og hefðbundnum baggalútískum stjórnarháttum (t.d. reyndum vér að fá aðila úr ritstjórn til að múta oss fyrir að gera eigi óþægilegar upplýsingar opinberar en með litlum árangri).

Að síðustu viljum vér minnast aðeins á egó/alteregó en þar kom ýmislegt á óvart en annað eigi. Það er alkunna að kjörorð Baggalúts er "lifi sannleikurinn". Teljum vér því líkur á að einhverjir gesta hafi notað tímavél í tengslum við hátíðina en umræður um tímavélar má finna í almenna spjallinu. Er það í mun betra samræmi við "lifi sannleikurinn" heldur en að vissir aðilar geti elst og yngst á víxl eða farið í ótal kynskiptiaðgerðir líkt og um væri að ræða ómerkilegar lýtaaðgerðir. Eða hreinlega að stór hluti efnisins hér sé tilbúningur. Þá gerir tímavél líka pistlinga sumra gesta hér trúverðugri en ella.

Að lokum viljum vér þakka þeim er að þessu stóðu, svo og þeim er mættu, fyrir velheppnaða árshátíð.

   (76 af 102)  
Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.