— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/12/05
915 dögum og 11045 innleggjum síðar

Afar mörg tonn af vatni renna til sjávar á 915 dögum

„Því miður virkar svona geimskip eigi, vjer smíðuðum eitt slíkt skömmu fyrir aldamót en allt sem vjer höfðum upp úr erfiðinu var gríðarleg sprenging að kvöldi gamlársdags á því herrans ári 1999 en eigi geimferð. Til að smíða nægjanlega hraðskreitt geimskip þarf að byrja á að komast yfir a.m.k. hálft tonn af andefnis-kóbalti sem m.a. er notað sem eldsneyti en einnig í fjarskiptabúnað o.fl. Veit einhver hvar það er að finna ?"

Þessi orð rituðum vjer miðvikudaginn 20. ágúst 2003 klukkan 21:55, þ.e. 34 mínútum eftir fæðingu vora hjer á Gestapó og tæpum tveimur vikum eftir að Gestapó varð til nokkurnveginn í núverandi mynd. Nú 915 dögum og 11045 innleggjum síðar erum vjer greinilega enn við sama heygarðshornið þó afköst vor hafi reyndar verið meiri en oss óraði fyrir í upphafi og mikið vatn hafi runnið til sjávar. Í dag eigum vjer 2½ árs rafmæli.

Umræður, kveðskapur, óvinir ríkisins, hittingar, kveðskapur (eigi óraði oss í upphafi fyrir að vjer ættum eftir að taka einhvern þátt í slíku), stórundarlegar og minnisstæðar uppákomur á borð við 'brúðkaup' Frelsishetjunnar og keisarans, hernaðaraðgerðir, sú sjerstaða að vera nánast eini gesturinn hjer er eigi sýnir neina sjervisku í málfari (vjer neitum að kalla notkun á bókstaf hins illa annað en sjervisku), hagnýting plútóníums til hálkuvarna og lýsingar o.fl., smíði geimskipa, umræður um innstu rök tilverunnar, gjöreyðingarvopn, sterkar vísbendingar um að nánast engir gestanna hjer sjeu til, orkuframleiðsla með hjálp kóbalts, forsetaembætti með ýmsu merkilegu er því fylgir, njósnastarfsemi og eftirlit, það að hafa hitt og stundum kynnst talsverðum fjölda fólks, sumu skemmtilegu og minnisstæðu, sú undarlega sjerstaða hittinga með fólki hjer úr netheimum að finnast sem vjer vitum aldrei hvort vjer munum nokkurntíma aftur hitta suma/flesta þeirra er vjer hittum þar, listinn ógurlegi yfir óvini ríkisins, laumupúkun og laumupúkaþræðir, samsæriskenningar, deilur, stríðsrekstur, gífurleg vinna við afar flókna tímavjel, ránsferð til Rússlands, ákavítisdrykkja, elipton, fagurbláir drykkir, litabreyting, kóbalt, últrakóbalt, ný-últrakóbalt, mismunandi 'afbrigði' af vatni, skriðdrekafloti, stofnun nýs ríkis (vjer neitum að kalla Baggalútíu annað en ríki, útópía er hún eigi), leikir og þrautir, kjarnorkuver, hátæknivopnabúr, hernaðaraðgerðir í Vladikaninu, hernaðaraðgerðir gegn óvinum ríkisins í Vesturheimi, fullkomið kosningakerfi, gagnrýni, glúmska, pistlingar, friðargæsla, skrumgleypir, endurbætur á alheiminum, miðbær Reykjavíkur lagður í rúst til að mótmæla færslu á þræði, þátttaka í stofnun á stjórnmálaflokki (Hreintrúarflokknum), endalausar framkvæmdir við stækkun forsetahallarinnar, tilraunir með 'exotic matter', afvötnun, ráðherra- og embættismannalisti o.m.fl...

‹Hrökklast afturábak og hrasar um plútóníumklump. Sýpur á fagurbláum, últrakóbaltblönduðum drykk til að jafna sig›

Vjer vonum að a.m.k. aðrir 915 dagar eigi eftir að bætast við hjer. Gerist það er það merki þess að hjer sje gaman.

Skál !

   (28 af 102)  
2/12/05 20:02

blóðugt

Til hamingju með daginn Vladimir! Þína skál!

2/12/05 20:02

Nermal

Skál Vladimír og til hamingju með afmælið og öll þín innlegg.

2/12/05 20:02

Don De Vito

Þetta er aldeilis listi. Nú er bara að halda ótrauðir áfram og knésetja fleiri 'stórveldi' í heiminum þannig að við verðum eina veldið sem kalla má stórveldi, risaveldi er sennilega hentugra orð. En allavega, til hamingju með áfangann!

2/12/05 20:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Lengi lifi Vladimír,. Hann lifi!!!!!!!!

2/12/05 20:02

Jarmi

Fer ekki einhver að svara þér? Búinn að vera á "hold" í tvö og hálft ár?

En til hamingju með rafmælið labbakútur, þú ert krútt.

2/12/05 20:02

Vladimir Fuckov

Vjer erum að hlera samtöl óvina ríkisins. Eigi höfum vjer gert það nema síðan haustið 2003 því fyrstu vikurnar vorum vjer dulbúnir sem Vladimir Lenin.

PS VJER ERUM EIGI KRÚTT ! [Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sjer]

2/12/05 20:02

Ívar Sívertsen

Heillaóskir til yðar kæri forseti. Yðar er mátturinn og dýrðin!

2/12/05 21:00

Upprifinn

til hamingju með rafmælið kæri forseti.

2/12/05 21:00

Kondensatorinn

Til hamingju með rafmælið háæruverðugi forseti og þessa glæsilegu afrekaskrá.
Skál.

2/12/05 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz


- - -
Raf- nú án vas efa
ágæts hals & fágæts,
málspaks jöfurs -mæli ;
miðjað ár ið þriðja
vaskleiksmanns & vizku
vitgefanda í ritum.
Forseta vorn farsæld
finni, hvurgi linni.
- - - - -

2/12/05 21:00

Heiðglyrnir

Til hamingju með rafmælið kæri forzeti..[setur Marlyn á grammifóninn[Happy birthday mister presssideeeeent happy...]]

2/12/05 21:00

Offari

Til hamingju.. Forseti.

2/12/05 21:00

Hvæsi

Glæsilegt æviágrip herra forzeti.
Til lukku með áfangann.
[Lyftir stóru glasi]

2/12/05 21:01

B. Ewing

Til hamingju með þetta allt saman bara. [Telur inn til glasalyftingar] 1, 2,

2/12/05 21:01

Lopi

Skál! [Skellir í sig og grýtir staupinu niður í gólf]

2/12/05 21:01

fagri

Til hamingju kæri forseti.
(Hneigir sig í lotningu og tuldrar góðyrði forseta vorum til heilla)

2/12/05 21:01

Skabbi skrumari

Skál... [skálar og drekkur, hellir í glas]... Skál... [skálar og drekkur, hellir í glas og ropar]... Skál... [skálar og drekkur, hellir í glas og grettir sig]... Skál... [skálar og drekkur veltist um, hellir í glas]... Skááállll... [skálar og drekkur, hellir á gólfið]... Sggáalll... [skálar, leggst á gólfið, sleikir flísar og sofnar]

2/12/05 21:01

Útvarpsstjóri

þína skál, herra forseti!

2/12/05 21:01

Glúmur

Ég vil nota tækifærið og óska Baggalútíu til hamingju með þessi 2½ ár.
Vladimir, þjer eruð stórmenni!

2/12/05 21:01

Anna Panna

Þína skál virðulegi forseti [lyftir glasinu mjög virðulega]

2/12/05 21:02

Jóakim Aðalönd

[Skálar í fagurbláum drykk]

Saûde!

2/12/05 22:00

Mosa frænka

Skál! Til hamingju og lengi lífi! Húrra! Húrra! Húrra!

2/12/05 22:00

Dr Zoidberg

Skál

2/12/05 22:01

Rasspabbi

Kóbaltskál

2/12/05 22:02

Vladimir Fuckov

Vjer þökkum góðar kveðjur í tilefni rafmælis vors [Ljómar upp, safnar saman gjöfunum og slær upp veislu].

2/12/05 23:01

Sundlaugur Vatne

[Mætir óboðinn í veizluna]

2/11/05 01:02

Fergesji

Svo tilgangi leiðinda sé þjónað viljum vér benda á að hundinginn ritar eigi heldur „é“. Hann notar „je“

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.