— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 9/12/04
Sumargestapólimrur

Ort í tilefni af atburðum sumarsins, þ.e. sumarlokuninni og því er í kjölfarið fylgdi. Kveðskapur þessi er nokkuð misjafn að gæðum og hefur áður birst hjer og þar en birtist nú hjer í heilu lagi með örlitlum endurbótum.

Gestapó var lokað í sumar en eigi voru allir alveg sáttir við það:

Víst lifir Lútsins andi
þó láti ritstjórn sem fjandi
Enter öllu loki
og öllum út moki
því Lýtingar fluttu úr landi

Eigi var síðan fullkomin samstaða um viðbrögð við lokuninni:

Afvötnunarumræður stofnaði
en almenn samstaða rofnaði
allmargir um "kjurt"
aðrir burt
og kveðist á klofnaði

Ýmis vandræði komu upp:

Jeg sat og svaf á fundi
síðan hrökk upp af blundi
við brak og bresti
blund aftur ei festi
er spjallborð böggað hrundi

Ritstjórn framlengdi sumarfríið og stóð þar með eigi við áður gefin loforð um hvenær hjer yrði opnað:

Á tungum sjá má svarta bletti
sótrauður jeg mig gretti
því ritstjórn í frí
fór á ný
flott heimsmet í leti setti

Í fyrstu var undarlegt að koma hingað aftur:

Gestapó gleður á ný
en galli fylgir því
fíknin fræga sú
farin er nú
í síðbúið sumarfrí

   (37 af 102)  
9/12/04 06:02

Skabbi skrumari

Limrur eru ávallt skemmtilegar... salút forseti vor...

9/12/04 06:02

Nafni

Góður...

9/12/04 06:02

Ívar Sívertsen

skál!

9/12/04 07:01

Heiðglyrnir

Færir forsetanum glas, með kóbaltbláum vökva. Herra minn SKÁL..!..

9/12/04 08:01

hundinginn

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.