— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/03
Met: Öll nýjustu innlegg í Baggalútíu

Einstök tilfinning

9.2.2004

Er þetta er ritað kl. 22:37 höfum vér sett nýtt met með því að eiga nýjasta innlegg í öllum 39 þráðunum í Baggalútíu-efnisflokknum. Að vísu hefur þetta trúlega verið afrekað áður en þá voru þræðirnir mun færri. Líkur eru þó á að sönnunargögnin fyrir þessu hverfi mjög fljótt þar eð vér höfum verið truflaðir meðan á metsetningu stóð.

Er af þessu ljóst að ríkisstjórn Baggalútíu er ávallt á verði og ávallt viðbúin.

Það þarf eigi að taka fram að það er stórkostleg tilfinning að hafa unnið afrek þetta.

   (92 af 102)  
1/12/06 20:01

Goggurinn

Skál!

2/12/06 01:01

krossgata

9.2.2005-20.1.2007 Langur tími milli svara bendir til laumuathæfis

2/12/06 01:02

Regína

Skál fyrir því!

2/12/06 03:01

krossgata

Ég kom við á krílinu áðan.
[Blikkar Regínu]

3/12/06 07:01

B. Ewing

Jahá.... [laumast um]

3/12/06 09:00

krossgata

Ég fann laumupúkaþráð í þinni eign Bjúving.

3/12/06 09:00

Offari

Ég á eftir að finna hann.

3/12/06 09:02

krossgata

[Flissar]

1/12/07 12:01

Álfelgur

Fyrst árið 2008!!

3/12/07 09:01

krossgata

Já, laumuþráður Búbba, nú þarf ég að reyna að rifja upp hvar hann er. Það gæti orðið þrautin þyngri.

4/12/07 04:00

Álfelgur

Hey! Hvar er hann??

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.