— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 5/12/04
Geigvænlegt ástand salernismála

Sýnið sjerstaka varúð ef vatnsflöturinn hallast

Tilefni pistlings þessa er að benda Bagglýtingum á að sýna sjerstaka varúð á næstunni er salerni eru annarsvegar. Tilefnið eru þessar sakleysislegu vangaveltur Skabba skrumara í þræði nokkrum:

„Ef maður gefur sér að gamli Gústafsberg sé samhverfur, þ.e. hægri hlið hans sé eins og sú vinstri og svo tekur maður eftir því að vatnsflöturinn ofan í honum myndar ekki samhverfu, er þá ekki hægt að gefa sér það að klósettið halli? Þarf ég að hafa áhyggjur af því?“

Umræddan þráð má finna http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5394 [tengill] hjer [/tengill].

Í kjölfarið fylgdu umfangsmiklar rannsóknir og kom í ljós að líklega var aðdráttarkrafturinn eigi sá sami allsstaðar á vatnsfletinum. Líklegasta ástæðan var mjög nálægt og smátt svarthol (líklega ofan í klósettinu) er var misnálægt mismunandi hlutum vatnsflatarins.

Í kjölfarið voru gerðar á þessu rannsóknir með að því er virðist skelfilegum afleiðingum og virðist sem Ormlaug, Gvendur skrítni, Coca Cola, Glúmur og e.t.v. fleiri hafi nú þegar sogast ofan í svarthol þetta, sbr. http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5462&postdays=0&postorder=asc&start=50 [tengill] þetta [/tengill]. Einnig hefur Skabbi ekki sjest í nokkurn tíma og óttumst vjer að hann hafi farið sömu leið. Hvort óvinir baggalútíska heimsveldisins sjeu að yfirtaka fráveitukerfi Baggalútíu skal ósagt látið en sje svo bendir það til að þörf sje umfangsmeiri aðgerða gegn þeim en hingað til hefur verið talið. Skorum vjer hjer með opinberlega á alla Bagglýtinga nær og fjær að sýna órofa samstöðu í baráttunni gegn óvinum þessum og ráðleggjum þeim jafnframt að umgangast salerni af varúð þar til örugg skýring hefur fengist á þessum dularfullu atburðum.

Björgunaraðgerðir kunna að vera mögulegar með aðstoð tímavjelar [Ljómar upp].

PS Geti einhver útvegað oss sk. exotic matter til smíði ormaganga og tímavjela skal viðkomandi tilkynna það þegar í stað.

   (42 af 102)  
5/12/04 10:01

Furðuvera

Kötturinn minn var mjög nærri því að sogast ofan í klósettið þegar hann var kettlingur... þetta þarf að athuga...

5/12/04 10:01

Hakuchi

Satt best að segja veit ég ekki hvernig á að soga þá aftur úr svartholinu. Það hefur tekist að koma í veg fyrir að það stækki og gleypi í sig alla jörðina en eftir stendur að Glúmur og félagar hafa sogast inn.

Það er spurning hvort ekki sé hægt að mynda and-svarthol sem yrði öflugra en núverandi svarthol á klósettinu. Þannig gætu Baggalútarnir 'ryksugast' út. Hins vegar þarf að hafa búnað til að fanga þá áður en þeir skjótast eitthvað út í buskann út frá krafti and-svartholsins.

5/12/04 10:01

Þarfagreinir

Ég á 1 míkrógramm af exotic matter í náttborðinu mínu heima. Dugir það?

5/12/04 10:02

Lómagnúpur

Er það nógu framandi?

5/12/04 10:02

Sverfill Bergmann

Ég fann exotic matter í samloku frá Sóma. Stóð samt á umbúðunum að þetta væri roastbeef..

5/12/04 11:01

Texi Everto

Nennið þið nokkuð að líta eftir reipinu mínu ef þið farið að leita að þeim?

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.